Thursday, July 29, 2004

Verzlunarmannahelgin í fíling

Jú, plan helgarinnar er ekki bara komið á hreint heldur er það líka FRÁBÆRT! Strax eftir vinnu á morgun, föstudag, spila ég í smá grillveislu í smástund fyrir skemmtilegt fólk sem ætlar að gefa mér að borða og borga mér formúgu af seðlum (segi ei hve mikið ef starfsmenn skrattstjóra eru að lesa), því næst bregð ég landi undir dekk og renni á Flúðir og fer á dansleik með unglingahljómsveitinni Skítamóral frá suðurlandsundirlendinu (langt orð). Þeir eru nebblega að spila hjá Árna á Útlaganum. Fæ svo far með þeim heim til Akureyrar þar sem kerla mín, yngra barnið mitt og foreldrar verða til svæðis. Svo koma Stebbi og Pétur og Bergur og Brynka og Nonni og Geir og Ragga og Björn og Óli Hólm og Elvis og bara ALLIR SAMAN! Það besta er eftir - ég er ekki í neinu bévítans tjaldi eins og sumir þeir plebbar sem vaða víða um land. Ó, nei, ég verð bara heima hjá Ma og Pa í góðum fíling og læt mömmu elda því hún er langbestust í öllum heiminum! Hugsa til þeirra sem liggja rassblautir milli þúfna, grenjandi í óveðrum, meðan ég og mín familía kúrum undir sæng á Akureyri þar sem alltaf er gott veður.
Því er lag dagsins (það virðist vera tízka í bloggheiminum og ég tek þátt í því) Halló, Akureyri með Ingimar Eydal! 

0 Comments:

Post a Comment

<< Home