Tuesday, September 14, 2004

Litla systir Grýlu og strippið

Halló, fólk!
Haldiði að ég hafi ekki hreinlega verið að leika og syngja í gær á Bar Satans (Djöflíner), með bullandi kvef og hálsbólgu. Það er nú svosem ei merkilegt, Halldór á barnum kom við og við með Hot Whiskey handa mér (viskí út í heitt vatn með sítrónu og negul... negli... negull um negul frá negli...) og hjálpaði það, ásamt Gajol brjóssyggnum, til við að halda hálsinum þokkalegum gegnum næsta lag. Var samt allt kvöldið alveg á nippinu með að brenna yfir, en slapp stórslysalaust... að þessu leyti. Svo kom nebblega stórslys og það heldur betur.
Káta kráin fylltist af túristum, venju samkvæmt, og voru þeir frá öllum heimshornum - miðað við að heimurinn sé Skandinavía. Svíar, Norðmenn og annað pakk.
Ein kona íslensk, líklega að nálgast sextugt, satu út í horni og drakk bjór. Þegar leikar tóku að æsat og Brown eyed girl var komið í spilun voru nokkrir ungir, norskir strákar komnir með fráhnepptar skyrtur og stelpurnar dansandi upp á stólum og borðum, eins og gerist þarna á bænum annað veifið. Haldiði að gamla kerlingin, sem ég gleymdi áðan að taka fram að leit út eins og litla systir Grýlu, hafi ekki skellt sér upp á stól og farið að týna af sér spjarnirnar!!!
Leit ég undan hið snarasta, en ekki nógu snarlega, því þessi ímynd er enn greypt í huga mér í dag, hvernig pönnukökuflöt brjóstin flæddu hvort sínu megin við gríðarstóra og viðurstyggilega slitna bumbuna sem vaggaði til og frá, slitin og alsett kýlum og viðbjóði. Er skemmst frá að segja að æxlunarfæri mín skutust við þessa herfilegu sjón lengst upp í kviðarhol og eru þar enn, níu tímum síðar. Þetta kallar á málsókn.
Nú Össi dyravörður hljóp til og henti kerlu á dyr, en þó ekki fyrr en eftir tíu mínútna leit að klæðum hennar, sem voru uppi á hillum og undir borðum.
Gaddemitt, hvað þetta var ógeðslegt.
Best að finna góða pornsíðu til að reyna að auka blóðstreymi til suðurs, annars er þetta bara búið...

4 Comments:

Blogger heida said...

This comment has been removed by a blog administrator.

7:02 PM  
Blogger heida said...

þetta var mjög grafísk og nákvæm lýsing, ég held þú hljótir að hafa haft lúmskt gaman að, þótt þú viðurkennir það ekki. Uppákoman er samt ógleymanleg, og næstum ótrúleg. En ég trúi þér alveg, sko.

7:02 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

11:49 PM  
Anonymous Anonymous said...

Voðalega eru allir miklir grínarar og flipparar sem heimsækja þessa síðu...........það liggur við að það sé betra að lesa séð og heyrt og DV... saman... afturábak.....í myrkri! Mér finnst þetta bara sorglegt og ég vona að gamla konu greiið hafi ekki fengið kvef.

Kv. Bryn, flata og stabíla leiðindarbryn.

12:21 PM  

Post a Comment

<< Home