Friday, August 27, 2004

Mogginnpunkturfimmtán

Skemmtilegt hvað segir á mbl.is í dag. Verið er að fjalla um að sirka milljarður manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni og ómenguðu, sem er jú slæmt fyrir viðkomandi. Svo kemur að skemmtilega partinum þar sem segir:
"Eitt helst markmiðið er að fækka því fólki um helming fyrir árið 2015, sem ekki hefur aðgang að hreinu drykkjarvatni og nauðsynlegasta hreinlætisbúnaði."
Persónulega hefði ég frekar viljað redda fólkinu vatni heldur en að fækka því, en ef sú er stefnan þá sér kóleran um þetta alveg sjálf.

2 Comments:

Blogger brynhula said...

Ahahahahah Aaaaarrrrggggg ahahahahah fækka fólki.......einhver að tala af sér big time!

9:37 AM  
Anonymous Anonymous said...

ef þú hættir ekki á þessum helvítis hörbum þá verður eitthvað minna af ómenguðu vatni og lofti hér á landi von bráðar. Eða Ingo Von Brautar.
Maður þarf að fara að lifa á bjór -úr erlendu eðalvatni- og Ritskexi með léttreyktum íkornaaugnhárum.
En vonandi fær útlendska fólkið almennilegt vatn sem fyrst.
N.N.

11:58 AM  

Post a Comment

<< Home