Friday, July 23, 2004

Föstudaxmorgun Sveins!

Vinnan að byrja og allir í stuði! Við Stebbi Stuð, þ.e.a.s. dúettinn Nasistamellurnar, vorum að leika í gær á Kaffi Amsterdam. Ekki gáfulegt, þar sem Dúndurfréttir voru hinumegin við götuna að æra lýðinn á Gauk á Stöng. Við fengum bara nokkra fulla sjóara og tvær Maríur.
Keyrði upp í sveit í gær að ná í kerlu og Stefán son minn, en þar höfðu þau dvalið í nokkra daga. Á leiðinni stillti ég alveg óvart á Bylgjuna og var það erfið lífsreynsla. Fyrst fréttir af morðum, mannránum og sprengjutilræðum úti í heimi, svo kattaumræða. Einhver plebbi skildi nebblega kattahóp eftir inni í læstum jeppa og sumir drápust úr hungri og þorsta, aðrir átu þá sem drápust úr hungri og þorsta. Ekki fallega gert af eigandanum. Samt óþarfi af afleysingafólkinu í Reykjavík síðdegis að eyða klukkutíma í að tala um þetta. Fengu einnig til sín hana Sigríði í Kattholti (ekkert skyld Emil) og hún talaði um að sumir kattanna hefðu "látist". Svo sagði hún að ábyrgir kattaeigendur færu vel með kettina sína og létu gelda þá. Hey - ég vil frekar drepast úr þorsta inni í jeppa heldur en að láta eitthvað fífl gelda mig... org! Kettir - loðin afkvæmi Satans!
Svo var einnig umræða í fréttum í gær um ensku knattspyrnuna. Álíka mikinn áhuga á henni eins og á köttum, eða semsagt engan. O, kettir. Meindýr sem eru það heppin að vera sæt svo einhverjum kerlingum þykir vænt um þau. Álíka elskuleg og rottur.  
Fannst samt gaman að einhver hjá íslamska útvarpsfélaginu var að setja út á að Skjár Sveins ætlaði ekki að hafa íslensa þuli í enska boltanum. Fannst honum þetta stórslys og að mér skyldist móðgun við íslenska tungu. Ó, nei, kallinn - ef þulunum er sleppt er það frábært fyrir ástkæra og ylhýra. Ég hef til dæmis aldrei heyrt enskan þul segja, eins og sagt var eitt sinn; "Áhorfendur rísa úr fætum og klappa fyrir leiknum". Raunverulegt dæmi. Fíbbl.
Jæja, fara að vinna... allir að mæta á Dubliner í kvöld og sjá og heyra okkur Stuðboltann í fíling. Byrjum rétt fyrir kl. eitt, komið og hellið í ykkur safa og verið í sveittum Íbízafíling! 

0 Comments:

Post a Comment

<< Home