Wednesday, July 21, 2004

Kabbnað úr hita í búð Tóna

Hér í þessari dásamlegu búð, sem ég vinn í, er stundum heitt. Núna er heitt með afbrigðum.
Vinnan að verða búin, Brynhildur kom áðan ásamt Möggu og Einari (hey - Maggogeinar - syngist eins og Hey - Macarena) og þau gerðu allt vitlaust. Sérstaklega Einar sem snýr gítarnum alltaf öfugt. Hann á meira að segja sérsmíðaðan Schecter (http://www.schecterguitars.com/) örvhentisgítar sem hann keypti hér fyrir margt löngu. Þrátt fyrir að snúa gítarnum vitlaust getur hann spilað alveg helling. Hann leikur einmitt með Dúndurfréttum í kvöld á Gauki á Stöngu og verður eflaust margt um manninn. Kannski ég fari - kannski ekki. Ég vil hinsvegar benda skýrt og greinilega á að ég og Stebbi, þ.e.a.s. dúettinn Nasistamellurnar, verðum á Kaffi Amsterdam annað kvöld. Spilum þar upp í gamlar barskuldir. Skilst á Ara á barnum að það sé langtímamarkmið að ná þeim reiknungum á núllið. Góður drengur hann Ari. Er varla búinn að ná mér enn eftir að hafa leikið þar sl. föstudaxkvöld með Buffinu og Stebba Stuð, en þá byrjuðum við upp úr kl. miðnætti og hættum uppúr kl. hálfsjö... ef ég man rétt.
Um helgina verðum við Stebbi svo í sveittum Íbísafíling á efri hæð Döbblíners. Döbblíner - þar sem bjórinn flýtur eins og vín... eða eitthvað. Þar er oftar en ekki gaman að vera alveg röflandi sveittur með kassagítarinn í annari og bjórinn í hinni og míkrófóninn í þeirri þriðju.
Stuð og fjör, best að fara í ljós og verða brúnn eins og FM-hnakki... 

0 Comments:

Post a Comment

<< Home