Tuesday, August 24, 2004

Ráðherrar landsins

Óðum er að færast mynd á ráðuneytisskipan. Svona verður þetta þegar ég verð orðinn einræðisherra, lausar stöður eru enn nokkrar, hef litlar áhyggjur af því, kemur allt með tíð og tíma...
Forsætisráðherra - Forsætisráðuneyti verður lagt niður, lítið með það að gera þegar maður er einræðisherra.
Félagsmálaráðherra - Bergur Geirsson og Pétur Örn Guðmundsson deila þessu, þeir eru nebblega bráðskemmtilegir.
Sjávarútvegsráðherra - Jón Frímann, kallinn hennar Brynhildar. Hann er sjómaður, dáðadrengur og drabbari eins og gengur...
Dómsmálaráðherra - Ekki skipað enn, en mikið verður stuðst við lög annarar Mósebókar.
Fjármálaráðherra - Ekki endanlega skipað enn, pabbi minn kemur sterklega til greina.
Landbúnaðarráðherra - Þetta ráðuneyti verður lagt niður, enda bændur baggi á þjóðfélaginu og hafa komist upp með að liggja á ríkisspenanum alltof lengi. Þetta er jú bissniss, ef hann gengur ekki eiga menn bara að fara að gera eitthvað annað, ekki fá ríkisstyrki til þess að geta unnið við það sem þeir vilja vinna við. Meira um það seinna.
Utanríkisráðherra - Stuðboltinn fær þetta, hann hefur jú búið erlendis og þekkir venjur útlendinga. Þeir eru margir nebblega skrýtnir.
Heilbrigðisráðherra - Brynhula Stebbadóttir. Hún nebblega vinnur á spítala og er bráðskemmtileg.
Umhverfisráðherra - Fer sömu leið og Landbúnaðarráðuneytið, eða í rusladallinn. Ekkert með þetta að gera, virkjum bara allt saman og byggjum stóriðju. Óbyggð auðn er nebblega stórlega ofmetin.
Samgöngumálaráðherra - Villi Goði. Hann mun aðstoða mig að koma öllum í fjóra meginkjarna, Reykjavík, Akureyri, Egilsstaði og Vestmannaeyjar. Vestfirðir verða skildir frá Íslandi og sökkt í sæ, ekkert nema firðir og eitthvað hvort eð er (ég meina, hver vill búa á Þingeyri?). Selfoss fær þó að halda sér vegna þess að þar eru oft skemmtileg böll. Þetta mun spara stórfé í vegagerð og það fé mun skila sér til landsmanna með bættu skólakerfi og betri heilsugæslu, auk stóraukinnar löggæslu. Spurning um að leyfa Höfn í Hornafirði að halda sér, þar er þrumuhumarsúpa.
Menntamálaráðherra - Kerla mín, hún Helga. Hún verður örugglega ekki sátt ef hún fær ekki stól, og svo er hún í Kennó. Þetta verður fínt.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Líst rosa vel á þessa einræðisstjórn....eða...er einræðisherra með stjórn? Hmmm.........maniggi......flott samt

Ég er til í að vera í menntanefndinni undir konunni þinni (ekki þannig undir henni, dóninn þinn) sem sérlegur sálfræðiráðgjafi þegar ég hef klárað það....þarna 2010 eða eitthvað.

OB

11:32 PM  
Anonymous Anonymous said...

Sem staðarhaldari á Syðri-Svínsrassgatshólum vil ég fá ráðuneyti og ekkert múður.
Steingrímur nokkur Sigfússon verður minn helsti aðstoðarmaður og ráðuneytin eru öll góð, bara misgóð. Launamál verður þó að ræða, verður er verkamaðurinn launanna og ráðherrann eigi síður. Launin verða rædd áður en faðir þinn fær fjármálaráðuneytið því ég gruna að spónn úr aski mínum týnist ræði ég við hann.
Meðan þú situr í þínum fílabeinsturni, drekkur öl og eitthvað þaðan af slæmra, vælir á gítarinn og raddar undir þá mun ég, staðarhaldarinn á Syðri-Svínsrassgatshólum, redda landinu, sonum þess og dætrum, frá óstjórn þessara helvítis vitleysinga sem hafa rúlað hér eins og hálfvitar undanfarin ár. Einnig mun ég bjarga dætrum þessa lands, allavega allmörgum, frá kynlífssvelti.
Annars segi ég bara eins og Dalí kallinn hér um árið; munurinn á mér og geðsjúkling er bara einn. Ég er ekki geðsjúkur.
Og habbðu það góði og reyndu að gera eitthvert gagn í vinnunni.

4:25 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Steingrímur Sigfússon verður manna fyrstur brenndur á báli eftir valdatökuna, takist honum ekki að flýja land.
I.

11:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er nokkuð ljóst að þú verður rekinn, fái ég ekki stöðu í stjórninni. Semsagt, breytingar strax.

HP

7:41 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Og Haukur frændi verður fjármálaráðherra og pabbi minn er rekinn. Hann verður samgöngumálaráðherra Akureyrar innanbæjar.

11:34 AM  

Post a Comment

<< Home