Friday, July 23, 2004

Maríanna

Nú, var að lesa að Marianne Faithful væri á leið til landsins á vegum Einars Borðar. Hann hefur staðið sig vel, kallinn, flutti inn Deep Purple svo ég fyrirgaf honum að hafa samið Birtu. Svo er hann að flytja inn Van Morrison og þá fyrirgaf ég honum að hafa stofnað Nælon... nei, það er ekkert til að fyrirgefa neitt, nælon. Sætar litlar stelpur á skjá einum alltaf á kvöldin. En Marianne Faithful, er það málið? Það síðasta sem hún gerði var að raula "lalalalalalalalalalalala" í laginu "Memory Remains" með Metallikku´97 eða eitthvað. Gömul dópistadræsa... kannki ég fari samt, gæti verið gaman. "It is the evening of the de-e-e-ei"...

Annars gaman að því að eitt sinn var hún víst með honum þarna gítarleikara úr Stones, þessum sem dó, Brian Jones. Þau tvö og Keith fóru víst frá Englandi til Frakklands og Ítalíu og eitthvað. Þá veiktist Jones svo þau skildu hann bara eftir og hún byrjaði bara með Keith. Skemmtileg. Veit ekki hvað er til í þessu, en sagan er góð engu að síður.

 

0 Comments:

Post a Comment

<< Home