Monday, August 16, 2004

Sunnudagshrollvekjan

Sunnudagskvöld þetta er ekki eins og best verður á kosið. Var að spila á Flúðum í gær, kom heim kl. rúmlega 5 og vaknaði um kl. 7... rétt búinn að dotta smá í dag reyndar. Er svo að fara að leika fyrir drykkju (vonandi ekki dansi því djús er betra en dans) á Djöflíner á eftir. Smá svefnleysispirringur í mér, það er ekkert sem háhýsisþak og kraftmikill riffill með sjónauka geta ekki lagað...
Popptívípakkið er samt við sig og í gær sá ég og heyrði auglýsingu sem hljómaði sem svo : "Það er hreint rosalegt að fylgjast með fólki á djamminu í karabíska hafinu". Hvað þetta fólk er að gera djammandi ofan í hafinu veit ég ei, en getur verið að það sé við hafið, ekki ofan í því. Kvikmyndahornið þar á bæ, Sjáðu, er líka kapítuli út af fyrir sig, því þar virðast menn hafa minna vit á bíó en tólf vetra gamall sonur minn. Um daginn var t.d. umsjónarmaður þáttarins að fjalla um myndina Secondhand Lions og kvað aðalhlutverkið vera í höndum hins unga Harley Joe Osmond, sem er frábært, því leikarinn heitir Haley Joel Osment. Bévað fíbblið klúðraði öllum nöfnum drengsins.
Röfla meira seinna, farinn að ná mér í flatböku.

2 Comments:

Blogger brynhula said...

.........Deja vu?

10:46 AM  
Blogger brynhula said...

.........Deja vu?

10:47 AM  

Post a Comment

<< Home