Wednesday, September 15, 2004

15. september

Mig langar að óska landsmönnum til hamingju með nýja forsætisráðherrann, hann er jú einn sá hressasti sem sögur fara af. Vona að hann verði jafn geðveikislega frábær og sá síðasti, en þann ágæta mann dýrka ég og dái. Þegar sá verður utanríkisráðherra kemur hann til með að finna ný útlönd til að vera vinir okkar. Jafnvel finna upp ný útlönd til að vera vinir okkar.
Annars fannst mér gríðarfyndið að í gærmorgun var viðtal við mann sem heitir Birgir Hermannsson í útvarpinu og hann beðinn um að tjá sig um Davíð. Í stuttu máli fannst honum Davíð vera fíbbl og hálfviti og allt þar á milli. Mér fannst það fyndið því Birgir þessi var kynntur sem stjórnmálafræðingur en þeir gleymdu alveg að segja að hann er líka Samfylkingarmaður og fyrrum aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar. Skemmtilegt hvað RÚV er alltaf frábærlega hlutlaust við okkur hlustendur sem erum neyddir til að greiða afnotagjöld af því hvort sem við viljum horfa á það og hlusta eður ei. Sumsé - ef maður á sjónvarp, sem maður notar bara til að horfa á almennan heiladauða á Skjá einum í formi fóbbolts og amerískra framhaldsþátta, þá þarf maður samt að borga af RÚV þó maður horfi aldrei á það. Ansi hreint pirrandi.
Hvað um það, verum í stuði.

3 Comments:

Blogger heida said...

Elvar vill benda þér á að Davíð vinnur nú hinum megin við götuna frá þér og þú getur því heimsótt vininn með lítilli fyrirhöfn. Heiða segir: Haltu áfram að vera fyndinn, því ég les bloggið þitt á morgnanna með korrrflekksinu mínu.

6:58 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka þér hlýleg orð. Við hér í búð Tóna vorum einmitt að tala um að kaupa blóm og súkkulaði handa karlinum og bjóða hann velkominn í götuna eins og góðir grannar eiga að gera. Grannar, allir þurfa góða granna...

1:00 PM  
Anonymous Anonymous said...

.......grannar allar konur eru grannar........

Bryn ;oD

3:09 PM  

Post a Comment

<< Home