Friday, July 30, 2004

Trúbadorinn með alpahúfuna

Hahahaha! HAHAHAHA! Eitt alveg svakalega skemmtilegt sem var að rifjast upp fyrir mér. Ég var nebblega að lesa sorpritið DV meðan ég japlaði á svínasnitsel á Svarta Svaninum áðan og þar var viðtal við götuspilarann Jó-Jó. Hann vill breyta Austurstrætinu í göngugötu og var eitthvað að tjá sig um það, eins og hann hefur verið duglegur við upp á síðkastið. Ekkert versta hugmynd í heimi, svosem. Bara rifjaðist upp fyrir mér eitt sem stóð í Fréttablaðrinu um daginn... hehe.
Þar stóð: "blablablablabla sagði Jó-Jó, eða JAMES CLIFTON EINS OG HANN HEITIR RÉTTU NAFNI". Einkar skemmtilegt, þar sem hann heitir Jón Magnússon og er úr Hlíðunum, sko. James Clifton, hvað? Af hverju ekki bara James Hetfield... nú eða James Bond?
Jó-Jó... ætli hann sé skildur Flo-Jo, frjálsíþróttasterablökkukonunni sem dó?

2 Comments:

Blogger Ingvar Valgeirsson said...

This comment has been removed by a blog administrator.

5:25 PM  
Blogger Ingolfur said...

AAAAHH!
Svarti Svanurinn! Ég sakna svínasnitselsins þar! Endilega láttu mig vita þegar þeir eru með svoleiðis og hittumst þá á hádegisverðarfundi.

5:23 PM  

Post a Comment

<< Home