Tuesday, August 10, 2004

Mánudagskvöld og mig langar á ball!

Ollrætíðenn, gott fólk!
Helgin nýliðna var aldeilis skemmtileg, svo skemmtileg að ég var kominn inn í draumalandið (ekki hljómsveitina samt) klukkan 10 á föstudagskvöldið. Hafði rekið frúna út að leika og var heima með strákinn minn yngri með þessum skemmtilegu afleiðingum.
Laugardagurinn var nú öllu líflegri, en þá fótum við gamla í innflutningspartý til Bryndísar Ásmunds og Atla eðalmennis eitthvað lengst út í sveit (Seltjarnarnes). Var þar aldeilis margt um manninn og konuna og hef ég sjaldan séð svona marga í einu húsi sem ekki hefur vínveitingaleyfi. Þar sem þau B&A eru bæði leikarar var þar fullt af fólki úr þeirri stétt. Aldrei skilið leikara svona sjálfur, set alltaf samasemmerki milli fólksins og hlutverkanna. Hefur til dæmis fundist Björn Jr. vera geðveikur síðan ég sá Engla alheimsins. Kannski fannst mér það líka áður, man ei svo langt aftur í tímann.
Fór svo til bæjar ásamt Stuðboltanum og Einari í Egó og fékk mér smá Bacardi Breezer Pineapple sem er alveg mín ólyfjan þessa dagana. Svakalega er ég mikil kelling stundum.
Lék svo í gærkvöldi á Döbb venju samkvæmt og var stuð. Mættu nokkrir stripparar og það er eins og við manninn mælt, eftir smá áfengi halda þær að þær séu komnar í vinnuna. Það verst var samt að þær voru eiginlega forljótar, hefði ekki borgað tvær lírur fyrir prívatsjó hjá þeim.
Nú, dagurinn í dag var svo bráðskemmtilegur þar sem ég er í sumarfríi en gamla upptekin. Ég var því með litlasvepp ásamt hinni ársgömlu Nadíu sem er dóttir Inga Vals vinar míns. Var þar grátið og hlegið til skiptis í kór.
Annars heyrði ég fóbboltafíbbl segja eitt skemmtilegt í útvarpinu nýverið;
"Leikurinn lyktaði af jafntefli" og geri aðrir betur.
Best að fara í vinnuna á bar Satans, langar bara til að koma eftirfarandi á framfæri til þeirra sem við á;
Dómínós - þið gerið bestu auglýsingar í heiminum, myndi hjálpa ef pizzurnar ykkar væru líka ætar, en ekki eins og bylgjupappi með gubbi ofaná. Eldsmiðjan rúlar!
Meira á morgun, þangað til þá, adíós!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home