Wednesday, September 29, 2004

Jibbí!

Klöppum nú vel og duglega, því Jón Steinar hefur verið ráðinn sem hæstaréttardómari! Maðurinn er jú alveg frábær og gleðst ég mjög yfir því að íslenskt réttarkerfi sé nú einu skrefi nær því að vera treystandi.
Annars, alveg óskylt með öllu - ég og Ingi Valur, vinur minn, vorum að labba okkur yfir í Svarta Svan áðan. Stóð þá maður, mér alls ókunnugur, á gangstéttinni hinumegin við götuna og kallaði til okkar og annarra sem til heyrðu: "Ég er alveg útúr á sveppum, ég er alveg að missa það" rétt áður en hann labbaði fyrir strætó, sem náði (illu heilli) að nauðhemla í tæka tíð. Skemmtilegt.

6 Comments:

Blogger heida said...

vá, stuð í stórborginni Reykjavík. Og hvað, labbaði hann svo bara í burtu eins og ekkert hefði í skorist?

9:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Er alveg á hreinu að þessi mál sé óskyld ??

Það að Davíð og félagar séu að eigna sér hinn hæsta rétt, eins og nánast allt annað (nema fjölmiðlana, sem þeir eru mjög súrir yfir) er nóg til þess að menn fari á algjört sveppatripp eða eitthvað þaðan af verra.

HP frændi

10:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jon steiner da man...

isnt he da broder af Franklin . . .

12:12 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Frændi sæll, ég held að þótt JSG setji X við D sé hann síst óhæfur til verksins. Þeir hjá hæstarétti hafa jú verið súrir út í hann fyrir að gagnrýna þá opinberlega og hefur hann oftar en ekki haft þónokkuð til síns máls. Þeim mun meiri er pressan á hann að standa sig almennilega. Annars veit ég ekki hversu mikill Davíðsmaður hann er, ætli Davíð sé ekki enn fúll út í hann fyrir að hætta að spila bridds með honum (JSG fannst víst DO ekki taka þessu nógu alverlega)?

2:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Aha frændi sæll. Ég sagði ekki að Nonni væri óhæfur, og ég sagði ekki heldur að ef hann væri óhæfur þá væri það vegna þess að hann setji X við ákveðinn flokk. Ónei, ég held reyndar að hann sé hæfur, eins og svo margir aðrir umsækjendur. Málið er að það var öllum ljóst að hann yrði settur þarna inn og tekinn fram yfir aðra sem einnig eru hæfir vegna þess að hann og Dabbi eru miklir góðvinir, þrátt fyrir að tíma bridsssins sé lokið. En sumsé, eftir stendur, er það öruggt að sveppatrippið sé óskylt Nonnamálinu?
HP

7:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Mér sýndist maðurinn ekkert sérlega pólítískt þenkjandi þarna á þessari stund og þessum stað. Ég get ei með vissu sagt að hann sé hægri maður, því ekki reyndi hann að selja okkur ólyfjan með hagnaði, og ég veit ekki með vissu hvort hann er vinstri heldur, því hann reyndi ekki að fá okkur til að taka þátt í kostnaði hans við neysluna hvort sem við vildum eða ekki :)
Eina sem er víst er að þegar hann kom niður aftur hefur það verið brotlending.

12:29 PM  

Post a Comment

<< Home