Thursday, August 12, 2004

Miðvikudagskveld

Á leið niður á Döbb að taka aukavakt, þar sem Bjarni Tryggva (ekki bróðir Bjarka Tryggva né Bjarna Ara) er fastur í sveitinni. Aukapjéningur, alltaf gaman. Ég er hreint að deyja úr spennu, því magnarinn minn fíni kemur til mín á morgun og verður þá gleði mikil á mínu heimili.
Annars er ég fínn áðí í sumarfríinu mínu, ánægður með veðrið sem ég fékk í dag, nema hvað sólin skein fullmikið gegnum gluggatjöldin meðan ég var að klára nýju 24-seríuna. Jack Bauer er alveg minn maður, hlýtur að fá alveg heví mikið í yfirvinnu fyrst hann vinnur alltaf heilan sólarhring í einu. Gott að það er ei yfirvinnubann á þeim bænum, þá væri heimurinn búinn að líða undir lok alloft.
Litlisveppur (Stefán sonur minn) er byrjaður hjá dagmömmu, sem virðist alveg hin frábærasta. Ætti að vera vön bleyjuskiptum og táraþurrkunum þar sem hún á ein sex stykki sjálf, sem öll hafa komist til manns og gott ef ekki mennta.
Svo að lokum vil ég taka fram, vegna ummæla minna um hann Fiftísent í morgun, að ég er ekki ofbeldisfullur maður - þessi rappari bara fer í mínar fínustu. Sjálfur er ég mannvinur og yndislegt friðelskandi góðmenni, skilningsríkur, barngóður, ástríkur og fallega þenkjandi. Ef einhver heldur öðru fram þá drep ég hann!!!
Ingvar í hring.

1 Comments:

Blogger Ellen Alma said...

Gleðilegt að sjá Ingvarsblogg :)
Mun lesa það ótt og títt ;)

9:50 AM  

Post a Comment

<< Home