Monday, August 16, 2004

Handbolti

Handbolti er ein af þessum íþróttum, afsakið, önnur tveggja íþrótta (hin er box) sem ég nenni að horfa á í sjónvarpi (horfði á KA-Valur ´95) þó handboltinn sé víst upphaflega hannaður sem kvennaíþrótt. Ég leit því á skjáinn áðan er ég var að háma í mig kjúlla á Kaffi Setrinu við Hlemm, ekki nein Argentína svosem, en góður kjúlli og næs kall sem á plássið. Nú, handboltaleikurinn var að enda og hinn íslenski þulur (skilst að hann heiti Samúel) sagði þessa skemmtilegu setningu; Ísland lítur í lægra haldi fyrir Spánverjum eftir hnífjafnan og æsispennandi leik".
Staðan var 31-23. Er það hnífjafnt?
Meðan þetta átti sér stað var annað augað mitt á skjánum og hitt á DV (djö... vitleysa) hvar ég sá athyglisverða frétt. Spænski læknar segjast hafa fært gild og góð rök fyrir því að maríjúanareykingar geti drepið heilaæxli - ásamt væntanlega nokkrum heilafrumum í leiðinni.
Þeir segja virka efnið í hampnum koma í veg fyrir blóðflæði til æxlisins sem "svelti" því í hel. Mikið svakalega fær Bubbi ALDREI heilaæxli.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home