Thursday, August 12, 2004

Bévuð geðveiki

Halló!
Jú, maður var að spila í forföllum í gær á Djöflíner og var það eitt það súrasta sem ég man eftir, því er ég mætti til svæðis voru ca. 50 - 60 skoskir fótboltavitleysingar fyrir utan staðinn og annað eins af þessum plebbum inni. Ef það er eitthvað fólk sem mér finnst leiðinlegt er það erlent íþróttahyski á fylleríi. Í bræðslu með þetta pakk. Fullir íþróttahálfvitar frá útlöndum eru nebblega tillitslausasta, leiðinlegasta, hávaðasamasta og minnst aðlaðandi fólk sem sögur fara af, svona kannski fyrir utan Fiftísent. Það er þó samt allavega hægt að slökkva á honum.
Nú, maður spilaði og spilaði og það var voða stemming á skotunum, versta að það mátti ei líða sekúnda milli laga, þá voru þeir farnir að syngja íþróttabaráttusöngva, sem mér finnst jafnvel leiðinlegri en írsk þjóðlagatónlist.
Nokkrir hlutir sem er óhollt að segja við skoskar fóbboltabullur;
1. Sorry, I don´t understand a word you´re saying, because you´re Scottish.
2. Why are you wearing women´s clothing, are you a faggot, mister Scottish footballidiot?
3. Sean Connery, worst Bond EVER! (Samræmist ei skoðun minni á nokkurn hátt, bara frábær svipur á þeim þegar þeir heyra þetta).
4. Could you speak English, please (eftir að viðkomandi er búinn að bulla á óskiljanlegri ensku í dágóðan tíma).
Allt þetta sagði ég í gær og furða mig enn á að vera hérna megin gröfunnar.
Nú, eftir giggið (gigg, svona popparamál, þó ég sé smápoppari má ég tala svona) rauk ég yfir á Graut á Stöng að fá mér einn svellkaldan fyrir heimsleiðina. Hafði reyndar skotist yfir í pásu að sjá Doors tribbjútbandið með Björgvin Franz-brauð í broddi fylkingar. Haldiði að hún Pink hafi bara ekki hreinlega verið þar í góðum fíling að drekka brennivín og spila púl, ju minn. Sagði hæ við hana og Stebba Stuð og fór svo heim að sofa úrvinda og fékk ljótar martraðir um erlenda fótboltahálfvita.
Bönnum boltann!
Ingvar Antisport.

1 Comments:

Blogger brynhula said...

jahá! Sei sei sei og svei mér þá.......ætli ég fari þá ekki bara út á Langasand.....að synda......í sandinum....og sólinni.

1:31 PM  

Post a Comment

<< Home