Tuesday, July 27, 2004

Senn líður að jólum!

Nei, það líður bara ekkert að jólum. Það er langt í þau. Þá er tími til að safna fyrir jólagjöf handa mér, sem gæti til dæmis verið ein svona:
http://world.guns.ru/handguns/hg67-e.htm (sérstaklega þessi með viðarskeptinu, þessi hlauplanga) eða bara Hömmer með vélbyssu. 
Það eru kostir og gallar við jólin og ætla ég að telja sumt upp. Kostur - maður vinnur eins og skepna og spilar eins og fíbbl og græðir þar af leiðandi fullt af peningum. Galli - jólin eru rándýr og þar fóru peningarnir úr kostinum áðurnefnda fyrir lítið. Kostur - fullt að borða. Galli - "Skín í rauða skotthúfu" sungið af lítilli stelpu sem fékk mig til að hætta að drekka Egils gosdrykki og versla bara við Vífilfell. Jú, svo er kostur að hljómsveitin Ullarhattarnir spila alltaf á Þorláxmessu og þá er einmitt vísindalega sannað að sé besti tíminn fyrir Þorláxmessufylleríið.
Af hverju er ég að láta móðan mása (ekki þó Mási í Upplyftingu) um jólin? Hef ekki hugmynd.
Stuð og fjör, er á leið niður á Döbblíner að skemmta sjálfum mér og vonandi öðrum með gítarslætti og jarmi í bland við almenn leiðindi og fimmaurabrandara sem flestir eru stolnir af Buffurum eða fengnir úr Séð og heyrt. Fimmta kvöldið í röð... orðinn þreyttur, en þetta verður maður bara að gera og jafnvel að maður hafi oftast bara gaman af. Samt fúlt að missa alltaf af Jay Leno, missti til dæmis af Denis Leary hjá honum um daginn. Þó betri vinna en flestar aðrar af því það má fá sér bjór í vinnunni... hehe.
Farinn í vinnuna á Döbb. Skín í rauða skotthú - BANG!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home