Monday, August 16, 2004

Agalegt!

Hreinn hryllingur þegar maður skrifar eitthvað, sendir það inn og tölvan krassa. Þá veit maður ei hvort pósturinn klemst á enda og allt klúðrast og maður skrifar um sama hlutinn tvisvar og lítur út eins og fíbbl og hálfviti. En hvað um það, ég hef ei í hyggju að eyða neinu hér af blogginu þó eitthvað misgáfulegt detti út úr manni. Dónaleg komment fara þó í rusladallinn (afi þinn var rusladallur) nema þau séu fyndin.
Annars er þessi mánudagsmorgun (á fætur ég fer) hreint ömurlegur því vondu mennirnir hjá Símanum eru búnir að loka farsímanum mínum, sem er vont. Eiginlega verst því ég á náttúrulega skítnóg af seðlum, en gleymdi bara að fara og borga reikninginn eins og plebbi. Bévaður hálfviti getur maður verið... en hugga mig við að þeir eru til verri (Ástþór Magnússon, Magnús Skarphéðinsson og bróðir hans, Geir Ólafsson, forseti lýðveldisins og forseti Bandaríkjanna og svo má lengi telja). Þeir eru líka til betri en það er nú önnur saga... er gott eða slæmt að vera BETRI hálfviti en einhver annar?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home