Tuesday, July 27, 2004

Orlandó hvað!

Æææææ! Var að lesa á mbl.is að Orlando Bloom yrði næst James Bond... arg! Á þetta viðriðni að leika fulltrúa karlmennskunnar? Maður sem meira að segja Clay Aiken hefur efni á að kalla hommalegan. Orlandó á að leika ungan Bond á skólaárunum - Bond var semsagt kynvilltur fermingardrengur á skólaárum sínum! Þessi ræfilstuska er með afbrygðum aumingjalegur og var fínn í því sem hann er frægur fyrir - að leika álf. Af hverju leikur hann ekki bara James Brown, hann er álíka sennilegur í því hlutverki...
Það eru ekki allir Connery, sko.
Mínar uppáhalds Bondmyndir;
1. Dr. No - snilld og Joseph Wiseman flottur sem handalausi vondikallinn.
2. From Russia with love - Robert Shaw hér vondikallinn. Hann var snilld.
3. Thunderball - mjög viðunandi tala særðra og fallinna.
4. On her majestys secret service - alæðisleg og Lazenby stórlega vanmetinn, auk þess sem Telly Savalas er flottur Blofeld. Af hverju var aldrei sami leikarinn tvisvar sem Blofeld?

Restin er eiginlega langt frá því að nálgast þessar í gæðum og sumar jafnvel bara helv... drasl. Eins og Moonraker, þvílíkt sorp. Horfi bara á þessar fyrir ofan aftur og aftur og aftur og aftur og... 

1 Comments:

Blogger Jon Kjartan said...

Aldrei þessu vant - sammála með Bloom..

12:36 PM  

Post a Comment

<< Home