Tuesday, August 03, 2004

Verzlunarmannahelgi Sveins!

Helgin var ekki ömurleg og ég sá ekki Moldrok leika í festi. Ég fór hinsvegar í grill og lék nokkur lög á föstudaxkveld áður en reykspólað var af stað á Flúðir. Þar bauð Óli Bakk í Logum, pabbi Hanna Bakk í Skímó og Írafári, í grill í ansi hreint veglegum sumarbústað/hjólhýsi. Eftir svínakjötsát og rommíkakódrykkju var haldið á Útlagann hvar Skímó léku órafmagnaðir. Þar enduðum við Óli Bakk uppi á sviði spilandi og syngjandi í gríðargóðum fíling þó tónhæðir og tempó væru eitthvað farin að vefjast fyrir manni sökum safadrykkju. Var að sjálfsögðu talið í Logasmellinn "Minning um mann" (hæddu hann og gerðu að honum Gis and the Big city band).
Var svo eftir dansleikinn haldið til Akureyris (elska skaltu náunga þinn eins og KEA) og gónt á Die Hard 2 í rútunni. Komust þar ferðafélagarnir að því að maður hafði séð hana of oft og lá við að maður væri laminn.
Á Akureyri var laugardagurinn með rólegasta móti, fór ásamt kerlu og yngri syninum í grill til Jóa og Kötu og át heila rollu og eina kartöflu. Kata þessi er ólétt af tvíburum og er þessvegna alveg útum allt. Sofnaði svo heima hjá ma og pa yfir Broken Arrow í sjónvarpinu og ég og mamma hrutum í kór.
Sunnudagurinn var hinsvegar frábær fyrir utan að ég og Haukur frændi komumst ekki í gókart eins og við höfum lengi ætlað okkur. Eftir mat hjá mömmu fórum við gamla (Helga konan mín - ekki mamma) í hús og svo á ball með Íslenska fánanum á Oddvitanum. Va þar Björn Jr. fremstur í flokki, kengbeyglaður í framan sökum kinnbeinsbrots. Söng hann þó af miklum móð og dáðist ég að honum fyrir að láta ekki smámuni eins og beinbrot stoppa sig á ballinu og gaf hann ekkert eftir. Myndi taka ofan ef ég ætti hatt. Stuðboltinn var einnig gríðarlegur á kantinum með fráhneppt og lá við að hann múnaði. Verst þótti mér að sjá ekki Jón Boss sjá um bössun fyrir Gis frænda kántrýbolta (pæliðíðí, Gis var einu sinni lopapeysukommi). Skilst að Jón hafi vakið athygli og aðdáun fyrir óvenju taktfasta vinstri löpp.
Þetta blogg er orðið alltof langt og fariði í.... háttinn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home