Friday, July 30, 2004

Í mat

Jibbí! Ég var að fá staðfest að ég fer í mat til Jóa og Kötu megaóléttu annað kvöld í sveitinni fyrir utan Akureyri, minn gamla heimabæ. Jói er sko held ég fyrsti vinur minn í heiminum, hef þekkt hann lengur en ég get munað, og Kata er kerlingin hans - tvíburasystir Kollu. Einu sinni voru þær alveg eins, nú eru þær ekkert líkar. Báðar alveg frábærar þó.
Ég er alveg að bilast, get ekki beðið eftir að vinnan verði búin og ég komist á Skítamóralsball hjá Árna á Útlaganum og svo norður til pabba og mömmu. Eins og segir í jólalaginu;
Mér hlakkar svo til
mér hlakkar alltaf svo til
(Svala Bódóttir).

Stuð og fjör!!!

Nú í dag er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi!!! Ég og stuðboltinn í vinnunni, nýbúnir að panta okkur eina sextán... tommu frá Eldsmiðjunni.
Horfði á Whole Ten Yards í gær, alltílæ ræma, og svo Big Fish sem fær fullt hús stiga hjá mér. Glæsileg ræma, ein sú skemmtilegasta sem ég hef séð lengi og horfi ég þó allsvakalega á bíómyndir. Leigði hana bara, sem ég geri ei venjulega, kaupi hana strax á þriðjudaginn þegar Siggi opnar í 2001-búðinni á Hverfis. Vona líka að ég fái minn árlega Bauer-skammt um leið og 24 (fur únd tsvantsíg) verði einnig komið á DVD.
JIBBÍ!!!

Trúbadorinn með alpahúfuna

Hahahaha! HAHAHAHA! Eitt alveg svakalega skemmtilegt sem var að rifjast upp fyrir mér. Ég var nebblega að lesa sorpritið DV meðan ég japlaði á svínasnitsel á Svarta Svaninum áðan og þar var viðtal við götuspilarann Jó-Jó. Hann vill breyta Austurstrætinu í göngugötu og var eitthvað að tjá sig um það, eins og hann hefur verið duglegur við upp á síðkastið. Ekkert versta hugmynd í heimi, svosem. Bara rifjaðist upp fyrir mér eitt sem stóð í Fréttablaðrinu um daginn... hehe.
Þar stóð: "blablablablabla sagði Jó-Jó, eða JAMES CLIFTON EINS OG HANN HEITIR RÉTTU NAFNI". Einkar skemmtilegt, þar sem hann heitir Jón Magnússon og er úr Hlíðunum, sko. James Clifton, hvað? Af hverju ekki bara James Hetfield... nú eða James Bond?
Jó-Jó... ætli hann sé skildur Flo-Jo, frjálsíþróttasterablökkukonunni sem dó?

Leiðrétting á kjaftasögu

Fékk eftirfarandi leiðréttingu áðan frá Stuðboltanum, sem ávallt er í fíling. Hann er fróður mjög og leiðrétti ég kjaftasögu hér með. Stuðboltinn sagði;
"Sá áðan að þú varst að tala um að Marianne Faithfull hafi verið með Brian jones og svo Keith meðan Brian veiktist, það er ekki rétt, það var Anita Pallenberg sem hætti skyndilega með byrjaði með Keith meðan Brian lá aleinn veikur í Frakklandi!!!"
Fyrirgefðu Maríanna og skammastu þín Aníta Pallenberg! Það eru konur eins og þú sem koma óorði á lauslætisdrósirog grúppíur!

Fluga

Drap geitung áðan í búðinni. Pínulítil grautaum kvikindi. Sumir eru hræddir við þetta. Kellingar...

Thursday, July 29, 2004

Verzlunarmannahelgin í fíling

Jú, plan helgarinnar er ekki bara komið á hreint heldur er það líka FRÁBÆRT! Strax eftir vinnu á morgun, föstudag, spila ég í smá grillveislu í smástund fyrir skemmtilegt fólk sem ætlar að gefa mér að borða og borga mér formúgu af seðlum (segi ei hve mikið ef starfsmenn skrattstjóra eru að lesa), því næst bregð ég landi undir dekk og renni á Flúðir og fer á dansleik með unglingahljómsveitinni Skítamóral frá suðurlandsundirlendinu (langt orð). Þeir eru nebblega að spila hjá Árna á Útlaganum. Fæ svo far með þeim heim til Akureyrar þar sem kerla mín, yngra barnið mitt og foreldrar verða til svæðis. Svo koma Stebbi og Pétur og Bergur og Brynka og Nonni og Geir og Ragga og Björn og Óli Hólm og Elvis og bara ALLIR SAMAN! Það besta er eftir - ég er ekki í neinu bévítans tjaldi eins og sumir þeir plebbar sem vaða víða um land. Ó, nei, ég verð bara heima hjá Ma og Pa í góðum fíling og læt mömmu elda því hún er langbestust í öllum heiminum! Hugsa til þeirra sem liggja rassblautir milli þúfna, grenjandi í óveðrum, meðan ég og mín familía kúrum undir sæng á Akureyri þar sem alltaf er gott veður.
Því er lag dagsins (það virðist vera tízka í bloggheiminum og ég tek þátt í því) Halló, Akureyri með Ingimar Eydal! 

Botn tíu listinn

10 hlutir (og fólk) sem ég hata:

1. Kettir – sjá umfjöllun í öðrum pistlum
2. Hyundai – drasl og ég kann ekki að bera nafnið fram
3. Línudans – kommon!
4. Roger Moore – hann er bófinn sem drap Bond
5. Michael Moore – ljótur og leiðinlegur lygalaupur
6. Frakkar í heild sinni
7. Írsk þjóðlagatónlist – Írar fundu upp síbyljuna, því þetta er það sama aftur og aftur og aftur og af…
8. Fólk sem kemur of seint í bíó og spyr mann hvað sé búið að gerast – svona pakk fær rafmagnsstólinn þegar ég verð orðinn einræðisherra. Hvað þá þeir sem svara í símann í bíó…
9. Tölvuforrit – ég er bara ekki að ná þessu!
10. Umferð – maður gæti klesst á.

Johnny Depp

Sá í fréttum á mbl.is að Johnny Depp var að keyra nýja Bensinn sinn í klessu og meira að segja með því að keyra á hliðið heima hjá sér. Grey kallinn. Ég ætla ekki að gera grín að honum fyrir það, enda sjálfur er ég annáluð kerling undir stýri. Ég gladdist bara við að lesa í sömu grein að hann er nú að leika í endurgerð myndarinnar Willy Wonka and the Chocolate Factory sem er ein af mínum uppáhalds. Hún er byggð á bókinni Charlie and the Chocolate Factory eftir Roald Dahl, en hann skrifaði einmitt þættina Óvænt endalok sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu fyrir meira en 20 árum. Roald Dahl var víst líka vinur Ian Fleming of skrifaði handritið að Bond-myndinni You only live twice sem markaði upphafið að hnignun Bonds á hvíta tjaldinu. Fyrsta Bond barnamyndin. Enda var Dahl aðallega barnabókahöfundur, skrifaði Matthildi og Jóa og risapernuna og allt. Skemmtilegt. Bara varð að röfla smá, sko.

Fréttirnar

Nú í morgun bárust fréttir af því að hann Hákon vinur okkar Eydal hefði viðurkennt að hafa henti líki fyrrum sambýliskonu sinnar í sjóinn. Hann hefur hinsvegar ekki viðurkennt að hafa drepið hana þó heimkynni hans hafi verið á kafi í blóði úr henni. Skrýtið. Af hverju var hann þá að losa sig við líkið? Af hverju var allt þetta blóð? Sprakk hún í loft upp heima hjá honum eða hvað? Ætlar hann að reyna að ljúga að hún hafi framið Harakiri (eða Mururimi) heima hjá honum og hann hafi haft svona sjómannsútför að hennar ósk? Plebbi...

Wednesday, July 28, 2004

Rokk og ról

Tékkið á Tarfinum og Jenna í Brain Police í þessu myndbandi hérna;
http://www.rokk.is/video/hotdamn.html
ogg njótið vel.

Tuesday, July 27, 2004

Senn líður að jólum!

Nei, það líður bara ekkert að jólum. Það er langt í þau. Þá er tími til að safna fyrir jólagjöf handa mér, sem gæti til dæmis verið ein svona:
http://world.guns.ru/handguns/hg67-e.htm (sérstaklega þessi með viðarskeptinu, þessi hlauplanga) eða bara Hömmer með vélbyssu. 
Það eru kostir og gallar við jólin og ætla ég að telja sumt upp. Kostur - maður vinnur eins og skepna og spilar eins og fíbbl og græðir þar af leiðandi fullt af peningum. Galli - jólin eru rándýr og þar fóru peningarnir úr kostinum áðurnefnda fyrir lítið. Kostur - fullt að borða. Galli - "Skín í rauða skotthúfu" sungið af lítilli stelpu sem fékk mig til að hætta að drekka Egils gosdrykki og versla bara við Vífilfell. Jú, svo er kostur að hljómsveitin Ullarhattarnir spila alltaf á Þorláxmessu og þá er einmitt vísindalega sannað að sé besti tíminn fyrir Þorláxmessufylleríið.
Af hverju er ég að láta móðan mása (ekki þó Mási í Upplyftingu) um jólin? Hef ekki hugmynd.
Stuð og fjör, er á leið niður á Döbblíner að skemmta sjálfum mér og vonandi öðrum með gítarslætti og jarmi í bland við almenn leiðindi og fimmaurabrandara sem flestir eru stolnir af Buffurum eða fengnir úr Séð og heyrt. Fimmta kvöldið í röð... orðinn þreyttur, en þetta verður maður bara að gera og jafnvel að maður hafi oftast bara gaman af. Samt fúlt að missa alltaf af Jay Leno, missti til dæmis af Denis Leary hjá honum um daginn. Þó betri vinna en flestar aðrar af því það má fá sér bjór í vinnunni... hehe.
Farinn í vinnuna á Döbb. Skín í rauða skotthú - BANG!

Banjó

Hér er eitthvað skrýtið. Póstar mínir koma í  vitlausri röð, en það er svosem í lagi. Var bara að pæla, sko... ég nebblega sá Cold Mountain um daginn, hún var alltílæ en ekkert spes. Í henni var þroskaheftur banjóleikari... hún gerist í suðurríkjunum líka, minnir óneitanlega á Deliverance. Er þetta álit það sem Hollywood hefur á þessum hópi hljóðfæraleikara? Man ekki eftir að hafa séð normal banjóleikara í bíó, allir annaðhvort þroskaheftir eða Matlock. Veit ei hvort er verra.

Orlandó hvað!

Æææææ! Var að lesa á mbl.is að Orlando Bloom yrði næst James Bond... arg! Á þetta viðriðni að leika fulltrúa karlmennskunnar? Maður sem meira að segja Clay Aiken hefur efni á að kalla hommalegan. Orlandó á að leika ungan Bond á skólaárunum - Bond var semsagt kynvilltur fermingardrengur á skólaárum sínum! Þessi ræfilstuska er með afbrygðum aumingjalegur og var fínn í því sem hann er frægur fyrir - að leika álf. Af hverju leikur hann ekki bara James Brown, hann er álíka sennilegur í því hlutverki...
Það eru ekki allir Connery, sko.
Mínar uppáhalds Bondmyndir;
1. Dr. No - snilld og Joseph Wiseman flottur sem handalausi vondikallinn.
2. From Russia with love - Robert Shaw hér vondikallinn. Hann var snilld.
3. Thunderball - mjög viðunandi tala særðra og fallinna.
4. On her majestys secret service - alæðisleg og Lazenby stórlega vanmetinn, auk þess sem Telly Savalas er flottur Blofeld. Af hverju var aldrei sami leikarinn tvisvar sem Blofeld?

Restin er eiginlega langt frá því að nálgast þessar í gæðum og sumar jafnvel bara helv... drasl. Eins og Moonraker, þvílíkt sorp. Horfi bara á þessar fyrir ofan aftur og aftur og aftur og aftur og... 

Þreyttur...

Var að spila í gær á Djöflíner. Gaman. Hitti Dan Cassidy og Hössa í Spoon og við átum kjöt og við drukkum mjöð og við skemmtum okkur mjög vel. Er reyndar að ljúga þessu með kjötið. Mig langar að sofa... ætli ég geti ekki bara falið mig inni á klósetti og sofnað þar...? 

Monday, July 26, 2004

Ég mæli með...

Ja, hvur andsk… Hafiði prófað að snæða svokallað “Wrap” á Reykjavík Bagel Company? Ef ekki, rennið niðureftir og látið Ara (hann er bestur) útbúa svokallað “Gangster Wrap” og segið honum að taka það rólega í tómötunum. Það er alveg killer.
Sjáiði svo Secret Window með Johny Depp, drekkið Guinness og kaupið plötuna með Joss Stone. Þá er lífið gott. Bara varð að skrifa eitthvað jákvætt, sko.

Sunday, July 25, 2004

Sunnudagsröflið

Sit heima hálfbúinn að vera eftir erfiða helgarspilamennsku á Döbblíner. Við Stebbi Stuðbolti áttum ei von á miklu í gærkveldi eftir hálfdauft föstudagskvöld, en þegar við byrjuðu að leika um eittleytið fylltist kofinn og er ei ofsögum sagt að borðin hafi dansað ofan á fólkinu og við Stebbi svitnuðum eins og hommar á samkomu hjá Gunnari í Krossinum. Skemmtilegt frá að segja að það voru dálítið fleiri hjá okkur en hjá Landi og sonum (Bændum og búaliði) á Gauknum, sem er svo að segja í næsta húsi. Sýnir að það er gott að vera ekki frægur, þá fer maður aldrei úr tísku.
Enn og aftur lenti ég í smá orðaskaki við konu á "besta" aldri (af hverju er þetta kallaður besti aldur, konan var um fimmtugt, sko, besti aldur er náttúrulega meðan maður býr hjá foreldrum og þarf ekki að borga matinn sjálfur) sem fannst nafnið á dúettnum ekki sniðugt. Mér persónulega finnst Nasistamellurnar alveg frábært nafn og meira að segja kom okkur á forsíðu Fókus hér um árið eins og frægt varð. Sumir vertar hafa þó ekki haft húmor fyrir þessu einhverra hluta vegna. Ekki það að við séum einhverjir rasistar eða neitt, hef aldrei skilið að fólk þurfi að hata annað fólk út af húðlit þegar eru yfirleitt nægar ástæður til að hata fólk á persónulegum basis.
En við spiluðum og spiluðum og spiluðum og spiluðum og svitnuðum og svit... alveg til klukkan fimm í morgun. Þá fór ég heim og gaf Stefáni litla syni mínum pela því hann á við það skemmtilega vandamál að stríða að vakna oft á tíðum þegar pabbi hans er að koma heim örþreyttur úr vinnunni. En það er í lagi því hann er frábær.
Nú er ég þó óðum að vakna til lífs, enda ekki seinna vænna því ég á að byrja að spila á Bar Satans (Djöflíner) eftir hálfan annan tíma. Þarf væntanlega að þrífa gítarinninn minn þar sem hann er á kafi í svita, bjór og drullu eftir gærkveldið.
Sáuði annars hana Sigríði í Kattholti áðan í sjónvarpinu? Stórskrýtin kerling. Kona með ketti sem aðaláhugamál, þori að veðja hverju sem er að hún er einhleyp. Alltaf fundist kattafólk hálfskrýtið, nema einna helst Magga og Einar, þau eru frábær þó þau eigi eitthvað eins og fjörtíu kvikindi. Vil einnig benda á að "hálfskrýtið" þarf ekki að vera slæmt orð. Fullt af góðu fólki er hálfskrýtið. Mér finnst samt skrýtið að vilja eiga kött, hvað þá ketti. Undirförul kvikindi sem koma bara til manns þegar þau vantar eitthvað, oft misskilið sem sjálfstæði. Engin húsbóndahollusta til staðar og ekki hægt að nota þá í neitt nema kannski pottrétt. Sjálfur hef ég samt átt gæludýr, átti páfagaukinn Tomma (í höfuðið á frænda mínum, sem heitir einmitt Tommi) sem dó þegar ég var svona sirka fimm ára. Hann var jarðsettur með viðhöfn í vindlakassa og var ég sorgmæddur mjög. Svo löngu seinna átti ég kyrkislöngu sem fékk nafnið Ernst Stavro Blofeld í höfuðið á samnefndum glæpón. Hún dó líka. Bæði þessi dýr höfðu þó þann ótvíræða kost að vera ekki kettir.
Best að fara að spila, bless í bili.

Friday, July 23, 2004

Maríanna

Nú, var að lesa að Marianne Faithful væri á leið til landsins á vegum Einars Borðar. Hann hefur staðið sig vel, kallinn, flutti inn Deep Purple svo ég fyrirgaf honum að hafa samið Birtu. Svo er hann að flytja inn Van Morrison og þá fyrirgaf ég honum að hafa stofnað Nælon... nei, það er ekkert til að fyrirgefa neitt, nælon. Sætar litlar stelpur á skjá einum alltaf á kvöldin. En Marianne Faithful, er það málið? Það síðasta sem hún gerði var að raula "lalalalalalalalalalalala" í laginu "Memory Remains" með Metallikku´97 eða eitthvað. Gömul dópistadræsa... kannki ég fari samt, gæti verið gaman. "It is the evening of the de-e-e-ei"...

Annars gaman að því að eitt sinn var hún víst með honum þarna gítarleikara úr Stones, þessum sem dó, Brian Jones. Þau tvö og Keith fóru víst frá Englandi til Frakklands og Ítalíu og eitthvað. Þá veiktist Jones svo þau skildu hann bara eftir og hún byrjaði bara með Keith. Skemmtileg. Veit ekki hvað er til í þessu, en sagan er góð engu að síður.

 

Föstudaxmorgun Sveins!

Vinnan að byrja og allir í stuði! Við Stebbi Stuð, þ.e.a.s. dúettinn Nasistamellurnar, vorum að leika í gær á Kaffi Amsterdam. Ekki gáfulegt, þar sem Dúndurfréttir voru hinumegin við götuna að æra lýðinn á Gauk á Stöng. Við fengum bara nokkra fulla sjóara og tvær Maríur.
Keyrði upp í sveit í gær að ná í kerlu og Stefán son minn, en þar höfðu þau dvalið í nokkra daga. Á leiðinni stillti ég alveg óvart á Bylgjuna og var það erfið lífsreynsla. Fyrst fréttir af morðum, mannránum og sprengjutilræðum úti í heimi, svo kattaumræða. Einhver plebbi skildi nebblega kattahóp eftir inni í læstum jeppa og sumir drápust úr hungri og þorsta, aðrir átu þá sem drápust úr hungri og þorsta. Ekki fallega gert af eigandanum. Samt óþarfi af afleysingafólkinu í Reykjavík síðdegis að eyða klukkutíma í að tala um þetta. Fengu einnig til sín hana Sigríði í Kattholti (ekkert skyld Emil) og hún talaði um að sumir kattanna hefðu "látist". Svo sagði hún að ábyrgir kattaeigendur færu vel með kettina sína og létu gelda þá. Hey - ég vil frekar drepast úr þorsta inni í jeppa heldur en að láta eitthvað fífl gelda mig... org! Kettir - loðin afkvæmi Satans!
Svo var einnig umræða í fréttum í gær um ensku knattspyrnuna. Álíka mikinn áhuga á henni eins og á köttum, eða semsagt engan. O, kettir. Meindýr sem eru það heppin að vera sæt svo einhverjum kerlingum þykir vænt um þau. Álíka elskuleg og rottur.  
Fannst samt gaman að einhver hjá íslamska útvarpsfélaginu var að setja út á að Skjár Sveins ætlaði ekki að hafa íslensa þuli í enska boltanum. Fannst honum þetta stórslys og að mér skyldist móðgun við íslenska tungu. Ó, nei, kallinn - ef þulunum er sleppt er það frábært fyrir ástkæra og ylhýra. Ég hef til dæmis aldrei heyrt enskan þul segja, eins og sagt var eitt sinn; "Áhorfendur rísa úr fætum og klappa fyrir leiknum". Raunverulegt dæmi. Fíbbl.
Jæja, fara að vinna... allir að mæta á Dubliner í kvöld og sjá og heyra okkur Stuðboltann í fíling. Byrjum rétt fyrir kl. eitt, komið og hellið í ykkur safa og verið í sveittum Íbízafíling! 

Wednesday, July 21, 2004

Kabbnað úr hita í búð Tóna

Hér í þessari dásamlegu búð, sem ég vinn í, er stundum heitt. Núna er heitt með afbrigðum.
Vinnan að verða búin, Brynhildur kom áðan ásamt Möggu og Einari (hey - Maggogeinar - syngist eins og Hey - Macarena) og þau gerðu allt vitlaust. Sérstaklega Einar sem snýr gítarnum alltaf öfugt. Hann á meira að segja sérsmíðaðan Schecter (http://www.schecterguitars.com/) örvhentisgítar sem hann keypti hér fyrir margt löngu. Þrátt fyrir að snúa gítarnum vitlaust getur hann spilað alveg helling. Hann leikur einmitt með Dúndurfréttum í kvöld á Gauki á Stöngu og verður eflaust margt um manninn. Kannski ég fari - kannski ekki. Ég vil hinsvegar benda skýrt og greinilega á að ég og Stebbi, þ.e.a.s. dúettinn Nasistamellurnar, verðum á Kaffi Amsterdam annað kvöld. Spilum þar upp í gamlar barskuldir. Skilst á Ara á barnum að það sé langtímamarkmið að ná þeim reiknungum á núllið. Góður drengur hann Ari. Er varla búinn að ná mér enn eftir að hafa leikið þar sl. föstudaxkvöld með Buffinu og Stebba Stuð, en þá byrjuðum við upp úr kl. miðnætti og hættum uppúr kl. hálfsjö... ef ég man rétt.
Um helgina verðum við Stebbi svo í sveittum Íbísafíling á efri hæð Döbblíners. Döbblíner - þar sem bjórinn flýtur eins og vín... eða eitthvað. Þar er oftar en ekki gaman að vera alveg röflandi sveittur með kassagítarinn í annari og bjórinn í hinni og míkrófóninn í þeirri þriðju.
Stuð og fjör, best að fara í ljós og verða brúnn eins og FM-hnakki... 

Komiði kærlega sæl og hjartanlega blessuð!

Nú er að komast í gang blogg sökum einnar áskorunar (takk fyrir áskorunina, Pétur Örn minn). Ekki það að ég hafi neitt að segja sem stendur, heldur meira til að koma draslinu í gang, setja inn myndir af mér og mínum, viðra skoðanir mínar (líkt og Bubbi læt ég ekki fullkomið þekkingarleysi á málefnum aftra mér frá því að hafa gallharðar skoðanir) og allskonar.
Ég sit hér í búð Tóna, hvar ég vinn dagsdaglega, og rembist við að koma þessu í gang. Erfitt, enda ég sem slíkur haldinn tölvublindu og örgjörvafóbíu. Það er í lagi - Stebbi Stuð (Stefán í Reggae on Ice) og Jón Boss (Jón bassi í Stuðkompaníinu) hjálpa mér að koma þessu í lag! Gott er að eiga góða að. Það er reyndar líka gott að eiga steisjonbíl og dvd-spilara, en betra að eiga góða að. Það er svo gott að ég er að pæla í að draga Stuðboltann með mér á Döbblíner á eftir og drekka bjór til að hreint kabbbna ei úr hita. Það er nebblega eini pöbbinn sem skrifar hjá mér ennþá. Þar fæst líka Guinness. Mmmmmm, Guinness.
Best að fara að vinna eitthvað, annars verð ég rekinn... eða drepinn, sem er skárra, maður hefði þó allavega vinnu.
Kem að vörmu...