Friday, August 27, 2004

Da Vinci lykillinn og Kalli Sigurbjöss

Var að klára að lesa Da Vinci lykilinn. Hún er alveg frábær... framan af. Svo verður hún eigilega hálfgert sorp í lokin. Lesið hana samt, hún er svaka skemmtileg yfir heildina.
Guðfræði bókarinnar er þó, svo vægt sé til orða tekið, umdeilanleg. Margar skemmtilegar pælingar sem menn hefðu verið brenndir fyrir á árum áður.
Bjarni vinur minn, Guðfræðingur með (m)eyru og nærri því alvitur, sendi mér allforvitnilega slóð. Svo virðist sem biskup vor og andlegur leiðtogi (meira að segja af generasjón tvö), Karl nokkur Sigurbjörnsson, hafi lesið bókina einnig og má sjá allskemmtilega umsögn hans hér:
http://www.kirkjan.is/?trumal/pistlar/fagnadarerindi_da_vinci_lykilsins.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Þegar maður skrifar skáldsögu og vitnar í skáldsögu þá tekur maður sénsa sem virkaði greinilega hjá Brown. Enda selur hann bækur sínar eins og motherfokkíng fokker og ein á leiðinni sem á eftir að seljast eins og motherfokkíng lummuslummur.
Tvær vinsælustu skáldsögurnar í dag eru greinilega þessi nýja eftir Brown um kóðan hans Da Vinci og þessi gamla eftir ýmsa höfunda sem hafa diktað upp sögur, sennilega fyrir mat þarna um árið.
N.N.

11:54 AM  
Blogger brynhula said...

Af gefnu tilefni vil ég benda á rugling sem hefur orðið á orðatiltækinu með heitu lummurnar.....orðatiltækið er svohljóðandi: Rennur út eins og heitar lummur. En margir virðast hafa ruglað þessu eitthvað og segja eftirfarandi: Selst eins og heitar lummur. Það er bara einfaldlega ekki rétt, fyrir utan að ég hef aldrei séð heitar lummur til sölu nokkurs staðar...........reyndar hef ég séð eitthvað sem líkist lummum í stórmarkaði í Manchester, en reyndist svo vera bragðvont drasl sem kallast Skon, salt og ógeðslegt og ekkert eins og heitu lummurnar sem amma mín (Eva 91 árs) bakar og renna út, ja, líkt og heitar lummur eiga að gera.

Takk fyrir og góða helgi

3:26 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka þér fyrir innleggin, Brynhula mín. En þú hinn þarna, kommenteraðu undir nafni. N.N. segir oss lítið, nema þú heitir Nikulás Náriðill.

3:35 PM  

Post a Comment

<< Home