Sunday, August 15, 2004

Komiði sæl í hitabylgju Sveins!

Hér er heitt! Svo heitt að ég nennti ekki að verða pirraður í dag þegar ekkert var í sjónvarpinu nema ópíumleikarnir á RÚV og fóbbolt á Skjá Sveins. Stillti á Popptíví. Viti menn - málvillur og kjaftæði!
Auglýsing fyrir þáttinn Uncovered var það fyrsta sem ég sá og heyrði og hljómaði hún eitthvað í þessa átt: "Það er rosalegt að fylgjast með fólkinu á djamminu í karabíska hafinu!"
Ekki veit ég hvað fólkið er að gera Í hafinu, en líklegast þykir mér að maðurinn hafi meint að fólkið væri að djamma við karabíska hafið.
Svo kom kvikmyndaþátturinn Sjáðu, sem er í stjórn manna sem virðast vita minna um bíó en tólf vetra gamall sonur minn. Var verið að fjalla um myndina Hellboy og sagði maðurinn sem svo:
"Hellboy er leikinn af Ron Pearlman, sem virðist alltaf lenda í hlutverkum af þessum toga síðan hann lék í Beauty and the Beast". Sannleikurinn er sá að umræddur leikari hefur mest verið að leika í sjónvarpsþáttum og talað inn á teiknimyndir og tölvuleiki, auk þess sem hann lék t.d. í City of Lost Children og Enemy at the Gates. Hlutverk hans eru því jafn ólík hvert öðru eins og verið getur hjá leikara. Jafnaðist þessi setning umsjónarmanns þáttarins þó ekki við eitt sem hann sagði nýverið er hann var að fjalla um myndina Secondhand Lions. Sagði hann aðalhlutverkið vera í höndum Harley Joe Osmond og klúðaði þar með öllum þremur nöfnunum þar sem grey leikarabarnið heitir Haley Joel Osment. Strákgreyið sneri sér við í gröfinni og er ekki einu sinni dauður.
Meira síðar, er að fara að spila á Flúðum hjá Árna á Útlaganum - JIBBÍ!!!

3 Comments:

Blogger brynhula said...

Hvað er þetta Poppvíti??.......og hvað er orðið af Skonrokkinu mín?

10:39 AM  
Blogger brynhula said...

Hvað er þetta Poppvíti??.......og hvað er orðið af Skonrokkinu mínu?

10:40 AM  
Blogger brynhula said...

Hvað er þetta Poppvíti??.......og hvað er orðið af Skonrokkinu mínu?

10:40 AM  

Post a Comment

<< Home