Monday, September 27, 2004

Barnaafmæli og bíllausi dagurinn

Jú, strákurinn minn er að smella í heilt ár og af því tilefni buðum við hjónun nokkrum helstu fjölskyldumeðlimum í kökur og kaffi. Hafi þér ekki verið boðið ert þú greinilega ekki inni á mínu heimili!
Nú, eitt sem ég skil ekki með svona familíuboð er brauðtertur. Nokkrar brauðsneiðar, sjö rækjur og brúttólest af majonesi, öðru nafni kransæðakítti. Svo mikill bévítans viðbjóður að mér verður óglatt bara við tilhugsununa. Fyrr skýt ég mig í fótinn en að láta þennan viðbjóð inn fyrir mínar varir.
Í ammmmælinu vorum við nokkrir að ræða hinn geysiskemmtilega bíllausa dag sem var fyrir skemmstu. Bar þá á góma að borgarráð, sem er jú hópur af bévuðum kommúnistum, ætlaði sér í raun og veru að láta loka einni aðalumferðargötunni hér í borg til að hvetja fólk til að vera bíllaust! Sumsé, þeim datt eitthvað í hug sem þeir héldu að væri gaman og þá áti að banna öllum hinum að gera öðruvísi! Sem betur fer kom löggan til bjargar og sagðist ekki ætla að taka þátt í svona helv... kjaftæði og virðing mín fyrir embættinu fór vaxandi.
Nú skulum við standa fyrir nýjungum;
1. Gleraugnalausi dagurinn - fólki bannað að bera gleraugu, sama hvort það vill eða ekki.
2. Skyndibitalausa helgin. Subway, MacDonalds og Aktu Taktu lokað og fólk verður að elda heima. Sama hvort það vill eða ekki.
3. Búslausi laugardagurinn. Gæti t.d. verið fyrsti laugardagur í ágúst ár hvert. Fólk er edrú þennan dag, sama hvort það vill eða ekki.
4. Sjónvarpslausi fimmtudagurinn. Vinstri menn gleðjast eflaust þegar landsmenn stíga tæpa tvo áratugi aftur í tímann og verða að draga fram Trivíal Pörsjút eða Skrabbúl á fimmtudögum - sama hvort þeir vilja eða ekki. Væri þá ráð að endurvekja sjónvarpslausan júlí líka.
Borgarráð - þið eruð hópur af hálfvitum greinilega. Bíllaus dagur, hvað er að ykkur?

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hihihihi gvari þari

1:08 PM  
Blogger Gauti said...

sammmála þessu með bíllausa daginn . . á kuldaskerinu sjálfu . . þetta er skiljanlegt á meginlandi evrópu (þaðan sem hugmyndin er komin) þar sem veður er til og gert ráð fyrir fólki á hjólum t.d. (en hér í DK var samt tómt vesen útafessu , umferðaröngþveiti útaf lokuðum götum ossoframvegiss). . en að hafa af fólki bílana á klakanum aþþíbaratilaðgeraeinsoghinir er bara bull !
Til hamingju með strákinn annars Ingvar minn ;-)

6:31 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Til lukku með drenginn.
Time is fun when you're having flies.

Mæli annars með skuldlausa deginum ef þeir ætla að halda þessum þemadögum áfram.......

Kv
Orgel

11:54 PM  
Blogger Ingolfur said...

Til hamingju með barnið

10:22 AM  

Post a Comment

<< Home