Thursday, August 19, 2004

Dagný

Hún Dagný framsóknarkerling er í uppáhaldi hjá mér í dag, því hún er frábær. Hún rís upp gegn vælinu í hinum framsóknarkonunum og er bara í stuði, finnst að fólk eigi að vera fólk en ekki bara karlar og konur. Fólk eigi að vera dæmt að eigin verðleikum, en ekki fá stöður vegna kynferðis. Dagný er æði, verst hún er í þessum plebbaflokki. Annars eru þetta allt plebbaflokkar.
Framsókn: Leita voða mikið til bænda eftir atkvæðum, en bændur eru einmitt baggi á þjóðfélaginu og á að vera búið að afnema styki til þeirra fyrir löngu. Eins og hver annar bissniss, þetta bara á að ganga eða ekki. Hættið að henda skattpeningunum mínum í eitthvað útálandilið. Bændur, ef þið eruð óánægðir - fáið ykkur aðra vinnu, það er ekki sjálfsagt að þið fáið að vera bændur bara af því ykkur langar til þess og þjóðin þurfi að borga með ykkur svo þið fáið að búa í sveitasælunni.
Vinstri grænir - bönnuðu einkadans. Ekki það að ég hafi mikið notfært mér þá þjónustu, en af hverju þarf að banna allt? Ef maður fílar ekki stripp er ekkert einfaldara en að fara ekki að sjá stripp. Hvað er einfaldara en að gera EKKI eitthvað? Svo eru þetta kommaskrattar og svoleiðis skítapakk verður tekið af líf (í besta falli húðstrýkt) opinberlega þegar ég verð einræðisherra. Ekki Bói, maðurinn hennar Jófí frænku samt. Hann er nebblega kommi. VG voru svo á móti lækkun fyrirtækjaskatts, enda í þeirra augum atvinnurekendur holdgerfingar auðvaldsins, sem er ímynd Satans fyrir þeim. Vilja heldur ekki virkjanir, en hvað í heiminum er fallegara en vel heppnað uppistöðulón?
Frjálslyndir - hópur af plebbum sem voru settir fram upphaflega til að Sverrir hlandhaus Hermannsson fengi þægilega innivinnu fjögur ár í viðbót. Það hafðist - eruð þið ánægð? Sverrir er fíbbl sem, eins og alþjóð veit, ber enga virðingu fyrir einni mikilvægustu stétt landsins, kennurum. Kallaði þá hyski hér um árið og hef ég ei enn fyrirgefið honum. Fari hann í rassgat.
Samfylkingin - Ég kann stefnuskrá þeirra utanað, en hún hljómar svo; "Koma Sjálfstæðisflokknum frá og sjá svo til". Sundurlaus og stefnulaus hjörð undir stjórn Össurar, sem er jafn vitgrannur og hann er þéttholda. Fíbbl eins og bróðir sinn. Svo er hún Ingibjörg í lykilstöðu án þess að hafa nokkru sinni farið í prófkjör - frábært lýðræði. Jafnaðarmenn smabbnaðarmenn. Hópur af fóli sem vill komast á þing, en veit ekki til hvers.
Sjálfstæðisflokkurinn - búinn að missa það. Var frábær, en ekki lengur. Útrýmdi verðbólgu, sem hér um árið var hræðilegt orð, en allir eru búnir að gleyma hvað það vakti mikla skelfingu hér í eina tíð. Þeir eru bara orðnir gamlir og feitir. Stóðu jú, ásamt fleirum, fyrir virkjunarframkvæmdum á austurlandi, en fengu Ítali í verkið. ÍTALI! Undirmálsþjóð! Af hverju eru ítalir með yfirskegg? Til að líkjast mæðrum sínum. Stíflan hrynur, alir deyja, og það er ítölum að kenna.
Aldrei treyst fólki sem talar með öllum líkamanum.
X-I - Ingvar sem einræðisherra!
P.s. Ég er kvefaður og ekki í fíling, allt er ömurlegt, dagurinn sökkar, takk samt fyrir að lesa mig.

6 Comments:

Blogger brynhula said...

heyrðu allt í einu er ég sammála þér..........mér finnst Dagný unaður, já unaður sagði ég mmmmm Dagný....# ? !....afsakið gleymdi mér aðeins.......ehemm......mundu bara Ingvar minn :Fólk en ekki flokkar!

12:25 PM  
Blogger brynhula said...

mmmmmmmmm Unaður!!!!!!!

12:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

http://nemendur.khi.is/helgolse/litla_fjolskyldan_min.htm
Fann þetta þegar ég var að leita að bloggsíðunni þinni. Gaman gaman. Fallegur á þessum myndum.


Pedro - http://donpedro.blogspot.com

12:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er svo algjörlega sammmmmla þér með þennan sirkus við Austurböll, sérstaklega Framsókn (animallistann). Af hverju í helvínu erum við að halda uppi alltof stórri bændastétt? kannski til að blessaðir ruslakallarnir hafi eitthvað að gera við að URÐA umframrollur sem enginn vill éta.

kv
Geir Magnússon
Höfundur er bitur og pirraður vísitöluplebbi.

11:57 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Animal-listinn! HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!
I.

1:24 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Er sumarið kom yfir sæinn......

11:34 PM  

Post a Comment

<< Home