Friday, August 06, 2004

Föstudaxmorgunzbloggið

Nú, jæja. Stóð við það sem ég sagði í gær og hafði í kvöldmatinn nautasteik með piparsósu, soðnu grænmeti og frönskum krakkmellum, allt til heiðurs Magnúsi H. Skarphéðinssyni. Alex, eldri sonur minn á landsbyggðinni (Grafarvogi) kom og var hjá okkur. Var heimilisgleðin mikil því ég fékk í hendurnar í gær nýja 24-kassann á DVD. Jibbí! Jack Bauer hefur nú samt verið hressari en í dag, þegar hann þarf að kljást við hvern hryðjuverkamanninn og dópsalann á fætur öðrum. Sofnaði yfir þessu einhverntíma í nótt, en kerla mín og eldri sonur voru enn glaðvakandi í fíling.
Jú, þetta er ungt og leikur sér.
Langar að biðjast einnig velvirðingar (vélmyrðingar) á að slóðin á myndina Orange County á imdb.com er röng hér að neðan, er í raun http://imdb.com/title/tt0273923/. Ef maður fer á þá slóð sem ég setti getur maður nebblega endað á ósí þáttunum sem sýndir eru á Skjá einum. Þeir eru sérdeilis alveg hræðilegir eins og vinur þeirra Vonntríhill. Leiðindasteypa.
Langar svo að minnast að lokum á komment Brynhulu af skaganum (af hverju er það ekki kallað að vera Akranesingur eða nefna bæinn Akurnes... "Akranes" og "Akurnesingar" passar ekkert), sem kallaði í kommenti sínu Stabba Hilmars "Stefán Hil-aríus". Stebbi er ekki Hillaríus, það var Bill Clinton!
Góðar stundir og hafiði það manna bezt og til hamingju með ammælið, litli bróðir minn hann Viddi!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home