Wednesday, July 21, 2004

Komiði kærlega sæl og hjartanlega blessuð!

Nú er að komast í gang blogg sökum einnar áskorunar (takk fyrir áskorunina, Pétur Örn minn). Ekki það að ég hafi neitt að segja sem stendur, heldur meira til að koma draslinu í gang, setja inn myndir af mér og mínum, viðra skoðanir mínar (líkt og Bubbi læt ég ekki fullkomið þekkingarleysi á málefnum aftra mér frá því að hafa gallharðar skoðanir) og allskonar.
Ég sit hér í búð Tóna, hvar ég vinn dagsdaglega, og rembist við að koma þessu í gang. Erfitt, enda ég sem slíkur haldinn tölvublindu og örgjörvafóbíu. Það er í lagi - Stebbi Stuð (Stefán í Reggae on Ice) og Jón Boss (Jón bassi í Stuðkompaníinu) hjálpa mér að koma þessu í lag! Gott er að eiga góða að. Það er reyndar líka gott að eiga steisjonbíl og dvd-spilara, en betra að eiga góða að. Það er svo gott að ég er að pæla í að draga Stuðboltann með mér á Döbblíner á eftir og drekka bjór til að hreint kabbbna ei úr hita. Það er nebblega eini pöbbinn sem skrifar hjá mér ennþá. Þar fæst líka Guinness. Mmmmmm, Guinness.
Best að fara að vinna eitthvað, annars verð ég rekinn... eða drepinn, sem er skárra, maður hefði þó allavega vinnu.
Kem að vörmu...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home