Tuesday, September 28, 2004

Pæliðíðí

Pæliðíðí, fyrir ekkert alltof mörgum árum mátti ekki kaupa bjór, lúgusjoppur þekktust ekki svo heitið gæti, bensínstöðvar lokuðu kl. 6 og búðir almennt líka. Engin 10-11 opið allan sólarhringinn og ekkert bensín á kvöldin. Fyrir aðeins 5 árum var leyft að skemmtistaðir mættu vera opnir lengur en til kl. 3 um helgar og fyrir rúmum tíu árum var öllu lokað kl. hálfþrjú, hálftíma áður en staðurinn lokaði, því það varð að hætta að selja brennivín þá.
Oggopons meira aftur í tímann - ein útvarpsstöð, ein sjónvarpsstöð, ekkert sjónvarp á fimmtudögum og ekkert í júlí. Ríkisrekið símafyrirtæki var eina símafyrirtækið og svo má lengi telja.
Enn er bara eitt fyrirtæki sem selur brennivín og enn er skylduáskrift að RÚV, sama hvort maður horfir á það eður ei.
Bara varð að minnast á þetta, sko. Gleymdi ég einhverju?

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

........það er nú ekkert frændi minn stofnaði einu sinni land sem heitir Eyesland og þar meiga allir pissa bak við hurð ( og kanna pisss )og nota skrúfjárn fyrir sleikjó....þar er líka selt brennivín í öllum verslunum....og þar er engin ríkisjata né speni, bara börn að moka saman sandi í skóinn sinn.......ahahahhaahah ligga ligga lái....ne ne ne ne ne ne !!!!

Brynhildur Mysingur!

2:15 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Allt það kemur til með að mega þegar ég verð einræðisherra, þá má henda grjóti oní skurð og allt!
Fyrirmyndir mínar verða að sjálfsögðu Túrkmenabasí og Adolf, með dassi af honum þaddna kóreanska, hvað heitir hann aftur?

2:34 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Allt það kemur til með að mega þegar ég verð einræðisherra, þá má henda grjóti oní skurð og allt!
Fyrirmyndir mínar verða að sjálfsögðu Túrkmenabasí og Adolf, með dassi af honum þaddna kóreanska, hvað heitir hann aftur?

2:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

3:42 PM  
Anonymous Anonymous said...

fyrir rúmlega tíu árum var hægt að hitta lækni


Elvar

7:51 PM  

Post a Comment

<< Home