Thursday, July 29, 2004

Johnny Depp

Sá í fréttum á mbl.is að Johnny Depp var að keyra nýja Bensinn sinn í klessu og meira að segja með því að keyra á hliðið heima hjá sér. Grey kallinn. Ég ætla ekki að gera grín að honum fyrir það, enda sjálfur er ég annáluð kerling undir stýri. Ég gladdist bara við að lesa í sömu grein að hann er nú að leika í endurgerð myndarinnar Willy Wonka and the Chocolate Factory sem er ein af mínum uppáhalds. Hún er byggð á bókinni Charlie and the Chocolate Factory eftir Roald Dahl, en hann skrifaði einmitt þættina Óvænt endalok sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu fyrir meira en 20 árum. Roald Dahl var víst líka vinur Ian Fleming of skrifaði handritið að Bond-myndinni You only live twice sem markaði upphafið að hnignun Bonds á hvíta tjaldinu. Fyrsta Bond barnamyndin. Enda var Dahl aðallega barnabókahöfundur, skrifaði Matthildi og Jóa og risapernuna og allt. Skemmtilegt. Bara varð að röfla smá, sko.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home