Wednesday, September 01, 2004

Bræðurnir Bachmann

Skemmtilegt frá að segja að sl. laugardagskvöld kíkti ég örsnöggt á Graut á Stöng hvar gleðisveitin Oxford var að búa sig til leiks. Trommari þeirrar stórskemmtilegur sveita, Halli Bachmann (sem átti ammæli á föstudaginn), er einmitt bróðir trommara Skímó og Írafárs, Hanna Bachmann.
Hanni hefur nýtekið saman við eina eftirsóttustu fyrirsætu klakans, Ósk Norðfjörð. Halli á líka kærustu, en það er núverandi Ungfrú Ísland. Báðir spila þeir á trommur í hljómsveitum þar sem gítarleikarinn heitir Vignir Vigfússon, þó ekki sami Vignirinn.
Fannst þetta bara alveg þess virði að segja frá því og ekki orð um það meir!

6 Comments:

Blogger brynhula said...

Híhí gaman :oD Bachmannbræður eiga allt gott skilið.

2:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hvar stendur André Bachman í þesari jöfnu? Jú hann hefur gjarnan nefnt eiginkonu sína drottninguna, hann er jú trommari líka!

11:15 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

Hahahahaha! André!! Snilld að blalnda honum í þetta....

1:29 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Ég ætlaði að minnast á FALLEGU Bachmann-kallana, ekki André. Vorkenni ég mikið þriðja Bachmann-bróðurnum (þ.e.a.s. frá Selfossi), veit ekki hvort hann á kerlingu, en hún þarf að hafa einhvern heví titil til þess að toppa kærustur Hanna og Halla! Súpermódel og Ungfrú Ísland... hvað getur toppað það? Herra Heimur?

10:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Richard Bachman er langfallegastur, flottastur og bestur. Hann framkallar trommusóló með skrifum sínum.
Bachman Turner Overdrive er á útopnu og Þorsteinn Bachman er líka töffari.
Svo var Jóhann Sebastían Bachman mikill trommari í gamla daga og Edda Heiðrún Bachman þótti nú gella eitt sinn þó hún hafi alltaf verið frekar lélegur trommuleikari og ekki einu sinni ungfrú Ísland punktur isspiss eða neitt svoleiðis.
Held þó að hún hafi verið talsvert góð á lírukassa.

11:26 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Sebastían er jú millinafn Jóhanns Bachmann, tel ég hljóti að vera. Bachman-Turner Overdrive var ágæt en ég tel ágætt einnig að snara nafni Írafárs yfir á ástkæra ylhýra poppmálið (ensku) sem svo:
Bachmann-Haukdal Overdrive!
Ekki orð um það meir.

1:30 PM  

Post a Comment

<< Home