Friday, August 13, 2004

Nokkur orð um Popptíví

Þar sem ég vakna oft snemma á morgnana, líkt og aðrir sem eiga pínlítil börn, kveiki ég oft á sjónvarpinu læt það malla í fjarska meðan ég elda mér nautasteik (besti morgunmatur í heimi, mínútusteik með soðnu grænmeti, frönskum og piparsósu) og skipti á kúkableyjum. Það er þá annaðhvort Skjár einn eða Popptíví, því ég hef ei afruglara og það er bara skjáleikur á RÚV, auk þess sem textavarpið er alltaf hálfum mánuði á eftir með fréttirnar. Skjár einn er jú á þessum tíma sólarhrings mest auglýsingar um komandi dagskrárliði auk poppmyndbanda inn á milli, allt frá gallharðasta gaddavírsrokki niður í R. Kelly. Hann einmitt á það tvennt sameiginlegt með Fiftísent að líta út eins og vitgrönn górilla og gera alveg óviðjafnanlega leiðinlega músík (nota ekki orðið tónlist í þessu samhengi). Popptíví er svipað og Skjár einn - auglýsingar um komandi þætti og stöku poppvídeó (mest drepleiðinlegt píkupopp og eitthvað blökkumanna arr enn bí eða hipphopp) inn á milli... en af hverju þessir þættir? Þetta er farging popptónlistarsjónvarp og myndi halda athygli minni mun betur ef ekki væru einhverjir helv... þættir eins og Uncovered (þar sem fylgst er með fólki á fylleríi og rugli annarsstaðar í heiminum), Paradise Hotel (hvar ungmenni ríða hvert öðru í veikri von um að fá að vera lengur í þættinum), TVíhöfði (skemmtilegt, en ætti náttúrulega bara að vera á Stöð 2), karlrembuþátturinn Man Show, einhver stand-up þáttur, teiknimyndaserían Stripparella og ég veit ei hvað og hvað. En átti þetta ekki að vera popptónlistarsjónvarp? Þetta heitir Popptíví, ekki satt? Það er tónlistarmyndband á að meðaltali hálftíma fresti ef það nær því og poppfréttir sem eru beisikklí sömu fréttir af fræga fólkinu og eru í Fréttablaðrinu - í sömu röð. Svo ekki sé talað um 70 mínútur - þeir þurfa engan ógeðisdrykk, þetta er ógeðisþáttur. Þrír fullorðnir menn sem haga sér líkt og fermingardrengir á kókaíni. Hvað gæti mögulega verið leiðinlegra? Ég myndi frekar sitja gegnum heilt prógram hjá Geir Ólafs og (tann)Furstunum heldur en að sjá enn einn svona þátt frá upphafi til enda. Það væri líka kostur ef þessir menn væru talandi (brjóstahaldari - ekki brjóstaRhaldari) þar sem áhorfendur eru líklega að mestu eða öllu leiti fólk milli 12 og 15, miðað við hegðan umsjónarmanna þáttarins. Fólk í fjölmiðlum hefur skyldum að gegna og ein af þeim er að tala sómasamlega íslensku. Það virðist þó vera nokkuð sem starfsmenn ljósvakamiðla Norðurljósa hafi ákveðið vísvitandi að sleppa með öllu. Heyrði til dæmis eitt sinn á FM setninguna "korter gengin í sex vantar klukkuna" þegar úrið mitt sýndi 18:15. Mikið er gott að vita af mönnum eins og Frey á Rás 2, sem geta þó komið sómasamlega myndaðri setningu út úr sér án þess að svitna, auk þess sem hann veit í það minnsta eitthvað um tónlist sem kom út fyrir árið 2003.
Fólk ætti, þegar það sækir um starf í poppþætti á ljósvakamiðli, að þurfa að taka próf sem gæti verið eitthvað í þessa átt;
1. Hvað heita liðsmenn Stuðmanna? Aukastig fyrir nöfn þeirra fyrrum liðsmanna sem sömdu Popplag í G-dúr og Í bláum skugga.
2. Hvað hétu liðsmenn Bítlanna, upptökustjórinn (fimmti bítillinn) og upphaflegi trommarinn?
3. Hvert er rétt nafn Elton John?
4. Hver var hljómborðsleikari á fyrstu plötum Skítamórals? (ein píkupoppspurning með... hehe).
5. Hvaða meðlimur Rolling Stones dó í sundlaug?
Þetta eru svona spurningar sem flestir, sem á annað borð eru eitthvað inni í popptónlist, ættu að gera svarað... spurjið nú einhvern FM eða Popptívístarfsmann og athugið hvað þeir hafa marga rétta. Frosti og Einar Ágúst vita þetta örugglega, hvað með restina...
Nú, vík mér að öðru. Af hverju eru öll myndbönd með svörtum artistum með hálftíma byrjunaratriði? Það er alltaf einhver sena í byrjun svo popparinn geti demonstrerað "leiklistarhæfileika" sína, auk þess sem oftar en ekki er gert hlé í miðju lagi fyrir einhverja senu. Alveg óþolandi, þar sem biðin eftir næsta lagi lengist við þetta. Virðist sem allir vilji freta í fótspor Ice - bræðranna (Ice-T og Ice Cube) og verða leikarar þegar þeir verða stórir. Ætli allir svartir poppartistar haldi að þeir séu næsti Will Smith (the artist formerly known as Fresh Prince)? Svona byrjunaratriði voru voða fín fyrir 20 árum hjá Michael Jackson, en þessir blökkumenn eru bara ekki Micheal Jackson og Michael Jackson er ekki lengur blökkumaður...
Lifið heil - Hitler.

3 Comments:

Blogger Gauti said...

Jahá . . ég hélt að popptíví og FM væri slæmt þar til ég kynntist dönskum stöðvum ! hér eru bara nokkrar gerðir af Bylgjunni í úbbartinu og VH1 það eina sem horfandi er á af tónlistarstöðvum (vegna þess að þar ráða "Skandinavar" engu).
En ég fagna óhemju þessu blog-framlagi þínu . . áfram Ingvar!!!

1:39 PM  
Blogger Bengta María Ólafsdóttir said...

verð nú bara að segja að ég gæti ekki verið þér meira sammála um 70 mínútur... einn af verstu sjónvarpsþáttunum sem eru í boði á öldum ljósvakamiðlana.. og eru þeir nú samt nokkrir ansi slæmir!

5:01 PM  
Blogger brynhula said...

HVAÐ!?#.....er einhver með fleiri en eina sjónvarpsstöð....það er bara ein hjá mér???....hún er reyndar ekki búin að vera allan júlí...já og er heldur aldrei á fimmtudögum....en það er allt í lagi því SKONROKK er á laugardögum... lengi lifi Skonrokk!!!!

10:33 AM  

Post a Comment

<< Home