Wednesday, August 18, 2004

Framsóknarglyðrur

Í gær birtist heilsíðuauglýsing frá Framsóknarkonum, hvar þær krefjast þess að hlutur kvenna í ráðherrastöðum verði meiri. Nú liggur fyrir að Siv, þessi elska, verði látin fara vegna þeirra samninga sem gerðir voru milli X-D og X-B síðasta vor. Framsóknarglyðrur eru æfar og vilja Framsóknarkvendi í ráðherrastól og ekkert múður. En til hvers? Á að henda Guðna úr ráðherrastól landbúnaðar bara til að búa til pláss fyrir einhvern annan af því viðkomandi er kona? Er þetta ekki öfugt jafnrétti? Órétti og djöfulgangur? Á ekki alltaf að ráða hæfasta aðilann óháð kynferði?
Framsóknarkonur - það er út af svona bévítans kerlingavæli sem þið að sjálfsögðu fáið ekki stól og hananú! Hættið bara að grenja og gerið eitthvað af viti svo hægt verði að ráða ykkur í ráðuneyti vegna verðleika ykkar en ekki hreðjaskorts. Heilhveitis grenjuskjóður, þetta er farið að minna á Samfylkinguna...
Annars vil ég enda á að vitna í Bóa, manninn hennar Jófí frænku, en hann (bévaður harðlínukomminn) sagði nýverið Framsóknarflokkinn vera eins og reykingar - sóðalegt, óheilnæmt, fullkomlega óþarft og gegn betri vitund fullorðins fólks.
Það á greinilega við um kvenkyns flokksfélaga, allavega þær væluglyðrur sem skrifuðu undir auglýsinguna fyrrnefndu.
Aumingjar!

7 Comments:

Blogger brynhula said...

Ég bara skil ekki hvað er svona spennandi við þessa ráðherrastóla.....ég meina er ekki betra að njóta lífsins, baka köku og skála í rauðvíni við vini og vandamenn....en velkjast um í rifrildi sem engann endi tekur, fyrir það eitt að alþjóð geti síðan síðan smjattað á öllum manns gjörðum og misgjörðum......eða hvað?.......konur eiga bara að láta sér nægja pínuna sem fylgir barneignum og gera svo bara það sem er skemmtilegt eftir það til að bæta sér upp kvölina.

3:01 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Takk fyrir það, Brynhula. Þú ert semsagt að segja að staður konunnar sé uppi á fæðingardeild og "bakvið" eldavélina, ekki satt? Meðan við karlar vinnum eigið þið að sjá um heimilið, slappa af, drekka reddara og elda pítsu.
Til er ég ef ég þarf ekki að skúra.

3:49 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Alveg merkilegt.
Þegar karlmenn gera heilsíðuauglýsingu í áróðursskyni eða pistla í dagblöðin, þá er það réttmæt og mikil gáfumennska.
En þegar konur gera slíkt hið sama.....þá er það væl.

Bítt'í punginn á þér.

OB

9:44 AM  
Blogger Olga Bj� said...

Alveg merkilegt.
Þegar karlmenn auglýsa eða skrifa greinar í áróðursskyni, þá er það glæsileg og nauðsynleg gáfumennska.
En þegar konur gera slíkt hið sama......þá er það kallað væl.

Bítið í punginn á ykkur.

OB

9:48 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Það er ekki alltaf gáfulegt þegar karlmenn skrifa pistla eða auglýsa i blöðum og ég hef aldrei haldið slíku fram. Karlmenn eru líka fólk og þar af leiðandi flestir hálfvitar. Fólk er jú fíbbl.

11:30 AM  
Blogger brynhula said...

Bíddu fattar engin öfugmælisöfgar í dag.......bíddu tekur fólk mig allt í einu alvarlega.........hei ég ætti kanski að fara í framboð?????

12:19 PM  
Blogger brynhula said...

..........hei ég beit í píkupunginn minn.........eee...er ég búin að klúðra framboðinu mínu?? :O:

12:31 PM  

Post a Comment

<< Home