Saturday, August 21, 2004

Jafnrétti

Mig langar til að byrja á að ítreka það sem ég skrifaði hér í einum af mínum fyrstu færslum, að ég hef aldrei látið fullkomið þekkingarleysi á málefni hamla því að ég hafi eindregna og gallharða skoðun á málum. En ég vil benda á skrif á hinum ágæta Vefþjóðvilja i gær, 19. ágúst, hvar fjalllað er um framsóknarkerlur. Slóðin er andriki.is.
Og talandi um jafnrétti, þá er til jafnrétti sem snýr að öðrum en bara kvenfólki. Hversu margir samkynhneigðir ráðherrar hafa verið? Einn frá upphafi (svo vitað sé), Jóhanna félagsmálaráðherra. Samt hef ég enga heilsíðuauglýsingu séð frá Samtökunum ´78 né heyrt kröfur frá þeim um fleiri rammöfuga ráðherra. Litað fólk? Man bara eftir Amal Rún sem var VARAþingmaður ef ég man þetta rétt. Dvergar? Krypplingar? Holdsveikir?
Eini minnihlutahópurinn (konur eru þó náttúrulega ekki minnihlutahópur eins og Stuðmenn bentu réttilega á hér um árið) sem hefur náð fótfestu á þingi eru óvitar, þeir mættu vera færri við Austurvöll.

2 Comments:

Blogger brynhula said...

Ingvar óþekktarormur!

9:16 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Já, ég er óþekktarormur. Hehehe.

10:28 AM  

Post a Comment

<< Home