Monday, August 23, 2004

Jamm og jæja

Nú, jæja, maður fór sko í bæinn á laugardagskveldið með gömlu og báða ormana, annan á fæti og hinn í vagni. Bévuð fólksmergð og læti, hljómsveitir með hávaða á hverju horni og alltofalltofalltofmikið af fólki. Litli Sveppur hafði steinsofnað á leiðinni niður í bæ, en vaknaði við lætin í lúðrasveitinni Jagúar og fannst þeir ekkert góðir. Bévaður trompetblástur og vávágítarglamur. Mér fannst þeir hinsvegar fínir. Svo sá ég Forrest Whittaker á röltinu og böggaði hann ekki (bannað að bögga fræga fólkið), bara skaut hann með puttanum og hann mig til baka og ég hugsaði "Je, Tvælætsón-negrinn skaut mig til baka, ég er kúl". Hitti Ma og Pa í bænum og allir voru í stuði nema ég, en mér finnst svona margt fólk ekki skemmtilegt. Því fór ég bara heim og góndi á Bourne Identity með Eldri Sveppi, sem er víst kominn í nördabekk vegna góðs námsárangurs (montimontimont), enda ekki von á öðru hjá svona vel ættuðu barni.
Tek svo fram að lokum að mamma mín, sú dásamlega kona, á ammmæli í dag. Til hamingju elsku mamma mín, þú ert langsamlega best í öllum heiminum. 23. ágúst verður sko aldeilis þjóðhátíðardagur landsins þegar ég verð orðinn einræðisherra. Verður það vonandi fyrr en seinna, því ég hef lengi beðið. Þyrfti að fara að gera eitthvað í þessu og auglýsi hér með eftir liðsmönnum í einkaher minn. Munu liðsmenn þar verða fyrstir til að njóta þeirra mola sem falla af allsnægtaborði mínu og minnar familíu þegar við verðum flutt inn í kastalann sem verður byggður þar sem Bessastaðir standa núna. Opinbera plan mitt um stjórnskipulag landsins bráðlega í blogginu. Er nebblega þegar búinn að skipa ráðherra í nokkur ráðuneyti, en hugmyndir eru vel þvegnar.
Bæ í bili.

2 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Til lukku með múttu og eldri sveppinn! Frábært!

11:36 PM  
Blogger brynhula said...

Mamma þín er frábær kona og til lukku með hana!
Afkvæmi þín eru snillingar, þetta er bara byrjunin, en til hamingju engu að síður.

9:15 AM  

Post a Comment

<< Home