Wednesday, September 29, 2004

Fréttablaðið í dag

Flennistór fyrirsögn á bls. 10 í Fréttablaðrinu í dag: Kynferðisafbrotamenn kúgaðir í fangelsum.
Hvert er vandamálið?

Jibbí!

Klöppum nú vel og duglega, því Jón Steinar hefur verið ráðinn sem hæstaréttardómari! Maðurinn er jú alveg frábær og gleðst ég mjög yfir því að íslenskt réttarkerfi sé nú einu skrefi nær því að vera treystandi.
Annars, alveg óskylt með öllu - ég og Ingi Valur, vinur minn, vorum að labba okkur yfir í Svarta Svan áðan. Stóð þá maður, mér alls ókunnugur, á gangstéttinni hinumegin við götuna og kallaði til okkar og annarra sem til heyrðu: "Ég er alveg útúr á sveppum, ég er alveg að missa það" rétt áður en hann labbaði fyrir strætó, sem náði (illu heilli) að nauðhemla í tæka tíð. Skemmtilegt.

Tuesday, September 28, 2004

Pæliðíðí

Pæliðíðí, fyrir ekkert alltof mörgum árum mátti ekki kaupa bjór, lúgusjoppur þekktust ekki svo heitið gæti, bensínstöðvar lokuðu kl. 6 og búðir almennt líka. Engin 10-11 opið allan sólarhringinn og ekkert bensín á kvöldin. Fyrir aðeins 5 árum var leyft að skemmtistaðir mættu vera opnir lengur en til kl. 3 um helgar og fyrir rúmum tíu árum var öllu lokað kl. hálfþrjú, hálftíma áður en staðurinn lokaði, því það varð að hætta að selja brennivín þá.
Oggopons meira aftur í tímann - ein útvarpsstöð, ein sjónvarpsstöð, ekkert sjónvarp á fimmtudögum og ekkert í júlí. Ríkisrekið símafyrirtæki var eina símafyrirtækið og svo má lengi telja.
Enn er bara eitt fyrirtæki sem selur brennivín og enn er skylduáskrift að RÚV, sama hvort maður horfir á það eður ei.
Bara varð að minnast á þetta, sko. Gleymdi ég einhverju?

Monday, September 27, 2004

Barnaafmæli og bíllausi dagurinn

Jú, strákurinn minn er að smella í heilt ár og af því tilefni buðum við hjónun nokkrum helstu fjölskyldumeðlimum í kökur og kaffi. Hafi þér ekki verið boðið ert þú greinilega ekki inni á mínu heimili!
Nú, eitt sem ég skil ekki með svona familíuboð er brauðtertur. Nokkrar brauðsneiðar, sjö rækjur og brúttólest af majonesi, öðru nafni kransæðakítti. Svo mikill bévítans viðbjóður að mér verður óglatt bara við tilhugsununa. Fyrr skýt ég mig í fótinn en að láta þennan viðbjóð inn fyrir mínar varir.
Í ammmmælinu vorum við nokkrir að ræða hinn geysiskemmtilega bíllausa dag sem var fyrir skemmstu. Bar þá á góma að borgarráð, sem er jú hópur af bévuðum kommúnistum, ætlaði sér í raun og veru að láta loka einni aðalumferðargötunni hér í borg til að hvetja fólk til að vera bíllaust! Sumsé, þeim datt eitthvað í hug sem þeir héldu að væri gaman og þá áti að banna öllum hinum að gera öðruvísi! Sem betur fer kom löggan til bjargar og sagðist ekki ætla að taka þátt í svona helv... kjaftæði og virðing mín fyrir embættinu fór vaxandi.
Nú skulum við standa fyrir nýjungum;
1. Gleraugnalausi dagurinn - fólki bannað að bera gleraugu, sama hvort það vill eða ekki.
2. Skyndibitalausa helgin. Subway, MacDonalds og Aktu Taktu lokað og fólk verður að elda heima. Sama hvort það vill eða ekki.
3. Búslausi laugardagurinn. Gæti t.d. verið fyrsti laugardagur í ágúst ár hvert. Fólk er edrú þennan dag, sama hvort það vill eða ekki.
4. Sjónvarpslausi fimmtudagurinn. Vinstri menn gleðjast eflaust þegar landsmenn stíga tæpa tvo áratugi aftur í tímann og verða að draga fram Trivíal Pörsjút eða Skrabbúl á fimmtudögum - sama hvort þeir vilja eða ekki. Væri þá ráð að endurvekja sjónvarpslausan júlí líka.
Borgarráð - þið eruð hópur af hálfvitum greinilega. Bíllaus dagur, hvað er að ykkur?

Friday, September 24, 2004

Spila í kvöld!!!

Vil benda á að ég, sem slíkur, er að leika og syngja fyrir almennri ofdrykkju í kvöld í Templarahöllinni Dubliner sem er við einhverja götu niðrí bæ. Ég er í fíling og verð því skemmtilegur, en þess má geta að ég er að leysa hann Þór Fitzgerald af, en hann ætlaði einmitt að leysa af Garðar Garðars, sem átti að leysa af Bjarna Tryggvason. Skemmtilegt.
Annars hef ég ei neitt af viti að segja, nema mér finnst báðir forsetaframbjóðendurnir í BNA vera hálfvitar. Blóðug bylting og Bill Clinton aftur! Eða Chelsea Clinton sem forseta...

Wednesday, September 22, 2004

N og aftur um Poppvíti

Alveg frábært hjá Poppvíti að endursýna hina stórgóðu siðfræðikennsluþætti "Paradise Hotel" í kennaraverkfallinu og auglýsa sérstaklega að þetta sé fyrir skólakrakkana í verkfallina. Það eru jú bara grunnskólakennarar sem eru í verkfalli þannig að elstu (nota bene elstu, það eru sum yngri) krakkarnir eru 15 vetra. Endilega mokið yfir börnin okkar kennslustund í drusluhætti, gjálífi og hálfvitaskap, hvar allir ríða öllum hver um annan þveran. Það var nógu slæmt að vita af þessu helv... á kvöldin en loks þegar þáttaröðin er búin þá er hún endursýnd upp úr hádegi og auglýst sérstaklega fyrir börn! Jú, frábært hjá ykkur Popptívímönnum að standa svona vörð um siðferði æsku landsins! Hvaða bévítans hálfvitagangur er þetta? Þetta sýnir og sannar það sem ég hef alltaf sagt - meðalgreindarvísitala starfsmanna þarna hlýtur að vera svipuð tala og meðalhitastig á Jan Mayen - í febrúar!
Popptíví - hættið að sýna þætti, spilið bara tónlist. Athugið - Scooter er ekki tónlist.
Og á léttari nótum;
Annars sást tengdapabbi (ekki það að hann sé beint léttur) í löggubúningnum í fréttum í morgun, haldandi á bleikum hjólbörum fullum af kvennabókmenntum inn í forsætisráðuneytið. Skrýtið, ég á fullt af bókum, en aðeins tvær eftir konur - Frankenstein og Harry Potter, hvort tveggja einhverjar þekktustu persónur bókmennta - og kvikmyndasögunnar. Reyndar skrifaðar með 170 ára millibili eða nálægt (nálykt) því.
Annars er allfyndið að eitt þessara tímarita sem er dreift frítt í sjoppur landsins heitir því skemmtilega nafni Orðlaust - kvenkyns tímarit. Lítið sannfærandi titill.

Tuesday, September 21, 2004

Vírus í augað!

Juminn, haldiði að maður hafi ekki fengið vírus í augað í gær og þurfti að fara á spítalann og alles. Fékk Garðar félaga til að hlaupa í skarðið á Dubliner og hékk hálftímunum saman uppi á slysó að lesa Séð og heyrt síðan ´97 - með öðru auganu.
Kom svo heim um hálfeitt og sá þá (með öðru auganu) eitt fyndið í sjónvarpinu - júdó blindingja á ÓL fatlaðra. Ísland hlýtur að eiga góðan cjéns á fötluðu ÓL því hér er einn öryrki á hverja tólf vinnandi menn. En þetta blindingjajúdó var fyndið. Alltíkei þó maður geri grín að blindum, ekki lesa þeir bloggið, hehe. Hreint ótrúlegt þó að menn láti ekkert stoppa sig í júdóinu, eins og að halda áfram þó maður sjái ekkert, dáist pínu að því. Eða eiginlega mikið.
Hvað um það.
Ísland hefur aldrei getað, og mun aldrei geta, neitt á venjulegu ÓL. Við fengum jú brons í júdó sjáandi 1984 og silfur í einhverri asnalegri íþrótt fyrir hálfri öld, en höfum unnið gull og gersemar á fötluðu ÓL. Ég sé fyrir mér stórkostlegan árangur í utanhússblindskák lesbískra rauðhærðra dverga með kryppu í ár. Hættum þáttöku í venjulegu ÓL og eyðum meiru í afreksfólk okkar í íþróttum fatlaðra, þau eiga það skilið. Hinir geta borgað sitt íþróttabrölt sjálfir, ekki eru þeir fatlaðir, geta stundað fulla vinnu og allt.
Tékkiði svo á blindingjaskets Villa og Péturs á buff.is.
Að lokum vil ég benda á að ég er að skrifa bók um fetish. Hún heitir "Sýg hæl".

Monday, September 20, 2004

Misrétti

Sá auglýst eftir nuddkou á eróþýska nuddstofu í Fréttablaðinu í morgun. Er að huxa um að sækja um djobbið og kæra svo til jafnréttisráðs þegar mér verður hafnað.
Annars er komið verkfall. Ætli verði ekki allt fullt af unglingi í búðinni í dag?

Sunday, September 19, 2004

Íslandsmet í málvillum innanhúss án atrennu

Ahahahaha! Múhahahaha! Ég hlæ dátt í dag, eftir aldeilis skemmtilega málvillu hjá (vonandi bráðum fyrrum) útvarpsmanni á Bylgjunni (Síbyljunni). Þannig er að ég og heila familían fórum í dag að sjá Ingó Má mág hoppa og skoppa á reiðhjóli yfir hindranir og stökkpalla, dettandi eins og vitleysing og drulla sig út í Öskjuhlíðinni. Þar voru sumsé einhverjir BMX-vitleysingar að leika sér og við kíktum á. Ingó var annaðhvort stökkvandi upp í himingeiminn eða dettandi í moldarflag og var oft gaman af. Hinsvegar var svo mikið Rammstein og Papa Roach í gríðarstórum hátölurum á alltof miklum styrk á svæðinu að þegar ég yfirgaf svæðið var ég kominn með rokkóþol á byrjunarstigi. Familíunni var skutlað heim og ég þurfti aðeins að stússast og var stillt á Bylgjuna (loftnetið á Fordinum er brotið og því er það eina stöðin sem næst). Þá kom það - útvarpsmaðurinn færði mér fréttir af því að Cameron Diaz og Justin Timberlake (bara í Vatnaskógi) væru fokkings SKIPT AÐ SKILUM og ég hló af mér anusinn.
Takk og lifið Heil - Hitler!!!

Saturday, September 18, 2004

Trallalla og húllumhæ

Jæjajá. Mér finnst lífið frábært! Maður segir nokkur orð hér á blogginu um að maður hafi eytt ótæpilega í rúmteppi og milljón manns kommentera og hafa skoðanir misjafnar, en þegar maður stingur upp á að svipta hálfa þjóðina kosningarétti segir enginn orð. Mikið er gott að vita að þið verðið svona sammála mér þegar ég verð einræðisherra, múhahaha. Þá missa allir kosningaréttinn nema ég og ég kýs mig aftur og aftur og aftur og aftur og Ísland verður stórveldi í stjórnmálasambandi við mannætur.
Ég er annars í stuði hér klukkan níu á laugardagsmorgni, með annan sveppinn étandi brauðsneið við hlið mér og hinn steinsofandi. Sá fer nú sérdeilis allrosalega í Playstation þegar hann vaknar um morguninn.
Gott ef það er ekki kveikt á sjónvarpinu og Fúsi, minn frábæri vinnufélagi, er þarna á útopnu í músíkvídeói að hita upp fyrir James Brown ásamt hljómsveitinni Janúar.
Annars er ég í stuði, en eru ekki allir þunnir mjög?

Friday, September 17, 2004

Tjellingar

Nú hafa orðið breytingar á ríkisstjórn og fóru þær nú ekki andskotalaust í gegn. Kerlingar í Framsóknarflokknum (mesta rangnefni ever) voru nebblega alveg gjörsamlega dýrvitlausar af því að það mátti ekki reka karl svo kona gæti komið í staðinn í ráðherrastól. Þær kalla það víst jafnrétti.
Nú eru hinsvegar Sjálfstæðisglyðrur orðnar gersamlega dýrvitlausar margar hverjar því nýr umhverfisráðherra, sem er einmitt kona, skipaði karlmann sem aðstoðarmann sinn. Það þykir konum í flokknum alger óhæfa. Því sýnist mér sem svo, og er það engin nýlunda, að konur séu almennt þannig að ekki sé nokkur einasta leið að gera þeim til hæfis. Nú, fyrst ekki er hægt að gera þeim til hæfis skulum við karlar hætta að reyna. Sviptum þær bara kosningarétti og athugum hvað þær segja þá. Þær eru greinilega, og verða örugglega aldrei, ánægðar með stöðu kvenna í pólítík, og því þá að vera að þessu?

Rúmteppi

Bévaður hálfviti getur maður verið stundum... eða alltaf. Kerla mín vildi endilega kaupa rúmteppi á hundrað og eitthvaðþúsundkall rándýra kíróprakterarúmið mitt... eða okkar... og fór hún því í gær að bera saman verð og gæði í verslunum borgarinnar. Fór hún fyrst í Svefn og Flensu í Listhúsinu og fannst frekar dýrt, svona 17,000-kall með einhverjum pífum og skrauti og leitaði því víðar. Þar var þetta allsstaðar talsvert dýrara eða þeim mun verra. Við renndum því áðan í áðurnefnda verslun, hvar ég keypti rúmið góða fyrir einhverjum fjórum árum af Matta Matt (þessi feiti í Pöpunum), og litum á rúmteppi.
Mér hefur alltaf þótt svona rúmteppi vera álíka lítið gáfulegt og að almennt búa um rúm. Verandi karlkyns veit ég að það er feykinóg að loka svefnherbergishurðinni. En þessar konur eru jú alltaf með einhverjar sérþarfir, taka til og raða í skúffur og eitthvað, svo maður spilar með.
Er í þessa stórgóðu verslun var komið tók á móti okkur afar viðkunnanleg kona sem virtist hafa þann kost að vera ekki að reyna að selja okkur neitt dýrara en við vorum að biðja um. Svo sá ég þetta líka bráðhuggulega rúmteppi með timburtölum og útsaum og alles. Ég leit á kerlu mína og sagði "Ég vil fá svona. Núna." Yfirleitt læt ég nú bara eftir henni það sem hún vill strax, enda konur vanar að fá sínu fram, en þarna varð ég að standa á mínu og vera töffari. Þetta rúmteppi skyldi keypt og ekkert múður.
Svo leit ég á miðann... þrjátíu og fullt af þúsundum! En það var flott og ég varð að fá þetta.
Ég, karlkys, loðinn á bringunni og almennt um allann skrokkinn, fíla Iron Maiden, er með þétta og karlmannlega skeggrót, spila á rafmagnsgítar, drekk íslenskt brennivín dræ... ég var að kaupa mér rúmteppi á þrjátíuþúsundfokkingskall!!! Og ekki nóg með það, ég er hæstánægður!!!
Ég er semsagt bara kerling og fokkiði ykkur...

Wednesday, September 15, 2004

15. september

Mig langar að óska landsmönnum til hamingju með nýja forsætisráðherrann, hann er jú einn sá hressasti sem sögur fara af. Vona að hann verði jafn geðveikislega frábær og sá síðasti, en þann ágæta mann dýrka ég og dái. Þegar sá verður utanríkisráðherra kemur hann til með að finna ný útlönd til að vera vinir okkar. Jafnvel finna upp ný útlönd til að vera vinir okkar.
Annars fannst mér gríðarfyndið að í gærmorgun var viðtal við mann sem heitir Birgir Hermannsson í útvarpinu og hann beðinn um að tjá sig um Davíð. Í stuttu máli fannst honum Davíð vera fíbbl og hálfviti og allt þar á milli. Mér fannst það fyndið því Birgir þessi var kynntur sem stjórnmálafræðingur en þeir gleymdu alveg að segja að hann er líka Samfylkingarmaður og fyrrum aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar. Skemmtilegt hvað RÚV er alltaf frábærlega hlutlaust við okkur hlustendur sem erum neyddir til að greiða afnotagjöld af því hvort sem við viljum horfa á það og hlusta eður ei. Sumsé - ef maður á sjónvarp, sem maður notar bara til að horfa á almennan heiladauða á Skjá einum í formi fóbbolts og amerískra framhaldsþátta, þá þarf maður samt að borga af RÚV þó maður horfi aldrei á það. Ansi hreint pirrandi.
Hvað um það, verum í stuði.

Tuesday, September 14, 2004

Litla systir Grýlu og strippið

Halló, fólk!
Haldiði að ég hafi ekki hreinlega verið að leika og syngja í gær á Bar Satans (Djöflíner), með bullandi kvef og hálsbólgu. Það er nú svosem ei merkilegt, Halldór á barnum kom við og við með Hot Whiskey handa mér (viskí út í heitt vatn með sítrónu og negul... negli... negull um negul frá negli...) og hjálpaði það, ásamt Gajol brjóssyggnum, til við að halda hálsinum þokkalegum gegnum næsta lag. Var samt allt kvöldið alveg á nippinu með að brenna yfir, en slapp stórslysalaust... að þessu leyti. Svo kom nebblega stórslys og það heldur betur.
Káta kráin fylltist af túristum, venju samkvæmt, og voru þeir frá öllum heimshornum - miðað við að heimurinn sé Skandinavía. Svíar, Norðmenn og annað pakk.
Ein kona íslensk, líklega að nálgast sextugt, satu út í horni og drakk bjór. Þegar leikar tóku að æsat og Brown eyed girl var komið í spilun voru nokkrir ungir, norskir strákar komnir með fráhnepptar skyrtur og stelpurnar dansandi upp á stólum og borðum, eins og gerist þarna á bænum annað veifið. Haldiði að gamla kerlingin, sem ég gleymdi áðan að taka fram að leit út eins og litla systir Grýlu, hafi ekki skellt sér upp á stól og farið að týna af sér spjarnirnar!!!
Leit ég undan hið snarasta, en ekki nógu snarlega, því þessi ímynd er enn greypt í huga mér í dag, hvernig pönnukökuflöt brjóstin flæddu hvort sínu megin við gríðarstóra og viðurstyggilega slitna bumbuna sem vaggaði til og frá, slitin og alsett kýlum og viðbjóði. Er skemmst frá að segja að æxlunarfæri mín skutust við þessa herfilegu sjón lengst upp í kviðarhol og eru þar enn, níu tímum síðar. Þetta kallar á málsókn.
Nú Össi dyravörður hljóp til og henti kerlu á dyr, en þó ekki fyrr en eftir tíu mínútna leit að klæðum hennar, sem voru uppi á hillum og undir borðum.
Gaddemitt, hvað þetta var ógeðslegt.
Best að finna góða pornsíðu til að reyna að auka blóðstreymi til suðurs, annars er þetta bara búið...

Friday, September 10, 2004

Smá útskýring

Ætla svona rétt að segja nokkur orð, því minn ástkæri bróðir setti inn komment við greinina hér að neðan. Ekki hef ég neitt sérstaklega mikið á móti því að ríkið og sveitarfélög reyni eftir megni að aðstoða þá sem ekki geta unnið fyrir sér með e.k. fyrirgreiðslu, félagslegum íbúðum, styrkjum o.þ.h.
Hins vegar er það dæmi sem ég tók hér að neðan illu heilli ekki í þeirri kategóríu. Maður nokkur fær félagslega íbúð og borgar ekki leigu, ekki í á þriðja ár eins og ég taldi, heldur í FIMMTÁN ÁR! Það sér hver maður að það er óviðunandi með öllu. Eins sögðu nágrannar í viðtali við DV (sem er reyndar sorprit sem er ekki alltaf mark á takandi) að sonur hans, sjómaður byggi hjá honum þegar hann væri í landi og þá hefði ekki grunað að leigjandinn væri öryrki því hann væri svo glaðvær og hefði gaman af að skemmta sér! Maðurinn hefur efni á því en getur ekki borgað leigu í 15 fokkings ár, sem er jú tæpar fimmtán þúsund á mánuði, en hefur gaman af að skemmta sér! Þegar DV vildi að hann segði nokkur orð (gardínustöng, sultukrukka, blómapottur) kvað hann Ögmund ætla að hafa orð fyrir sig, vildi síður segja neitt sjálfur og sagði Ögmund hafa beðið sig að steinþegja, það væri betra fyrir hann.
Það þarf jú að draga einhvern til ábyrgðar fyrir þetta, en ekki fyrir að henda honum út, heldur fyrir að hafa ekki gert það fyrir vel rúmum áratug!
Athæfi sem þetta á að vera refsivert, sem og öll misnotkun á almannatryggingakerfinu. Mætti vel gera gangskör í því. Skemmtilegt til dæmis að sjá allar splunkunýju Toyoturnar fyrir farman öryrkjablokkirnar...

Tuesday, September 07, 2004

Hún Ingibjörg og annað röfl

Hahahaha!!! Sáuði hana Ingibjörgu Sólrúnu í fréttum Stöðvar 2 sl. laugardag? Skemmtilegt nokk, sko. Hún talaði um hvað það væri agalegt að Síminn hefði keypt stóran hlut í Skjá einum. Hún talaði um að það væri sko engan veginn í samræmi við fjölmiðlafrumvarpið sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði sett fram fyrr á árinu... er það slæmt að mati Ingibjargar Sólrúnar? Ef ég man rétt var hún eitthvað á móti frumvarpinu, var það ekki? Ef ég man rétt var frumvarpið líka tekið af dagskrá og varð ekki að lögum, við talsverðan fögnuð Ingibjargar og hennar manna. Svo þegar þetta viðskiptafrelsi, sem vinstri menn urðu allt í einu (furðulegt nokk) talsmenn fyrir, kemur einhverjum að notum verða vinstri menn, bæði Samfylkingin og VG urrandi vitlausir. Endilega ákveðið ykkur hvar þið standið.
Nú var Ögmundur líka í fréttum, dýrvitlaus á öllum sjónvarpsstöðvum og dagblöðum, því maður nokkur hafði verið borinn út með lögregluvaldi úr leiguíbúð á vegum borgarinnar. Fór Ögmundur mikinn, talaði um að maðurinn væri jú fatlaður og eitthvað, sem hefur væntanlega verið ástæðan fyrir að hann fékk félagslega leiguíbúð til að byrja með, og svoleiðis fólki mætti ekki henda á götuna. Það sem ekki fylgdi sögu Ögmundar er að maðurinn var ekki búinn að borga leiguna í vel á þriðja ár og var margbúinn að fá viðvaranir og hafði m.a.s. verið boðið að ef hann færi nú að greiða leiguna, eins og hann jú á að gera, yrðu felldar niður skuldir hans sem voru 24 mánuðir...TVÖ ÁR!!!
Manni finnst stundum yfirlýsingagleði VG-forkólfanna bera vott um gríðarlega örvæntingarfullar atkvæðaveiðar á miðum þeirra sem minna mega sín og vilja kenna stjórnvöldum um allt. Sjálfur var ég býsna fúll að lesa í blaðinu að manninum hefði verið boðið þetta, ekki gaman að sjá að skattfé mitt sem og útsvar borgarbúa fari í að borga íbúðarleigu fyrir manninn. Ef maður af einhverjum ástæðum hefur ekki efni á að leigja íbúð þá leigir maður jú bara herbergi, sem hlýtur að vera ódýrt hjá borginni því leigan á íbúðinni - sem umræddur maður einmitt borgaði EKKI - er 14,500 kr. á mánuði!
Að lokum langar mig að beina einu til sjónvarpsmanna á Poppvíti - læriði íslensku, hálfvitarnir ykkar! Sumir þarna virka sem þeir hafi ekki einu sinni nógu háa greindarvísitölu til þess að komast á atvinnuleysisbætur! Sá sem kynnir vansældalistann sagði nefnilega í dag (svona fyrir utan allar málfræðivillurnar sem dagskrárgerðarmenn dæla yfir æsku landsins, er hann var að tala um Sugababes; "Lýstu þær því yfir að þær langaði mikið að leika í Asíu, því ÞAR Í LANDI væru tónleikagestir..."
Það er greinilega ekki nóg að hafa aflitað hár til að fá vinnu á Poppvíti, það hjálpar að vera heiladauður.

Friday, September 03, 2004

Vei!

Scooter er að koma aftur. Aaarrrgh! Það er alltaf verið að flytja inn eitthvað einskisnýtt drasl, þótt gullmolar hafi verið inni á milli. Fór t.d. á báða Purple, missti þó af Metallicu, sem ég hefði alveg viljað sjá og sleppti James Brown vegna vinnu. Hafði lítinn áhuga á
Sugababes (krakkapopp)
Korn (leiðindanúmetal)
Pink (æi)
Lou Reed (hundleiðinlegur alltaf)
50 cent (mannapinn er hreinasta form viðurstyggðar sem ég veit af)
Placebo (hommalegt væl) og
Pixies (ekkert slæmt, bara nennti ekki).

Mig langar að fá;
Tom Waits, Radiohead, Lenny Kravitz, Paul McCartney, Maroon 5, Steve Vai eins og bandið hans er núna og goðin mín í Rush. Myndi heldur ekkert slá höndinni á móti Eric Clapton eins og bandið hans er í dag.
Vil gjarnan fá AFTUR;
Metallica, Purple, Iron Maiden og Foo Fighters.
Annars í andartakinu langar mig mest að sjá Mínus, hef ekki séð þá læv í 4 ár eða eitthvað.

Er að fara, ásamt hljómsveitinni Swiss, til Akureyris (Skaupið ´84) að spila á Vélsmiðjunni. Lofum svo miklu stuði að gestir fari örvhentir heim. Allir að koma og fá sér í allar tærnar.
Ekki orð um það meir.


Thursday, September 02, 2004

Sör Vævor

Nú er hann Sir Vivor (hvenær var hann aðlaður) að byrja aftur á Skjá Einum. Enn eina ferðina er helv... útlendingum hent út á einhverri kyrrahafseyjunni þar sem þau týna banana og veiða geddur í matinn og lifa í vellystingum. Eins og Jay Leno benti á er engin furða að kaninn sé oft óvinsæll utan síns heimalands þar sem þeir fara til staða þar sem annað fólk þarf að búa og kalla það "Survivor" eins og það sé lífshættulegt að vera þar.
Hvað um það, ég er með hugmynd: Survivor Austfirðir. Látum nokkra hamborgararassa út á hálendinu með ekkert nema vasahníf og hlaðinn riffil svo þeir geti veitt sér til matar, hreindýr eða rjúpu. Fylgjumst svo með bévuðum ameríkönunum verslast upp í vosbúð og kulda og frjósa svo í hel. Þá er gaman!
Annars hef ég í hyggju að yfirtaka einhver kvöld á Skjá einum alveg fyrir mig. Hér er dagskráin:

20.00: Fólk með sérrí. Ingvar og félagar fá sér neðan í því.
21.00: Maður er kenndur. Stebbi Stuð í viðtali hjá Ingvari.
22.00: Maður er skemmdur. Ingvar í viðtali hjá Stebba Stuð.
23.00: Maður er uppnefndur. Ingvar og félagar fara yfir strikið.
00.00: Nú er gaman. Ingvar og félagar fara á ball.
01.00: Þá var gaman. Endurtekið efni. Ingvar og félagar fóru á ball.

Reikna ég með mikilli gleði við þessa dagskrárgerð og ekki orð um það meir!

Wednesday, September 01, 2004

Bræðurnir Bachmann

Skemmtilegt frá að segja að sl. laugardagskvöld kíkti ég örsnöggt á Graut á Stöng hvar gleðisveitin Oxford var að búa sig til leiks. Trommari þeirrar stórskemmtilegur sveita, Halli Bachmann (sem átti ammæli á föstudaginn), er einmitt bróðir trommara Skímó og Írafárs, Hanna Bachmann.
Hanni hefur nýtekið saman við eina eftirsóttustu fyrirsætu klakans, Ósk Norðfjörð. Halli á líka kærustu, en það er núverandi Ungfrú Ísland. Báðir spila þeir á trommur í hljómsveitum þar sem gítarleikarinn heitir Vignir Vigfússon, þó ekki sami Vignirinn.
Fannst þetta bara alveg þess virði að segja frá því og ekki orð um það meir!