Wednesday, August 11, 2004

Miðvikudagröflið

Komiði sæl, gott fólk og annað fólk.
Mér varð eilítið litið á sjónvarpsskjá nýverið hvar hoppuðu um nokkrir hálfbjánalegir röflandi unglingspiltar sem kalla sig XXX Rottweiler. Mikið svakalega er þetta asnalegt "krjú", svo maður noti þeirra eigið tungumál. Er skylda að láta eins og spastískur OG þroskaheftur þó maður flytji ákveðna tegund "tónlistar"? Agalega skrýtnar handahreyfingar og hopp og læti. Mér skilst að þessir hundar eigi að hita upp fyrir hann 50 cent (36 krónur og 50 aurar skv. gengi í dag) í kvöld í Laugardalshöll ásamt annarri íslenskri rappsveit, Quammstangi. Það er gott að það er einhver sem getur eitthvað á þessum konsert, því hvorki geta Rottweiler né fiftísent rappað.
Rapp hef ég alltaf talið vera tal eða flutningur á texta í ákveðnum takti. Rottweiler, og þó sérstaklega fiftísent, hafa þann ókost, að því er virðist, að vera ótalandi með öllu. Sá viðtal við fiftísent og hans menn nýverið og var það sársaukafullt. Mannapinn gat ekki komið upp úr sér skiljanlegu orði, nema hvað að hann talaði um að hafa verið skotinn alloft. Óskiljanlegt að það hafi ekki verið oftar og bið ég þann sem skýtur hann næst í nafni alls sem er heilags að vanda sig betur og koma fíflinu undir græna torfu. Bíð ég gítarmagnara að eigin vali í verðlaun.
Rapp sem mér finnst skemtilegt (er ég ei mikill rappkall þó);
Ice Cube - tékkið á Predator plötunni, hún er sérdeilis skemmtileg
Public Enemy - þeir eru svo kúl að Steven Stills söng með þeim
Tongue Twister - einhver smástrákur sem átti einhverja smelli rétt uppúr ´90, rappaði hraðar og öruggar en flestir aðrir, svona einhverskonar Eddie Van Halen rappsins.
Vanilla Ice - nei, ég er að grínast, hann sýgur feitan.
Bæ í bili;
Ice-Ingvar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home