Tuesday, August 31, 2004

Negramissir og annað röfl

Mikill andsk... ég missti af negranum! Var gersamlega kominn í fíling á laugardag og hlakkaði mjög til að fara að sjá og heyra James Brown. Þá hringdi síminn og ég var boðaður í spilirí um borð í Eldingu, hvar ég lék og söng fyrir starfsmenn Húsasmiðjunnar. Það var þó gríðargaman og var ég látinn leika "Einhversstaðar einhverntíma aftur" allavega sjö sinnum.
Eftir það lá leiðin til bæjar, kíkti á Íslenska fánann á Nösu og skemmti mér skemmtilega.
Sunnudagurinn leið og ég lék mér við Litla-Svepp því við vorum mest tveir heima að horfa á Kill Bill eitt og tvö. Bjarni, minn stórvinur, Guðfræðingur og gæðablóð, lánaði mér nefnilega Kill Bill 1 í sérstakri japanskri versjón hvar blóðið rennur í stríðari straumum, aðeins lengur og talsvert rauðara en í venjulegu versjóninni. Gaman.
Þó ekki jafn gaman og að vita til þess að Ópíumleikarnir séru búnir. Hrein viðurstyggð að nauðungaráskrift af RÚV skuli ekki skila landsmönnum skemmtilegri dagskrá en þessu helv...
Hvað er leiðinlegra en að sjá útlenska hálfvita á örvandi lyfjum hoppa og skoppa eins og þeir hálfvitar sem þeir eru? Svar: EKKERT! Það er meira gaman að naga táneglurnar uppí kviku en að sjá svona viðbjóð.
Langar að benda forsvarsmönnum fjölmiðla á eitt sem ekki margir vita;
ÞAÐ ERU FLEIRI ÍSLENDINGAR Í KÓRSTARFI EN ÍÞRÓTTUM!
Þó er (blessunarlega) skjátímanum ekki eytt í norræn kóramót, sem er væntanlega af því að kórfélagar í Borgarkórnum (og öðrum kórum) eru ekki jafnmiklar frekjudollur og þetta bévítans íþróttahyski sem ætlast til þess (og sorglegt frá að segja, með talsverðum árangri) að skattfé mitt sé notað í að fjármagna áhugamál þeirra! Ég borga fullt af peningum í skatt, og sá peningur er - að hluta - notaður í íþróttamannvirki og íþróttastarf sem ég hef engan áhuga á. Fer hér með fram á að minn skerfur verði fremur notaður til uppbyggingar lögreglu, slökkviliðs, skóla og sjúkrahúsa. Ef ég svo skipti um skoðun og langar í fóbbolt skal ég borga það sjálfur, en ekki fara fram á að aðrir geri það. Bévað íþróttahyski - í bræðslu með það ALLTSAMAN!!!
Takk fyrir það.
Langar svo að minnast á eina forsíðufrétt framan á einu dagblaðanna nýverið. Þar var sagt frá að kona nokkur, öryrki, eyddi þriðjungi ráðstöfunartekna heimilisins í umferðarlagasektir. Því vildu Vinstri Grænir tekjutengja umferðarlagasektir. Ég er með aðra tillögu. Ef maður er öryrki og hefur takmörkuð fjárráð -
EKKI BRJÓTA UMFERÐARLÖGIN, ÞÚ HEFUR EKKI EFNI Á ÞVÍ!!!
Fíbbl og væluskjóður...
Megi Guð vera með ykkur öllum og veriði sæl!

Saturday, August 28, 2004

Ég ætla að...

1. Sjá og heyra James Brown í kvöld
2. Lesa allt eftir Arnald
3. Vera góður við kerlu, krakka og alla mína familíu... meira að segja Arnar bróður minn, þann Guðlausa kommaskratta
4. Fara að vinna svo ég verði ekki rekinn.

Klósett

Eitt af því sem ég þoli ekki er að koma á salernisaðstöðu þegar maður þarf bara að pissa og einhver hefur skilið eftir svona þið vitið kúkarák í klósettinu. Tala nú ekki um þegarf meður er bara að ná sér í vatnssopa eða eitthvað. Svo fer maður út og næsti kemur inn og sér kúkarákina - eftir einhvern annan en mig - í skálinni og hugsar með sér "Aha - ég veit hvað þessi var að gera!"
Óþolandi...

Friday, August 27, 2004

Linkur

Linkurinn hér að neðan virðist ei koma manni þangað sem hann á að gera. En fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa umfjöllun biskups vors um bókina títtnefndu, Da Vinci lykilinn, er hægur leikur að fara bara á kirkjan.is og slá inn leitarorð, t.d. Da Vinci lykillinn... ekkert mál.
Fyrir þá sem nenna ekki að lesa umfjöllunina er líka hægur leikur að sleppa þessu alfarið og finna góða klámsíðu (eða slæma, sama er mér).
Nú, svo langar mig að benda fólki sem er að kommentera á röfl mitt að gera það undir nafni, ekki fela sig í skuggasundum nafnleyndar eins og Arnar bróðir minn, sá Guðlausi kommaskratti.
Eini sem má skrifa nafnlaust er Haukur frændi, hann má gera það sem hann vill. Ég nebblega vinn hjá honum og þess vegna ræður hann.

Da Vinci lykillinn og Kalli Sigurbjöss

Var að klára að lesa Da Vinci lykilinn. Hún er alveg frábær... framan af. Svo verður hún eigilega hálfgert sorp í lokin. Lesið hana samt, hún er svaka skemmtileg yfir heildina.
Guðfræði bókarinnar er þó, svo vægt sé til orða tekið, umdeilanleg. Margar skemmtilegar pælingar sem menn hefðu verið brenndir fyrir á árum áður.
Bjarni vinur minn, Guðfræðingur með (m)eyru og nærri því alvitur, sendi mér allforvitnilega slóð. Svo virðist sem biskup vor og andlegur leiðtogi (meira að segja af generasjón tvö), Karl nokkur Sigurbjörnsson, hafi lesið bókina einnig og má sjá allskemmtilega umsögn hans hér:
http://www.kirkjan.is/?trumal/pistlar/fagnadarerindi_da_vinci_lykilsins.

Mogginnpunkturfimmtán

Skemmtilegt hvað segir á mbl.is í dag. Verið er að fjalla um að sirka milljarður manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni og ómenguðu, sem er jú slæmt fyrir viðkomandi. Svo kemur að skemmtilega partinum þar sem segir:
"Eitt helst markmiðið er að fækka því fólki um helming fyrir árið 2015, sem ekki hefur aðgang að hreinu drykkjarvatni og nauðsynlegasta hreinlætisbúnaði."
Persónulega hefði ég frekar viljað redda fólkinu vatni heldur en að fækka því, en ef sú er stefnan þá sér kóleran um þetta alveg sjálf.

Afsakið

Gleymdi að telja með pizzuna sem ég fékk mér í morgunmat. Afsakið.

Thursday, August 26, 2004

Hörbalæv

Byrjaði að éta Hörbalæv í morgun. Það er til þess að borða minna, en ég bara get ekki hæt að éta. Búin með, bara í dag:
3 drykkjarjógúrt
2 svínakótilettur
1 lærissneið
1 pylsu með öllu
1 samloku m. svínku, osti og ananas
1 Chiabatta m. kjúklingaskinku (eitthvað ítalskt)
ca. 2 l. kók
fyrir utan Hörbalævsjeikinn og pillurnar og allt vatnið.
Ég er búinn að sitja á settinu í allan dag. Með Hörbalæv er lífið hægðarleikur.
Ég held ég hafi verið að kúka úr mér miltanu...

Steingrímur Joð (Stonememasks Iodine)

Sáuð þið Steingrím J. í sjónvarpinu í gær? Fyrst var hann, sem og stjórnarandstaðan öll, á móti einkavæðingu ríkisbankanna, og núna er hann vælandi yfir því að KB banki - og aðrir í kjölfarið - bjóði hagstæðari húsnæðislán en Íbúðalánasjóður. Hann var í raun og veru að væla yfir því að menn gætu skuldsett sig meira en þeir hafa gert í dag! Á lægri vöxtum! Eins og fólk ætti ekki að geta sagt nei sjálft þegar því er boðið fé til láns, hann var bara að væla yfir að það væri hægt að fá meira lánað!
Þessir sívælandi Vinstri Grænjaxlar eru á móti öllu, segja allt ómögulegt, en virðast aldrei hafa neinar betri lausnir sjálfir. Dæmi;
Þeir voru á móti virkjunarframkvæmdum á Austurlandi. Sjá ekkert fallegt við þetta glæsilega væntanlega uppistöðulón. Reyndar var, eins og ég hef áður sagt, glæpsamlegt að ráða Ítali til verksins. Undirmálsþjóð og léleg í fótbolta. Mikið til kaþólikkar í þokkabót.
Þeir (þ.e. Vinstri Grænir) voru á móti strípibúllum og endaði það svo að vælið í Kolbrúnu Halldórs - og fleiri rauðsokkujúffertum - varð til þess að prívatsjó voru bönnuð með öllu. Óskiljanlegt að fólk þurfi að banna þetta, geta þeir ekki bara sleppt þessu sem ekki vilja og leyft hinum að eyða fé sínu í þetta í friði. Bendi á að Kolbrún sat sjálf fyrir á nektarmyndum á sínum tíma.
Þeir voru á móti lækkun fyrirtækjaskatts hér um árið, en sú framkvæmd varð til þess að fjöldi smærri fyrirtækja gat hagrætt mikið og jafnvel ráðið fleira fólk - og þar með minnkað atvinnuleysi - sem er alltaf jafn gaman.
Þeir voru á móti fjölmiðlafrumvarpinu, sem var jú umdeilanlegt mjög... en hvar er þeirra eigin fjölmiðlafrumvarp? Þeir hafa sagt að þeir vilji setja lög um málið en hafa ekkert lagt fram sjálfir.
Vinsti Grænir - ekki bara óþarfir eins og Framsókn, heldur beinlínis skaðlegir.
Ég man þegar Steingrímur J. var í ríkisstjórn, þá var minna gaman en í dag.
Ég hef þó aldrei efast um heilindi hans, hann er maður sem er örugglega trúr skoðunum sínum. Þær eru bara asnalegar.
X-Ingvar. Sjálfan mig í einræðisherrastólinn!

Wednesday, August 25, 2004

Júlía

Hey! Ég sá Tvælætsón-negrann aftur á Laugaveginum við Hlemm áðan. Baltasar Þorlákur var með megafón og sagði "aksjón" og þá sá ég líka Júlíu Stiles. Hún er miklu sætari en lateygði blökkumaðurinn, sem þó er frábær. Ég heppinn. Missti samt af Clinton í gær. Djö. Verð að hanga meira við Bæjarins bestu í bænum, það koma allir þessir frægu þangað. Hvar er eiginlega George Clooney, er hann ekki í bænum?

Tuesday, August 24, 2004

Hmmm...

Geiri á Maxim sem menningarmálaráðherra... eða hvað?

Ráðherrar landsins

Óðum er að færast mynd á ráðuneytisskipan. Svona verður þetta þegar ég verð orðinn einræðisherra, lausar stöður eru enn nokkrar, hef litlar áhyggjur af því, kemur allt með tíð og tíma...
Forsætisráðherra - Forsætisráðuneyti verður lagt niður, lítið með það að gera þegar maður er einræðisherra.
Félagsmálaráðherra - Bergur Geirsson og Pétur Örn Guðmundsson deila þessu, þeir eru nebblega bráðskemmtilegir.
Sjávarútvegsráðherra - Jón Frímann, kallinn hennar Brynhildar. Hann er sjómaður, dáðadrengur og drabbari eins og gengur...
Dómsmálaráðherra - Ekki skipað enn, en mikið verður stuðst við lög annarar Mósebókar.
Fjármálaráðherra - Ekki endanlega skipað enn, pabbi minn kemur sterklega til greina.
Landbúnaðarráðherra - Þetta ráðuneyti verður lagt niður, enda bændur baggi á þjóðfélaginu og hafa komist upp með að liggja á ríkisspenanum alltof lengi. Þetta er jú bissniss, ef hann gengur ekki eiga menn bara að fara að gera eitthvað annað, ekki fá ríkisstyrki til þess að geta unnið við það sem þeir vilja vinna við. Meira um það seinna.
Utanríkisráðherra - Stuðboltinn fær þetta, hann hefur jú búið erlendis og þekkir venjur útlendinga. Þeir eru margir nebblega skrýtnir.
Heilbrigðisráðherra - Brynhula Stebbadóttir. Hún nebblega vinnur á spítala og er bráðskemmtileg.
Umhverfisráðherra - Fer sömu leið og Landbúnaðarráðuneytið, eða í rusladallinn. Ekkert með þetta að gera, virkjum bara allt saman og byggjum stóriðju. Óbyggð auðn er nebblega stórlega ofmetin.
Samgöngumálaráðherra - Villi Goði. Hann mun aðstoða mig að koma öllum í fjóra meginkjarna, Reykjavík, Akureyri, Egilsstaði og Vestmannaeyjar. Vestfirðir verða skildir frá Íslandi og sökkt í sæ, ekkert nema firðir og eitthvað hvort eð er (ég meina, hver vill búa á Þingeyri?). Selfoss fær þó að halda sér vegna þess að þar eru oft skemmtileg böll. Þetta mun spara stórfé í vegagerð og það fé mun skila sér til landsmanna með bættu skólakerfi og betri heilsugæslu, auk stóraukinnar löggæslu. Spurning um að leyfa Höfn í Hornafirði að halda sér, þar er þrumuhumarsúpa.
Menntamálaráðherra - Kerla mín, hún Helga. Hún verður örugglega ekki sátt ef hún fær ekki stól, og svo er hún í Kennó. Þetta verður fínt.

Monday, August 23, 2004

Jamm og jæja

Nú, jæja, maður fór sko í bæinn á laugardagskveldið með gömlu og báða ormana, annan á fæti og hinn í vagni. Bévuð fólksmergð og læti, hljómsveitir með hávaða á hverju horni og alltofalltofalltofmikið af fólki. Litli Sveppur hafði steinsofnað á leiðinni niður í bæ, en vaknaði við lætin í lúðrasveitinni Jagúar og fannst þeir ekkert góðir. Bévaður trompetblástur og vávágítarglamur. Mér fannst þeir hinsvegar fínir. Svo sá ég Forrest Whittaker á röltinu og böggaði hann ekki (bannað að bögga fræga fólkið), bara skaut hann með puttanum og hann mig til baka og ég hugsaði "Je, Tvælætsón-negrinn skaut mig til baka, ég er kúl". Hitti Ma og Pa í bænum og allir voru í stuði nema ég, en mér finnst svona margt fólk ekki skemmtilegt. Því fór ég bara heim og góndi á Bourne Identity með Eldri Sveppi, sem er víst kominn í nördabekk vegna góðs námsárangurs (montimontimont), enda ekki von á öðru hjá svona vel ættuðu barni.
Tek svo fram að lokum að mamma mín, sú dásamlega kona, á ammmæli í dag. Til hamingju elsku mamma mín, þú ert langsamlega best í öllum heiminum. 23. ágúst verður sko aldeilis þjóðhátíðardagur landsins þegar ég verð orðinn einræðisherra. Verður það vonandi fyrr en seinna, því ég hef lengi beðið. Þyrfti að fara að gera eitthvað í þessu og auglýsi hér með eftir liðsmönnum í einkaher minn. Munu liðsmenn þar verða fyrstir til að njóta þeirra mola sem falla af allsnægtaborði mínu og minnar familíu þegar við verðum flutt inn í kastalann sem verður byggður þar sem Bessastaðir standa núna. Opinbera plan mitt um stjórnskipulag landsins bráðlega í blogginu. Er nebblega þegar búinn að skipa ráðherra í nokkur ráðuneyti, en hugmyndir eru vel þvegnar.
Bæ í bili.

Saturday, August 21, 2004

Jafnrétti

Mig langar til að byrja á að ítreka það sem ég skrifaði hér í einum af mínum fyrstu færslum, að ég hef aldrei látið fullkomið þekkingarleysi á málefni hamla því að ég hafi eindregna og gallharða skoðun á málum. En ég vil benda á skrif á hinum ágæta Vefþjóðvilja i gær, 19. ágúst, hvar fjalllað er um framsóknarkerlur. Slóðin er andriki.is.
Og talandi um jafnrétti, þá er til jafnrétti sem snýr að öðrum en bara kvenfólki. Hversu margir samkynhneigðir ráðherrar hafa verið? Einn frá upphafi (svo vitað sé), Jóhanna félagsmálaráðherra. Samt hef ég enga heilsíðuauglýsingu séð frá Samtökunum ´78 né heyrt kröfur frá þeim um fleiri rammöfuga ráðherra. Litað fólk? Man bara eftir Amal Rún sem var VARAþingmaður ef ég man þetta rétt. Dvergar? Krypplingar? Holdsveikir?
Eini minnihlutahópurinn (konur eru þó náttúrulega ekki minnihlutahópur eins og Stuðmenn bentu réttilega á hér um árið) sem hefur náð fótfestu á þingi eru óvitar, þeir mættu vera færri við Austurvöll.

Thursday, August 19, 2004

Dagný

Hún Dagný framsóknarkerling er í uppáhaldi hjá mér í dag, því hún er frábær. Hún rís upp gegn vælinu í hinum framsóknarkonunum og er bara í stuði, finnst að fólk eigi að vera fólk en ekki bara karlar og konur. Fólk eigi að vera dæmt að eigin verðleikum, en ekki fá stöður vegna kynferðis. Dagný er æði, verst hún er í þessum plebbaflokki. Annars eru þetta allt plebbaflokkar.
Framsókn: Leita voða mikið til bænda eftir atkvæðum, en bændur eru einmitt baggi á þjóðfélaginu og á að vera búið að afnema styki til þeirra fyrir löngu. Eins og hver annar bissniss, þetta bara á að ganga eða ekki. Hættið að henda skattpeningunum mínum í eitthvað útálandilið. Bændur, ef þið eruð óánægðir - fáið ykkur aðra vinnu, það er ekki sjálfsagt að þið fáið að vera bændur bara af því ykkur langar til þess og þjóðin þurfi að borga með ykkur svo þið fáið að búa í sveitasælunni.
Vinstri grænir - bönnuðu einkadans. Ekki það að ég hafi mikið notfært mér þá þjónustu, en af hverju þarf að banna allt? Ef maður fílar ekki stripp er ekkert einfaldara en að fara ekki að sjá stripp. Hvað er einfaldara en að gera EKKI eitthvað? Svo eru þetta kommaskrattar og svoleiðis skítapakk verður tekið af líf (í besta falli húðstrýkt) opinberlega þegar ég verð einræðisherra. Ekki Bói, maðurinn hennar Jófí frænku samt. Hann er nebblega kommi. VG voru svo á móti lækkun fyrirtækjaskatts, enda í þeirra augum atvinnurekendur holdgerfingar auðvaldsins, sem er ímynd Satans fyrir þeim. Vilja heldur ekki virkjanir, en hvað í heiminum er fallegara en vel heppnað uppistöðulón?
Frjálslyndir - hópur af plebbum sem voru settir fram upphaflega til að Sverrir hlandhaus Hermannsson fengi þægilega innivinnu fjögur ár í viðbót. Það hafðist - eruð þið ánægð? Sverrir er fíbbl sem, eins og alþjóð veit, ber enga virðingu fyrir einni mikilvægustu stétt landsins, kennurum. Kallaði þá hyski hér um árið og hef ég ei enn fyrirgefið honum. Fari hann í rassgat.
Samfylkingin - Ég kann stefnuskrá þeirra utanað, en hún hljómar svo; "Koma Sjálfstæðisflokknum frá og sjá svo til". Sundurlaus og stefnulaus hjörð undir stjórn Össurar, sem er jafn vitgrannur og hann er þéttholda. Fíbbl eins og bróðir sinn. Svo er hún Ingibjörg í lykilstöðu án þess að hafa nokkru sinni farið í prófkjör - frábært lýðræði. Jafnaðarmenn smabbnaðarmenn. Hópur af fóli sem vill komast á þing, en veit ekki til hvers.
Sjálfstæðisflokkurinn - búinn að missa það. Var frábær, en ekki lengur. Útrýmdi verðbólgu, sem hér um árið var hræðilegt orð, en allir eru búnir að gleyma hvað það vakti mikla skelfingu hér í eina tíð. Þeir eru bara orðnir gamlir og feitir. Stóðu jú, ásamt fleirum, fyrir virkjunarframkvæmdum á austurlandi, en fengu Ítali í verkið. ÍTALI! Undirmálsþjóð! Af hverju eru ítalir með yfirskegg? Til að líkjast mæðrum sínum. Stíflan hrynur, alir deyja, og það er ítölum að kenna.
Aldrei treyst fólki sem talar með öllum líkamanum.
X-I - Ingvar sem einræðisherra!
P.s. Ég er kvefaður og ekki í fíling, allt er ömurlegt, dagurinn sökkar, takk samt fyrir að lesa mig.

Wednesday, August 18, 2004

Framsóknarglyðrur

Í gær birtist heilsíðuauglýsing frá Framsóknarkonum, hvar þær krefjast þess að hlutur kvenna í ráðherrastöðum verði meiri. Nú liggur fyrir að Siv, þessi elska, verði látin fara vegna þeirra samninga sem gerðir voru milli X-D og X-B síðasta vor. Framsóknarglyðrur eru æfar og vilja Framsóknarkvendi í ráðherrastól og ekkert múður. En til hvers? Á að henda Guðna úr ráðherrastól landbúnaðar bara til að búa til pláss fyrir einhvern annan af því viðkomandi er kona? Er þetta ekki öfugt jafnrétti? Órétti og djöfulgangur? Á ekki alltaf að ráða hæfasta aðilann óháð kynferði?
Framsóknarkonur - það er út af svona bévítans kerlingavæli sem þið að sjálfsögðu fáið ekki stól og hananú! Hættið bara að grenja og gerið eitthvað af viti svo hægt verði að ráða ykkur í ráðuneyti vegna verðleika ykkar en ekki hreðjaskorts. Heilhveitis grenjuskjóður, þetta er farið að minna á Samfylkinguna...
Annars vil ég enda á að vitna í Bóa, manninn hennar Jófí frænku, en hann (bévaður harðlínukomminn) sagði nýverið Framsóknarflokkinn vera eins og reykingar - sóðalegt, óheilnæmt, fullkomlega óþarft og gegn betri vitund fullorðins fólks.
Það á greinilega við um kvenkyns flokksfélaga, allavega þær væluglyðrur sem skrifuðu undir auglýsinguna fyrrnefndu.
Aumingjar!

Trallalla

Góðir landsmenn!
Hinn síkáti rithöfundur Ingvar Valgeirsson, höfundur bókarinnar Lína Langsótt og ævintýranna um Jóakim Annaðkvöld, hefur sent frá sér nýja bók. Nefnist hún Viðskiptasiðfræði Gyðinga og er ein blaðsíða að lengd.
Útgefandi er Örn og Örvhentur.

Tuesday, August 17, 2004

Æ-dól og fleira röfl

Allskemmtilegt hvað stóð í Mogganum (málgagninu) í dag. Þar var verið að fjalla um nýju Æ-dól seríuna hvar fjöldi ungmenna mun stilla sér upp frammi fyrir Bubba, Siggu, Þorvaldi eðalmenni og alþjóð í hlutverki vélbyssufóðurs Norðurljósa. Svo mun einn eða ein taka við hlutverki Æ-dól-Bjössa af honum Kalla Bjarna í lokin. Gott og blessað allt saman, mun ég sjálfur gera í að bjóða mér í mat á föstudagskvöldum til þeirra vina og ættingja sem hafa Stöð 2, vil ei fyrir mitt litla líf missa af fyrsta þætti og hlæja dátt. En aftur að Mogganum. Flennistór fyrirsögnin yfir greininni um nýju seríuna segir "Metþáttaka í Idol". Þetta er annað árið sem þátturinn og stjörnuleitin fara fram og þegar þáttaka er "meiri í dag en í gær" er það kallað metþáttaka. Hefði ætlað að einhver ár hefðu átt að líða uns þetta ágæta orð væri notað.
Hvað um það, hver sá Björk á opnunarathöfn Ópíumleikanna? Hún var klædd, ekki bara í kjól, heldur í sviðið allt virtist vera. Sló næstum út svaninn fræga hér um árið. Ég átti hér uppi á lofti (ekki það að ég hafi háaloft, þetta bara hljómar svo vel) gamlan öskudagsbúning, svona bangsabúning, sem ég skal lána henni næst. Hann passaði á mig þegar ég var ellefu svo hann ætti að vera í réttri stærð fyrir hana.
Well, farinn til vinnu, spilandi sem vitleysingur fyrir hina vitleysingana, whoa!

Monday, August 16, 2004

Þorgerður

Við erum kannski pínuoggolítil plebbaþjóð úti á miðju ballarhafi, kvartandi yfir kulda á veturna og hita á sumrin, bjuggum við bjórleysi þar til fyrir fimmtán árum, kaupum alltof dýrt bensín, erum blindfull um helgar, vinnum eins og skepnur, borgum alltof háa skatta, kaupum alltof dýran mat og höfum aflóga kommaskratta sem forseta. En það er allt í góðu lagi. Við höfum nefnilega LANGLANGLANG-sætasta menntamálaráðherrann.

Handbolti

Handbolti er ein af þessum íþróttum, afsakið, önnur tveggja íþrótta (hin er box) sem ég nenni að horfa á í sjónvarpi (horfði á KA-Valur ´95) þó handboltinn sé víst upphaflega hannaður sem kvennaíþrótt. Ég leit því á skjáinn áðan er ég var að háma í mig kjúlla á Kaffi Setrinu við Hlemm, ekki nein Argentína svosem, en góður kjúlli og næs kall sem á plássið. Nú, handboltaleikurinn var að enda og hinn íslenski þulur (skilst að hann heiti Samúel) sagði þessa skemmtilegu setningu; Ísland lítur í lægra haldi fyrir Spánverjum eftir hnífjafnan og æsispennandi leik".
Staðan var 31-23. Er það hnífjafnt?
Meðan þetta átti sér stað var annað augað mitt á skjánum og hitt á DV (djö... vitleysa) hvar ég sá athyglisverða frétt. Spænski læknar segjast hafa fært gild og góð rök fyrir því að maríjúanareykingar geti drepið heilaæxli - ásamt væntanlega nokkrum heilafrumum í leiðinni.
Þeir segja virka efnið í hampnum koma í veg fyrir blóðflæði til æxlisins sem "svelti" því í hel. Mikið svakalega fær Bubbi ALDREI heilaæxli.

Agalegt!

Hreinn hryllingur þegar maður skrifar eitthvað, sendir það inn og tölvan krassa. Þá veit maður ei hvort pósturinn klemst á enda og allt klúðrast og maður skrifar um sama hlutinn tvisvar og lítur út eins og fíbbl og hálfviti. En hvað um það, ég hef ei í hyggju að eyða neinu hér af blogginu þó eitthvað misgáfulegt detti út úr manni. Dónaleg komment fara þó í rusladallinn (afi þinn var rusladallur) nema þau séu fyndin.
Annars er þessi mánudagsmorgun (á fætur ég fer) hreint ömurlegur því vondu mennirnir hjá Símanum eru búnir að loka farsímanum mínum, sem er vont. Eiginlega verst því ég á náttúrulega skítnóg af seðlum, en gleymdi bara að fara og borga reikninginn eins og plebbi. Bévaður hálfviti getur maður verið... en hugga mig við að þeir eru til verri (Ástþór Magnússon, Magnús Skarphéðinsson og bróðir hans, Geir Ólafsson, forseti lýðveldisins og forseti Bandaríkjanna og svo má lengi telja). Þeir eru líka til betri en það er nú önnur saga... er gott eða slæmt að vera BETRI hálfviti en einhver annar?

Sunnudagshrollvekjan

Sunnudagskvöld þetta er ekki eins og best verður á kosið. Var að spila á Flúðum í gær, kom heim kl. rúmlega 5 og vaknaði um kl. 7... rétt búinn að dotta smá í dag reyndar. Er svo að fara að leika fyrir drykkju (vonandi ekki dansi því djús er betra en dans) á Djöflíner á eftir. Smá svefnleysispirringur í mér, það er ekkert sem háhýsisþak og kraftmikill riffill með sjónauka geta ekki lagað...
Popptívípakkið er samt við sig og í gær sá ég og heyrði auglýsingu sem hljómaði sem svo : "Það er hreint rosalegt að fylgjast með fólki á djamminu í karabíska hafinu". Hvað þetta fólk er að gera djammandi ofan í hafinu veit ég ei, en getur verið að það sé við hafið, ekki ofan í því. Kvikmyndahornið þar á bæ, Sjáðu, er líka kapítuli út af fyrir sig, því þar virðast menn hafa minna vit á bíó en tólf vetra gamall sonur minn. Um daginn var t.d. umsjónarmaður þáttarins að fjalla um myndina Secondhand Lions og kvað aðalhlutverkið vera í höndum hins unga Harley Joe Osmond, sem er frábært, því leikarinn heitir Haley Joel Osment. Bévað fíbblið klúðraði öllum nöfnum drengsins.
Röfla meira seinna, farinn að ná mér í flatböku.

Sunday, August 15, 2004

Komiði sæl í hitabylgju Sveins!

Hér er heitt! Svo heitt að ég nennti ekki að verða pirraður í dag þegar ekkert var í sjónvarpinu nema ópíumleikarnir á RÚV og fóbbolt á Skjá Sveins. Stillti á Popptíví. Viti menn - málvillur og kjaftæði!
Auglýsing fyrir þáttinn Uncovered var það fyrsta sem ég sá og heyrði og hljómaði hún eitthvað í þessa átt: "Það er rosalegt að fylgjast með fólkinu á djamminu í karabíska hafinu!"
Ekki veit ég hvað fólkið er að gera Í hafinu, en líklegast þykir mér að maðurinn hafi meint að fólkið væri að djamma við karabíska hafið.
Svo kom kvikmyndaþátturinn Sjáðu, sem er í stjórn manna sem virðast vita minna um bíó en tólf vetra gamall sonur minn. Var verið að fjalla um myndina Hellboy og sagði maðurinn sem svo:
"Hellboy er leikinn af Ron Pearlman, sem virðist alltaf lenda í hlutverkum af þessum toga síðan hann lék í Beauty and the Beast". Sannleikurinn er sá að umræddur leikari hefur mest verið að leika í sjónvarpsþáttum og talað inn á teiknimyndir og tölvuleiki, auk þess sem hann lék t.d. í City of Lost Children og Enemy at the Gates. Hlutverk hans eru því jafn ólík hvert öðru eins og verið getur hjá leikara. Jafnaðist þessi setning umsjónarmanns þáttarins þó ekki við eitt sem hann sagði nýverið er hann var að fjalla um myndina Secondhand Lions. Sagði hann aðalhlutverkið vera í höndum Harley Joe Osmond og klúðaði þar með öllum þremur nöfnunum þar sem grey leikarabarnið heitir Haley Joel Osment. Strákgreyið sneri sér við í gröfinni og er ekki einu sinni dauður.
Meira síðar, er að fara að spila á Flúðum hjá Árna á Útlaganum - JIBBÍ!!!

Friday, August 13, 2004

Nokkur orð um Popptíví

Þar sem ég vakna oft snemma á morgnana, líkt og aðrir sem eiga pínlítil börn, kveiki ég oft á sjónvarpinu læt það malla í fjarska meðan ég elda mér nautasteik (besti morgunmatur í heimi, mínútusteik með soðnu grænmeti, frönskum og piparsósu) og skipti á kúkableyjum. Það er þá annaðhvort Skjár einn eða Popptíví, því ég hef ei afruglara og það er bara skjáleikur á RÚV, auk þess sem textavarpið er alltaf hálfum mánuði á eftir með fréttirnar. Skjár einn er jú á þessum tíma sólarhrings mest auglýsingar um komandi dagskrárliði auk poppmyndbanda inn á milli, allt frá gallharðasta gaddavírsrokki niður í R. Kelly. Hann einmitt á það tvennt sameiginlegt með Fiftísent að líta út eins og vitgrönn górilla og gera alveg óviðjafnanlega leiðinlega músík (nota ekki orðið tónlist í þessu samhengi). Popptíví er svipað og Skjár einn - auglýsingar um komandi þætti og stöku poppvídeó (mest drepleiðinlegt píkupopp og eitthvað blökkumanna arr enn bí eða hipphopp) inn á milli... en af hverju þessir þættir? Þetta er farging popptónlistarsjónvarp og myndi halda athygli minni mun betur ef ekki væru einhverjir helv... þættir eins og Uncovered (þar sem fylgst er með fólki á fylleríi og rugli annarsstaðar í heiminum), Paradise Hotel (hvar ungmenni ríða hvert öðru í veikri von um að fá að vera lengur í þættinum), TVíhöfði (skemmtilegt, en ætti náttúrulega bara að vera á Stöð 2), karlrembuþátturinn Man Show, einhver stand-up þáttur, teiknimyndaserían Stripparella og ég veit ei hvað og hvað. En átti þetta ekki að vera popptónlistarsjónvarp? Þetta heitir Popptíví, ekki satt? Það er tónlistarmyndband á að meðaltali hálftíma fresti ef það nær því og poppfréttir sem eru beisikklí sömu fréttir af fræga fólkinu og eru í Fréttablaðrinu - í sömu röð. Svo ekki sé talað um 70 mínútur - þeir þurfa engan ógeðisdrykk, þetta er ógeðisþáttur. Þrír fullorðnir menn sem haga sér líkt og fermingardrengir á kókaíni. Hvað gæti mögulega verið leiðinlegra? Ég myndi frekar sitja gegnum heilt prógram hjá Geir Ólafs og (tann)Furstunum heldur en að sjá enn einn svona þátt frá upphafi til enda. Það væri líka kostur ef þessir menn væru talandi (brjóstahaldari - ekki brjóstaRhaldari) þar sem áhorfendur eru líklega að mestu eða öllu leiti fólk milli 12 og 15, miðað við hegðan umsjónarmanna þáttarins. Fólk í fjölmiðlum hefur skyldum að gegna og ein af þeim er að tala sómasamlega íslensku. Það virðist þó vera nokkuð sem starfsmenn ljósvakamiðla Norðurljósa hafi ákveðið vísvitandi að sleppa með öllu. Heyrði til dæmis eitt sinn á FM setninguna "korter gengin í sex vantar klukkuna" þegar úrið mitt sýndi 18:15. Mikið er gott að vita af mönnum eins og Frey á Rás 2, sem geta þó komið sómasamlega myndaðri setningu út úr sér án þess að svitna, auk þess sem hann veit í það minnsta eitthvað um tónlist sem kom út fyrir árið 2003.
Fólk ætti, þegar það sækir um starf í poppþætti á ljósvakamiðli, að þurfa að taka próf sem gæti verið eitthvað í þessa átt;
1. Hvað heita liðsmenn Stuðmanna? Aukastig fyrir nöfn þeirra fyrrum liðsmanna sem sömdu Popplag í G-dúr og Í bláum skugga.
2. Hvað hétu liðsmenn Bítlanna, upptökustjórinn (fimmti bítillinn) og upphaflegi trommarinn?
3. Hvert er rétt nafn Elton John?
4. Hver var hljómborðsleikari á fyrstu plötum Skítamórals? (ein píkupoppspurning með... hehe).
5. Hvaða meðlimur Rolling Stones dó í sundlaug?
Þetta eru svona spurningar sem flestir, sem á annað borð eru eitthvað inni í popptónlist, ættu að gera svarað... spurjið nú einhvern FM eða Popptívístarfsmann og athugið hvað þeir hafa marga rétta. Frosti og Einar Ágúst vita þetta örugglega, hvað með restina...
Nú, vík mér að öðru. Af hverju eru öll myndbönd með svörtum artistum með hálftíma byrjunaratriði? Það er alltaf einhver sena í byrjun svo popparinn geti demonstrerað "leiklistarhæfileika" sína, auk þess sem oftar en ekki er gert hlé í miðju lagi fyrir einhverja senu. Alveg óþolandi, þar sem biðin eftir næsta lagi lengist við þetta. Virðist sem allir vilji freta í fótspor Ice - bræðranna (Ice-T og Ice Cube) og verða leikarar þegar þeir verða stórir. Ætli allir svartir poppartistar haldi að þeir séu næsti Will Smith (the artist formerly known as Fresh Prince)? Svona byrjunaratriði voru voða fín fyrir 20 árum hjá Michael Jackson, en þessir blökkumenn eru bara ekki Micheal Jackson og Michael Jackson er ekki lengur blökkumaður...
Lifið heil - Hitler.

Thursday, August 12, 2004

Bévuð geðveiki

Halló!
Jú, maður var að spila í forföllum í gær á Djöflíner og var það eitt það súrasta sem ég man eftir, því er ég mætti til svæðis voru ca. 50 - 60 skoskir fótboltavitleysingar fyrir utan staðinn og annað eins af þessum plebbum inni. Ef það er eitthvað fólk sem mér finnst leiðinlegt er það erlent íþróttahyski á fylleríi. Í bræðslu með þetta pakk. Fullir íþróttahálfvitar frá útlöndum eru nebblega tillitslausasta, leiðinlegasta, hávaðasamasta og minnst aðlaðandi fólk sem sögur fara af, svona kannski fyrir utan Fiftísent. Það er þó samt allavega hægt að slökkva á honum.
Nú, maður spilaði og spilaði og það var voða stemming á skotunum, versta að það mátti ei líða sekúnda milli laga, þá voru þeir farnir að syngja íþróttabaráttusöngva, sem mér finnst jafnvel leiðinlegri en írsk þjóðlagatónlist.
Nokkrir hlutir sem er óhollt að segja við skoskar fóbboltabullur;
1. Sorry, I don´t understand a word you´re saying, because you´re Scottish.
2. Why are you wearing women´s clothing, are you a faggot, mister Scottish footballidiot?
3. Sean Connery, worst Bond EVER! (Samræmist ei skoðun minni á nokkurn hátt, bara frábær svipur á þeim þegar þeir heyra þetta).
4. Could you speak English, please (eftir að viðkomandi er búinn að bulla á óskiljanlegri ensku í dágóðan tíma).
Allt þetta sagði ég í gær og furða mig enn á að vera hérna megin gröfunnar.
Nú, eftir giggið (gigg, svona popparamál, þó ég sé smápoppari má ég tala svona) rauk ég yfir á Graut á Stöng að fá mér einn svellkaldan fyrir heimsleiðina. Hafði reyndar skotist yfir í pásu að sjá Doors tribbjútbandið með Björgvin Franz-brauð í broddi fylkingar. Haldiði að hún Pink hafi bara ekki hreinlega verið þar í góðum fíling að drekka brennivín og spila púl, ju minn. Sagði hæ við hana og Stebba Stuð og fór svo heim að sofa úrvinda og fékk ljótar martraðir um erlenda fótboltahálfvita.
Bönnum boltann!
Ingvar Antisport.

Miðvikudagskveld

Á leið niður á Döbb að taka aukavakt, þar sem Bjarni Tryggva (ekki bróðir Bjarka Tryggva né Bjarna Ara) er fastur í sveitinni. Aukapjéningur, alltaf gaman. Ég er hreint að deyja úr spennu, því magnarinn minn fíni kemur til mín á morgun og verður þá gleði mikil á mínu heimili.
Annars er ég fínn áðí í sumarfríinu mínu, ánægður með veðrið sem ég fékk í dag, nema hvað sólin skein fullmikið gegnum gluggatjöldin meðan ég var að klára nýju 24-seríuna. Jack Bauer er alveg minn maður, hlýtur að fá alveg heví mikið í yfirvinnu fyrst hann vinnur alltaf heilan sólarhring í einu. Gott að það er ei yfirvinnubann á þeim bænum, þá væri heimurinn búinn að líða undir lok alloft.
Litlisveppur (Stefán sonur minn) er byrjaður hjá dagmömmu, sem virðist alveg hin frábærasta. Ætti að vera vön bleyjuskiptum og táraþurrkunum þar sem hún á ein sex stykki sjálf, sem öll hafa komist til manns og gott ef ekki mennta.
Svo að lokum vil ég taka fram, vegna ummæla minna um hann Fiftísent í morgun, að ég er ekki ofbeldisfullur maður - þessi rappari bara fer í mínar fínustu. Sjálfur er ég mannvinur og yndislegt friðelskandi góðmenni, skilningsríkur, barngóður, ástríkur og fallega þenkjandi. Ef einhver heldur öðru fram þá drep ég hann!!!
Ingvar í hring.

Komment!

Hey, ég held ég hafi verið að koma kommentakerfi í gang! Rífið nú kjaft og svarið mér blindfullum hálsi, hver sem betur getur! JIBBÍ!!! Vona að þetta virki...
Svakalega er maður lengi að þessu sökum þess að ég er tölvuheftur og haldinn því sem kallað er "skjáblinda", sem lýsir sér í því að maður nennir ekki að kunna á svona drasl!
Ingvar Gates.

Wednesday, August 11, 2004

Miðvikudagröflið

Komiði sæl, gott fólk og annað fólk.
Mér varð eilítið litið á sjónvarpsskjá nýverið hvar hoppuðu um nokkrir hálfbjánalegir röflandi unglingspiltar sem kalla sig XXX Rottweiler. Mikið svakalega er þetta asnalegt "krjú", svo maður noti þeirra eigið tungumál. Er skylda að láta eins og spastískur OG þroskaheftur þó maður flytji ákveðna tegund "tónlistar"? Agalega skrýtnar handahreyfingar og hopp og læti. Mér skilst að þessir hundar eigi að hita upp fyrir hann 50 cent (36 krónur og 50 aurar skv. gengi í dag) í kvöld í Laugardalshöll ásamt annarri íslenskri rappsveit, Quammstangi. Það er gott að það er einhver sem getur eitthvað á þessum konsert, því hvorki geta Rottweiler né fiftísent rappað.
Rapp hef ég alltaf talið vera tal eða flutningur á texta í ákveðnum takti. Rottweiler, og þó sérstaklega fiftísent, hafa þann ókost, að því er virðist, að vera ótalandi með öllu. Sá viðtal við fiftísent og hans menn nýverið og var það sársaukafullt. Mannapinn gat ekki komið upp úr sér skiljanlegu orði, nema hvað að hann talaði um að hafa verið skotinn alloft. Óskiljanlegt að það hafi ekki verið oftar og bið ég þann sem skýtur hann næst í nafni alls sem er heilags að vanda sig betur og koma fíflinu undir græna torfu. Bíð ég gítarmagnara að eigin vali í verðlaun.
Rapp sem mér finnst skemtilegt (er ég ei mikill rappkall þó);
Ice Cube - tékkið á Predator plötunni, hún er sérdeilis skemmtileg
Public Enemy - þeir eru svo kúl að Steven Stills söng með þeim
Tongue Twister - einhver smástrákur sem átti einhverja smelli rétt uppúr ´90, rappaði hraðar og öruggar en flestir aðrir, svona einhverskonar Eddie Van Halen rappsins.
Vanilla Ice - nei, ég er að grínast, hann sýgur feitan.
Bæ í bili;
Ice-Ingvar.

Tuesday, August 10, 2004

Mánudagskvöld og mig langar á ball!

Ollrætíðenn, gott fólk!
Helgin nýliðna var aldeilis skemmtileg, svo skemmtileg að ég var kominn inn í draumalandið (ekki hljómsveitina samt) klukkan 10 á föstudagskvöldið. Hafði rekið frúna út að leika og var heima með strákinn minn yngri með þessum skemmtilegu afleiðingum.
Laugardagurinn var nú öllu líflegri, en þá fótum við gamla í innflutningspartý til Bryndísar Ásmunds og Atla eðalmennis eitthvað lengst út í sveit (Seltjarnarnes). Var þar aldeilis margt um manninn og konuna og hef ég sjaldan séð svona marga í einu húsi sem ekki hefur vínveitingaleyfi. Þar sem þau B&A eru bæði leikarar var þar fullt af fólki úr þeirri stétt. Aldrei skilið leikara svona sjálfur, set alltaf samasemmerki milli fólksins og hlutverkanna. Hefur til dæmis fundist Björn Jr. vera geðveikur síðan ég sá Engla alheimsins. Kannski fannst mér það líka áður, man ei svo langt aftur í tímann.
Fór svo til bæjar ásamt Stuðboltanum og Einari í Egó og fékk mér smá Bacardi Breezer Pineapple sem er alveg mín ólyfjan þessa dagana. Svakalega er ég mikil kelling stundum.
Lék svo í gærkvöldi á Döbb venju samkvæmt og var stuð. Mættu nokkrir stripparar og það er eins og við manninn mælt, eftir smá áfengi halda þær að þær séu komnar í vinnuna. Það verst var samt að þær voru eiginlega forljótar, hefði ekki borgað tvær lírur fyrir prívatsjó hjá þeim.
Nú, dagurinn í dag var svo bráðskemmtilegur þar sem ég er í sumarfríi en gamla upptekin. Ég var því með litlasvepp ásamt hinni ársgömlu Nadíu sem er dóttir Inga Vals vinar míns. Var þar grátið og hlegið til skiptis í kór.
Annars heyrði ég fóbboltafíbbl segja eitt skemmtilegt í útvarpinu nýverið;
"Leikurinn lyktaði af jafntefli" og geri aðrir betur.
Best að fara í vinnuna á bar Satans, langar bara til að koma eftirfarandi á framfæri til þeirra sem við á;
Dómínós - þið gerið bestu auglýsingar í heiminum, myndi hjálpa ef pizzurnar ykkar væru líka ætar, en ekki eins og bylgjupappi með gubbi ofaná. Eldsmiðjan rúlar!
Meira á morgun, þangað til þá, adíós!

Saturday, August 07, 2004

Skarð fyrir Skildi... Eyfjörð

Jibbí! Lásuð þið greinina í Fréttablaðrinu á bls. 4 um leðurhommana? Eins og ég hef ritað um áður er Össurarbróðirinn að rífa kjaft og segir menn ekki eiga að klæðast leðri. Frábært. Skjöldur Eyfjörð segir þar nokkur vel valin orð. Eftir að hafa sagt að fæstir noti leður, heldur frekar gervileður og plast, svo eigi nú allir leðurskó og sófasett svo "ég veit ekki hver tilgangurinn er að fara út á götu og æpa að það eigi ekki að nota leður. Við erum að éta þessi dýr og af hverju á þá ekki að nýta húðina?"
Eða með öðrum orðum: Magnús Skarphéðinsson - farðu í rassgat!
Langar mig að benda títtnefndum Magnúsi á að það vita allir hvaðan leðrið kemur - okkur er bara sama. Éttu nú gulrótina þína, finndu tiltölulega sársaukalausa (eða sársaukafulla, eins og mér sé ekki sama) aðferð til að stúta þér og framkvæmdu hana. Bið svo að heilsa hinum draugunum þegar þú kemur yfir.

Friday, August 06, 2004

Föstudaxmorgunzbloggið

Nú, jæja. Stóð við það sem ég sagði í gær og hafði í kvöldmatinn nautasteik með piparsósu, soðnu grænmeti og frönskum krakkmellum, allt til heiðurs Magnúsi H. Skarphéðinssyni. Alex, eldri sonur minn á landsbyggðinni (Grafarvogi) kom og var hjá okkur. Var heimilisgleðin mikil því ég fékk í hendurnar í gær nýja 24-kassann á DVD. Jibbí! Jack Bauer hefur nú samt verið hressari en í dag, þegar hann þarf að kljást við hvern hryðjuverkamanninn og dópsalann á fætur öðrum. Sofnaði yfir þessu einhverntíma í nótt, en kerla mín og eldri sonur voru enn glaðvakandi í fíling.
Jú, þetta er ungt og leikur sér.
Langar að biðjast einnig velvirðingar (vélmyrðingar) á að slóðin á myndina Orange County á imdb.com er röng hér að neðan, er í raun http://imdb.com/title/tt0273923/. Ef maður fer á þá slóð sem ég setti getur maður nebblega endað á ósí þáttunum sem sýndir eru á Skjá einum. Þeir eru sérdeilis alveg hræðilegir eins og vinur þeirra Vonntríhill. Leiðindasteypa.
Langar svo að minnast að lokum á komment Brynhulu af skaganum (af hverju er það ekki kallað að vera Akranesingur eða nefna bæinn Akurnes... "Akranes" og "Akurnesingar" passar ekkert), sem kallaði í kommenti sínu Stabba Hilmars "Stefán Hil-aríus". Stebbi er ekki Hillaríus, það var Bill Clinton!
Góðar stundir og hafiði það manna bezt og til hamingju með ammælið, litli bróðir minn hann Viddi!

Thursday, August 05, 2004

Sjáðu endilega...

eftirtaldar myndir. Myndir sem ekki allir hafa séð, en allir ættu að hafa séð. Sumar eru til á James Bönd í Skipholtinu, aðrar fást hjá Sigga í 2001 á Hverfisgötu.

1. Orange County - með Colin Hanks, syni Tom Hanks (og Colin Farrel, hahaha) og Jack Black. Chevy Chase bregður líka fyrir. MJÖG skemmtileg. Leikstjóri Jake Kasdan, sonur Lawrence Kasdan.
http://imdb.com/find?tt=on;nm=on;mx=20;q=orange%20county


2. New Blood - m. John Hurt ásamt Matrixfólkinu Joe Pantolíaninó (hver man þetta nafn) og Carrie-Ann Moss. Hálfgerður viðbjóður, en ekki alger. Allir dauðir fyrir hlé.
http://imdb.com/title/tt0177943/

3. State of Grace - m. Sean Penn og konunni hans og Ed Harris og Gary Oldman og öllum þessum kellingum. Sami leikstjóri og gerði Rattle and Hum.
http://imdb.com/title/tt0100685/

4. Boondock Saints - ef þú hefur ei séð hana, HVAÐ ER AÐÐÉR?
http://imdb.com/title/tt0144117/

5. Gangster no. 1. - Paul Bettany er gangster ungur, Malcolm McDowell er gangster gamall. Gangsterinn gefur andstæðingunum stundum raflost í pung áður en hann hendir þeim út um gluggann...
http://imdb.com/title/tt0210065/

bendi á fleira seinna, nennessekki núna. Takk og bæ.


Magnús leðurvinur og dýrahommarnir

Magnús Skarphéðinsson heitir maður einn allnokkuð landskunnur fyrir að vera það sem kallað er "sérstakur". Við vitum öll hvað það þýðir. Hann er meðlimur, ef ekki formaður Hvalavinafélagsins, Músavinafélagsins, Bítlavinafélagsins... nei, það er ekki hann. Hann er í Sálarrannsóknarfélaginu og Draugavinafélaginu og ég veit ekki hvað og hvað. Hann hefur aldeilis gert sig út sem andstæðing hvalveiða og bara yfirhöfuð virðist vera á móti því að drepa dýr, sama hvaða nöfnum þau nefnast. Nú er hann fúll út í hommana og lessurnar því yfirskrift Gay Pride 2004 er eitthvað eins og "Ást og leður" eða eitthvað í þeim dúr. Hann ætlar að mótmæla á Hlemmi á laugardag þegar skemmtisiglingin niður Laugaveg byrjar - með lifandi belju í bandi! Hann vill benda á að bakvið sérhverja leðurskó, vesti og kvalalostavipu (kvalavinafélagið) er þjáning dýrs.
Magnús, ég vona að þú sért að lesa þetta. Mig langar að segja þér að þú ert fífl og hálfviti eins og bróðir þinn, bara þú ert VERRI! Ég man ekki eftir að hafa haldið með leðurhommum áður.
Ætla ég, Magnúsi til heiðurs, í kvöld að fá mér sveitta nautasteik. Ég ætla líka að fá mér búrger í hádeginu og pítu með buffi í kaffinu. Einhver dýr dóu við gerð þessa matar og mér er alveg nákvæmlega sama.
Svo langar mig að benda áþáttinn Nylon sem er á Skjá einum. Einn styrktaraðila þáttarins er nefnilega "Aría heildverslun". Hvað fæst þar eiginlega, hvítir kirtlar með KKK merkinu framaná?
Lúgerar, Smæsserar og gæsagangsátfitt? Hvaða fíbbl nefnir verzlun sína "Aría heildverslun"? Hvað er að þessu fólki? Ætli þetta sé heimasíða búðarinnar?
www.stormfront.org
Maður bara smyr sig, sko...
Svo má benda á að konan mín, hún Helga, á ammæli í dag. Ég fór áðan og keypti handa henni pakka - af Winston lights.


Wednesday, August 04, 2004

Íslensk textagerð voljúm 1

Stefán Hilmarsson heitir einn af mínum uppáhalds íslenskum söngvurum. Hann er ekki bara söngspíra í toppklassa heldur einnig semur hann megnið af textum Sálarinnar og eru margir hverjir alveg feykivel úr garði gerðir.
Eitt söng hann hér í eina tíð í lagi sem mig minnir að heiti "Ekkert sem að breytir því";

"Oft á tíðum á ég ekki nógu hægt um vik með að sá eða gefa af sjálfum mér."

Ef maður hugsar þetta textabrot til enda... þýðir þetta ekki bara "Ég get ekki dúndrað þig þegar þú ert á túr"?
Bara að pæla, sko...

Ammælis no. 2

Svo á litli bróðir minn, hann Viddi litli múrari og slökkvikall, ammæli sama dag og Hírósímasprengingin skemmtilega, þ.e.a.s. ekki morgun heldur hinn, þann sjötta ágúst. Á ég að gefa honum eitthvað og þá hvað?
Hugmyndir sendist á... sjá hér að neðan.

Ammælis

Tjellingin mín á ammæli á morgun. Hvað á ég að gefa henni? Hugmyndir leggist inn á kommentakerfið, ef það virkar, eða sendist á brilljantin@hotmail.com. Takk fyrir kærlega. Ráðþrota eiginmaðurinn.

Enn og aftur Bond

Nú, jæja. Í frétt í dag á mbl punktur fimmtán er enn ein frétt um hver á og hver á ekki að leikka Bond. Jú, Orlandó Blúm mun víst REYNA að leika Bond í einhverri "þegar hann var ungur" mynd og nú er fréttin sú að Eric Bana mun víst ekki leika Bond. Gott. Hann getur nebblega ekki rassgat. Fyrir þá sem trúa mér ekki má benda á örlítinn mónólóg sem hann átti í Black Hawk Down, þar sem hann á 30 sekúndum lækkaði myndina um hálfa stjörnu með stjörnuóleik þegar hann talaði um tilgang stríðsins.
Ég er með hugmynd annars... Hugh Grant sem Bond og ekki orð um það meir! Hann er fjallmyndarlegur, ramm-enskur og getur tiltölulega skammlaust leikið hvað sem er. Fyrir þá sem hafa aldrei séð hann nema í rómantískum gamanmyndum (semsagt þeir sem mega ekki fara í bíó án konunnar og þær fá að ráða hvaða mynd) má benda á Small Time Crooks eftir erkisnillinginn Woody Allen. Þar fer Hugh Grant mikinn og hefði alveg mátt fá Óskarinn fyrir.
Skrifa ei meira, Stebbi Stuð er nebblega veikur heima svo við Fúsi í Rickshaw erum tveir á vaktinni. Bara gaman, enginn matartími, best að fara að taka til í sjoppunni og vera í STUÐI!!!

Miðvikudagsmorgunn, á fætur ég fer...

Ég er bara enn að reyna að ná mér eftir törn dauðans í búðinni í gær. Við Stebbi vorum með allar sjö hendur fullar að selja eins og mófós og svitnuðum næstum jafn mikið og á Djöflíner um daginn (sjá fyrri blogg). Var að fá þær Guðdómlegu fréttir að nýji gítarmagnarinn minn væri kominn af stað til landsins en hann má skoða hér;
http://peavey.com/products/shop_online/browse.cfm/action/details/item/00324010/wc/1A1B221/fam/TA/tcode/1/5150.cfm
og ekki orð um það meir.
Nú lækkar væntanlega fasteignaverð í Hlíðunum eitthvað...

Tuesday, August 03, 2004

KB bankinn

Mér skilst að u.þ.b. 8000 manns hafi staðið upp á endann á laugardagskveldið að hlusta á EGÓ í Eyjum. Þeir voru ALLIR áðan að bíða eftir afgreiðslu í KB banka á Hlemmi...

Verzlunarmannahelgi Sveins!

Helgin var ekki ömurleg og ég sá ekki Moldrok leika í festi. Ég fór hinsvegar í grill og lék nokkur lög á föstudaxkveld áður en reykspólað var af stað á Flúðir. Þar bauð Óli Bakk í Logum, pabbi Hanna Bakk í Skímó og Írafári, í grill í ansi hreint veglegum sumarbústað/hjólhýsi. Eftir svínakjötsát og rommíkakódrykkju var haldið á Útlagann hvar Skímó léku órafmagnaðir. Þar enduðum við Óli Bakk uppi á sviði spilandi og syngjandi í gríðargóðum fíling þó tónhæðir og tempó væru eitthvað farin að vefjast fyrir manni sökum safadrykkju. Var að sjálfsögðu talið í Logasmellinn "Minning um mann" (hæddu hann og gerðu að honum Gis and the Big city band).
Var svo eftir dansleikinn haldið til Akureyris (elska skaltu náunga þinn eins og KEA) og gónt á Die Hard 2 í rútunni. Komust þar ferðafélagarnir að því að maður hafði séð hana of oft og lá við að maður væri laminn.
Á Akureyri var laugardagurinn með rólegasta móti, fór ásamt kerlu og yngri syninum í grill til Jóa og Kötu og át heila rollu og eina kartöflu. Kata þessi er ólétt af tvíburum og er þessvegna alveg útum allt. Sofnaði svo heima hjá ma og pa yfir Broken Arrow í sjónvarpinu og ég og mamma hrutum í kór.
Sunnudagurinn var hinsvegar frábær fyrir utan að ég og Haukur frændi komumst ekki í gókart eins og við höfum lengi ætlað okkur. Eftir mat hjá mömmu fórum við gamla (Helga konan mín - ekki mamma) í hús og svo á ball með Íslenska fánanum á Oddvitanum. Va þar Björn Jr. fremstur í flokki, kengbeyglaður í framan sökum kinnbeinsbrots. Söng hann þó af miklum móð og dáðist ég að honum fyrir að láta ekki smámuni eins og beinbrot stoppa sig á ballinu og gaf hann ekkert eftir. Myndi taka ofan ef ég ætti hatt. Stuðboltinn var einnig gríðarlegur á kantinum með fráhneppt og lá við að hann múnaði. Verst þótti mér að sjá ekki Jón Boss sjá um bössun fyrir Gis frænda kántrýbolta (pæliðíðí, Gis var einu sinni lopapeysukommi). Skilst að Jón hafi vakið athygli og aðdáun fyrir óvenju taktfasta vinstri löpp.
Þetta blogg er orðið alltof langt og fariði í.... háttinn.