Thursday, August 26, 2004

Hörbalæv

Byrjaði að éta Hörbalæv í morgun. Það er til þess að borða minna, en ég bara get ekki hæt að éta. Búin með, bara í dag:
3 drykkjarjógúrt
2 svínakótilettur
1 lærissneið
1 pylsu með öllu
1 samloku m. svínku, osti og ananas
1 Chiabatta m. kjúklingaskinku (eitthvað ítalskt)
ca. 2 l. kók
fyrir utan Hörbalævsjeikinn og pillurnar og allt vatnið.
Ég er búinn að sitja á settinu í allan dag. Með Hörbalæv er lífið hægðarleikur.
Ég held ég hafi verið að kúka úr mér miltanu...

3 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Sama í gangi hjá mér, Herbalíf. Ekkert smá prógramm allar þessar pillur. Manni líður eins og gamalmenni nema lagnirnar eru mun betri.
Hef reyndar misst 2 kg á 3 vikum.
Þarft ÞÚ að léttast eitthvað? Ertu orðinn eitthvað þver (sbr "á þverveginn")?

P.s.
Horfði reyndar á Atkins-þáttinn í gær og ég hélt að hann yrði málefnalegur sem með og á móti þáttur og jafnvel umræður á eftir (Ágústa Johnson&Johnson vs Ásgrímur Stefáns). Ég hef verið á móti kúrnum frá upphafi en dauðlangaði á hann eftir gærkvöldið svo að það eru örugglega 30.000 manns byrjaðir á honum núna. Fólk sem ætlar að verða þreklaust með húðina hangandi utan á vöðvalausum beinunum. Glæsilegt.

Bar8kveðja
(pípu)Orgelið

10:56 PM  
Blogger brynhula said...

Lærisveina.......Pésa pylsu......usssu suusss.........mannæta sem skílir sig undir einhverju herba nafni

9:32 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Skil ekki hvað ég er að pæla. Maður á bara að éta allt sem að kjafti kemur og nenna að hreyfa sig, þá eretta alltílæ.
Ég er að deyja úr þynnku.

10:22 AM  

Post a Comment

<< Home