Tuesday, August 17, 2004

Æ-dól og fleira röfl

Allskemmtilegt hvað stóð í Mogganum (málgagninu) í dag. Þar var verið að fjalla um nýju Æ-dól seríuna hvar fjöldi ungmenna mun stilla sér upp frammi fyrir Bubba, Siggu, Þorvaldi eðalmenni og alþjóð í hlutverki vélbyssufóðurs Norðurljósa. Svo mun einn eða ein taka við hlutverki Æ-dól-Bjössa af honum Kalla Bjarna í lokin. Gott og blessað allt saman, mun ég sjálfur gera í að bjóða mér í mat á föstudagskvöldum til þeirra vina og ættingja sem hafa Stöð 2, vil ei fyrir mitt litla líf missa af fyrsta þætti og hlæja dátt. En aftur að Mogganum. Flennistór fyrirsögnin yfir greininni um nýju seríuna segir "Metþáttaka í Idol". Þetta er annað árið sem þátturinn og stjörnuleitin fara fram og þegar þáttaka er "meiri í dag en í gær" er það kallað metþáttaka. Hefði ætlað að einhver ár hefðu átt að líða uns þetta ágæta orð væri notað.
Hvað um það, hver sá Björk á opnunarathöfn Ópíumleikanna? Hún var klædd, ekki bara í kjól, heldur í sviðið allt virtist vera. Sló næstum út svaninn fræga hér um árið. Ég átti hér uppi á lofti (ekki það að ég hafi háaloft, þetta bara hljómar svo vel) gamlan öskudagsbúning, svona bangsabúning, sem ég skal lána henni næst. Hann passaði á mig þegar ég var ellefu svo hann ætti að vera í réttri stærð fyrir hana.
Well, farinn til vinnu, spilandi sem vitleysingur fyrir hina vitleysingana, whoa!

2 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Reyndar fannst mér Björk mjög flott á opnunarhátíðinni.
Hún má eiga það að hún kappkostar að nota íslenka framleiðslu og hljómlistarmenn. Það er virðingarvert.

Ég er sammála með sætasta menntamálaráðherrann, en við eigum samt langflottasta þingmanninn í heiminum, Bjarna Ben.

OB

11:44 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Bíddu bara þangað til ég kemst á þing... eða verð einræðisherra, múhahahahaha - MÚHAHAHAHAHAHA!!!

3:51 PM  

Post a Comment

<< Home