Wednesday, September 22, 2004

N og aftur um Poppvíti

Alveg frábært hjá Poppvíti að endursýna hina stórgóðu siðfræðikennsluþætti "Paradise Hotel" í kennaraverkfallinu og auglýsa sérstaklega að þetta sé fyrir skólakrakkana í verkfallina. Það eru jú bara grunnskólakennarar sem eru í verkfalli þannig að elstu (nota bene elstu, það eru sum yngri) krakkarnir eru 15 vetra. Endilega mokið yfir börnin okkar kennslustund í drusluhætti, gjálífi og hálfvitaskap, hvar allir ríða öllum hver um annan þveran. Það var nógu slæmt að vita af þessu helv... á kvöldin en loks þegar þáttaröðin er búin þá er hún endursýnd upp úr hádegi og auglýst sérstaklega fyrir börn! Jú, frábært hjá ykkur Popptívímönnum að standa svona vörð um siðferði æsku landsins! Hvaða bévítans hálfvitagangur er þetta? Þetta sýnir og sannar það sem ég hef alltaf sagt - meðalgreindarvísitala starfsmanna þarna hlýtur að vera svipuð tala og meðalhitastig á Jan Mayen - í febrúar!
Popptíví - hættið að sýna þætti, spilið bara tónlist. Athugið - Scooter er ekki tónlist.
Og á léttari nótum;
Annars sást tengdapabbi (ekki það að hann sé beint léttur) í löggubúningnum í fréttum í morgun, haldandi á bleikum hjólbörum fullum af kvennabókmenntum inn í forsætisráðuneytið. Skrýtið, ég á fullt af bókum, en aðeins tvær eftir konur - Frankenstein og Harry Potter, hvort tveggja einhverjar þekktustu persónur bókmennta - og kvikmyndasögunnar. Reyndar skrifaðar með 170 ára millibili eða nálægt (nálykt) því.
Annars er allfyndið að eitt þessara tímarita sem er dreift frítt í sjoppur landsins heitir því skemmtilega nafni Orðlaust - kvenkyns tímarit. Lítið sannfærandi titill.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ingvar.......hættu að horfa á PoppTV.

Trausti.

12:09 AM  

Post a Comment

<< Home