Friday, July 30, 2004

Stuð og fjör!!!

Nú í dag er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi!!! Ég og stuðboltinn í vinnunni, nýbúnir að panta okkur eina sextán... tommu frá Eldsmiðjunni.
Horfði á Whole Ten Yards í gær, alltílæ ræma, og svo Big Fish sem fær fullt hús stiga hjá mér. Glæsileg ræma, ein sú skemmtilegasta sem ég hef séð lengi og horfi ég þó allsvakalega á bíómyndir. Leigði hana bara, sem ég geri ei venjulega, kaupi hana strax á þriðjudaginn þegar Siggi opnar í 2001-búðinni á Hverfis. Vona líka að ég fái minn árlega Bauer-skammt um leið og 24 (fur únd tsvantsíg) verði einnig komið á DVD.
JIBBÍ!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home