Friday, July 30, 2004

Í mat

Jibbí! Ég var að fá staðfest að ég fer í mat til Jóa og Kötu megaóléttu annað kvöld í sveitinni fyrir utan Akureyri, minn gamla heimabæ. Jói er sko held ég fyrsti vinur minn í heiminum, hef þekkt hann lengur en ég get munað, og Kata er kerlingin hans - tvíburasystir Kollu. Einu sinni voru þær alveg eins, nú eru þær ekkert líkar. Báðar alveg frábærar þó.
Ég er alveg að bilast, get ekki beðið eftir að vinnan verði búin og ég komist á Skítamóralsball hjá Árna á Útlaganum og svo norður til pabba og mömmu. Eins og segir í jólalaginu;
Mér hlakkar svo til
mér hlakkar alltaf svo til
(Svala Bódóttir).

1 Comments:

Blogger Ingolfur said...

Bið að heilsa honum gis frænda okkar!

5:20 PM  

Post a Comment

<< Home