Wednesday, August 04, 2004

Enn og aftur Bond

Nú, jæja. Í frétt í dag á mbl punktur fimmtán er enn ein frétt um hver á og hver á ekki að leikka Bond. Jú, Orlandó Blúm mun víst REYNA að leika Bond í einhverri "þegar hann var ungur" mynd og nú er fréttin sú að Eric Bana mun víst ekki leika Bond. Gott. Hann getur nebblega ekki rassgat. Fyrir þá sem trúa mér ekki má benda á örlítinn mónólóg sem hann átti í Black Hawk Down, þar sem hann á 30 sekúndum lækkaði myndina um hálfa stjörnu með stjörnuóleik þegar hann talaði um tilgang stríðsins.
Ég er með hugmynd annars... Hugh Grant sem Bond og ekki orð um það meir! Hann er fjallmyndarlegur, ramm-enskur og getur tiltölulega skammlaust leikið hvað sem er. Fyrir þá sem hafa aldrei séð hann nema í rómantískum gamanmyndum (semsagt þeir sem mega ekki fara í bíó án konunnar og þær fá að ráða hvaða mynd) má benda á Small Time Crooks eftir erkisnillinginn Woody Allen. Þar fer Hugh Grant mikinn og hefði alveg mátt fá Óskarinn fyrir.
Skrifa ei meira, Stebbi Stuð er nebblega veikur heima svo við Fúsi í Rickshaw erum tveir á vaktinni. Bara gaman, enginn matartími, best að fara að taka til í sjoppunni og vera í STUÐI!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home