Tuesday, August 31, 2004

Negramissir og annað röfl

Mikill andsk... ég missti af negranum! Var gersamlega kominn í fíling á laugardag og hlakkaði mjög til að fara að sjá og heyra James Brown. Þá hringdi síminn og ég var boðaður í spilirí um borð í Eldingu, hvar ég lék og söng fyrir starfsmenn Húsasmiðjunnar. Það var þó gríðargaman og var ég látinn leika "Einhversstaðar einhverntíma aftur" allavega sjö sinnum.
Eftir það lá leiðin til bæjar, kíkti á Íslenska fánann á Nösu og skemmti mér skemmtilega.
Sunnudagurinn leið og ég lék mér við Litla-Svepp því við vorum mest tveir heima að horfa á Kill Bill eitt og tvö. Bjarni, minn stórvinur, Guðfræðingur og gæðablóð, lánaði mér nefnilega Kill Bill 1 í sérstakri japanskri versjón hvar blóðið rennur í stríðari straumum, aðeins lengur og talsvert rauðara en í venjulegu versjóninni. Gaman.
Þó ekki jafn gaman og að vita til þess að Ópíumleikarnir séru búnir. Hrein viðurstyggð að nauðungaráskrift af RÚV skuli ekki skila landsmönnum skemmtilegri dagskrá en þessu helv...
Hvað er leiðinlegra en að sjá útlenska hálfvita á örvandi lyfjum hoppa og skoppa eins og þeir hálfvitar sem þeir eru? Svar: EKKERT! Það er meira gaman að naga táneglurnar uppí kviku en að sjá svona viðbjóð.
Langar að benda forsvarsmönnum fjölmiðla á eitt sem ekki margir vita;
ÞAÐ ERU FLEIRI ÍSLENDINGAR Í KÓRSTARFI EN ÍÞRÓTTUM!
Þó er (blessunarlega) skjátímanum ekki eytt í norræn kóramót, sem er væntanlega af því að kórfélagar í Borgarkórnum (og öðrum kórum) eru ekki jafnmiklar frekjudollur og þetta bévítans íþróttahyski sem ætlast til þess (og sorglegt frá að segja, með talsverðum árangri) að skattfé mitt sé notað í að fjármagna áhugamál þeirra! Ég borga fullt af peningum í skatt, og sá peningur er - að hluta - notaður í íþróttamannvirki og íþróttastarf sem ég hef engan áhuga á. Fer hér með fram á að minn skerfur verði fremur notaður til uppbyggingar lögreglu, slökkviliðs, skóla og sjúkrahúsa. Ef ég svo skipti um skoðun og langar í fóbbolt skal ég borga það sjálfur, en ekki fara fram á að aðrir geri það. Bévað íþróttahyski - í bræðslu með það ALLTSAMAN!!!
Takk fyrir það.
Langar svo að minnast á eina forsíðufrétt framan á einu dagblaðanna nýverið. Þar var sagt frá að kona nokkur, öryrki, eyddi þriðjungi ráðstöfunartekna heimilisins í umferðarlagasektir. Því vildu Vinstri Grænir tekjutengja umferðarlagasektir. Ég er með aðra tillögu. Ef maður er öryrki og hefur takmörkuð fjárráð -
EKKI BRJÓTA UMFERÐARLÖGIN, ÞÚ HEFUR EKKI EFNI Á ÞVÍ!!!
Fíbbl og væluskjóður...
Megi Guð vera með ykkur öllum og veriði sæl!

14 Comments:

Anonymous Anonymous said...

djöfulsins andskotans aumingjaskapur, hugsaði ég með mér þegar kvikendið ætlaði ekki að nenna að skella einhverri andskotans vitleysu inná bloggspottið sitt og kom þá ekki helvítis gormurinn með þessa andskotans langloku um kórstarf og aðrar kellingabækur.
Ingvar nylon,
Ingvar nylon og
Ingvar nylon.
Einhvernstaðar einhverntíma aftur mun ég kannski fara í Húsasmiðjuna en nú held ég með Byko því Húsasmiðjuliðið er greinilega hálfvitar alltsaman.
Það voru reyndar nokkrir íslenskir hálfvitar sem hoppuðu og skoppuðu þarna með í Aþenu og hefðu betur verið á örvandi lyfjum því ekki fóru þeir hratt yfir þessir ræflar. En strandblak kvenna og sundknattleikur kvenna gerir það að verkum að hækka mætti afnotagjöldin um helming mín vegna yfir ólympíusumarið, þvílík snilld.
Þú ert sjálfur fíbbl og væluskjóða en umferðalagasektir eru t.d. tekjutengdar í Noregi. Það er nebblilega ekki það sama fyrir forstjórann og skúringakellinguna, tala ekki um öryrkjan, að borga hundraðþúsundkalla í sektir. Brennivínið fer ekki manngreinarálit, það veist þú manna best brennivínsbesefinnðinn.
Helvítis andskotans djöfuls djöfull...

3:05 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Á þá ekki bara að tekjutengja verð á mjólkurlítranum og brennivíninu? Tekjutenging er vinnuletjandi enda sést það best á því að þessir bévuðu norsarar eru pakk allir saman. Mundu bara A-ha! Hvaða heilvita maður tekur Noreg sér til fyrirmyndar?
Ef maður á engan pjéning á maður ekki að gera eitthvað sem kostar mikið, sama hvort það er að keyra undir áhrifum rauðauþríhyrningslyfja eða éta á Argentínu.
Hvað varðar strandblak kvenna, þá var það vissulega skemmtilegt, en það er jú ódýrara að leigja eða verzla klámmyndir á dvd heldur en að greiða fokkings afnota(nauðungar)gjöldin til þess eins að horfa á stand(pínu)blakið og hananú. Hvað varðar afrek landsmanna á Ópíumleikunum (eða skort þar á) segi ég;
Hættum þessu bévítans íþróttabulli og eyðum pjéningnum í eitthvað annað, t.a.m. bjór handa mér.
Skrifaðu svo undir nabbni, kynvillingurinn þinn!

4:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

undir nabbni

4:59 PM  
Anonymous Anonymous said...

undir nabbni

5:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þar sem ég hef nú ekki tölur á hreinu um fjölda Íslendinga sem stunda kórstarf eða íþróttir, en þú frændi sæll virðist hafa þær, þá væri nú gaman að sjá þetta, jafnvel flokkað eftir aldri og kynhneigð.
HP

10:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

ANDSKOTANS ÍÞRÓTTAFÁBJÁNAR, DJÖFULS RUV. ÞAÐ Á AÐ FRUSSUKÚKA YFIR NOREG Í HEILD SINNI!!!!!!!!!!!!!

12:58 AM  
Blogger brynhula said...

Jahá!! Það er bara allt að verða vitlaust hérna inni......ég er samt sammála Ingvari að þessu sinni.

9:27 AM  
Blogger brynhula said...

Anonymous og vinstri grænir vilja sem sagt tekjutengingu umferðalagabrota, svo að þeir láglaunuðu geti fengið útrás fyrir lágu laununum sínum í umferðinni, keyrt allt of hratt, jafnvel undir áhrifum og steindrepið okkur hin sem ekkert höfum gert á hlut þeirra. Svo þegar fátæklingarnir eru búin að valta yfir á nokkrum rauðum ljósum og myrða fáein skólabörn, þá kemur löggan og kíkir á skilríkin en sei sei nei, getur bara ekkert gert, hendur yfirvalda bundnar AF ÞVÍ AÐ VIÐKOMANDI SAKAMAÐUR ER ÖREIGI!!!!!!

9:40 AM  
Blogger brynhula said...

Það er líka eitthvað bogið við Anonymous, fær hann virkilega ekkert að dúndra greiið.........fær strandpínu af blaki á RÚV....voðalega er Það sorgleg staða!

9:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

strandpína á Rúv, það var Baywatch. OL er allt annað og betra, fröken brynhula.
Þetta er greinilega rangur misskilningur hjá þér að ég vilji leyfa öryrkjum og lágtlaunuðum að keyra niður börn í umferðinni, ég er hlynntur almennilegum sektum og helst fangelsisvist,allavega fyrir fylleríiskeyrslu. Mér finnst bara að þeir sem eru með milljón kall á mánuði megi fá hærri sektir en þeir sem eru með 100 þús kall. Eru ekki þeir hættulegri sem eru með grilljón í laun og geta keyrt niður börn og aðrar brynhulur þvi þá munar lítið um þessar sektir? ha?
Lifi byltingin, brynhulur og m.a.s. ingvarvalgeirs svo hann geti bullað ótt og títt.
Jamm þetta er alveg Dúndrandi - stemning, fröken Brynhula.

10:58 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég skil ekki fyrir mitt litla líf, auk þess sem mér finnst óskiljanlegt að nokkur geti séð neina glætu í því, að það eigi að tekjutengja umferðarlagasektir. Á, enn eina ferðina, að refsa fólki sem lagði á sig átta ára háskólanám og/eða nennir að vinna? Ekki nóg með að hátt launaðir borgi hærri skatta en aðrir, á svo að fara að láta þá borga hærri sektir fyrir sama brot?
Svona öfundsýkisafdalamolbúahugsunarháttur er einungis til þess fallinn að letja fólk til vinnu og hvetja það til skattsvika.
Hananú!

1:31 PM  
Blogger brynhula said...

já Anonymous einblínir of mikið á flísina en tekur ekki nótis af bjálkanum.

2:21 PM  
Anonymous Anonymous said...

einblínir Stebbi Stuð, tvíblínir Stebbi Stuð, þríblínir Stebbi Stuð, fjórblínir Stebbi Stuð, fimmblínir Stebbi Stuð á flísina úr bjálkakofa sínum.
Amen.

12:44 PM  
Anonymous Anonymous said...

lesa allt bloggid, nokkud gott

7:49 AM  

Post a Comment

<< Home