Friday, September 17, 2004

Rúmteppi

Bévaður hálfviti getur maður verið stundum... eða alltaf. Kerla mín vildi endilega kaupa rúmteppi á hundrað og eitthvaðþúsundkall rándýra kíróprakterarúmið mitt... eða okkar... og fór hún því í gær að bera saman verð og gæði í verslunum borgarinnar. Fór hún fyrst í Svefn og Flensu í Listhúsinu og fannst frekar dýrt, svona 17,000-kall með einhverjum pífum og skrauti og leitaði því víðar. Þar var þetta allsstaðar talsvert dýrara eða þeim mun verra. Við renndum því áðan í áðurnefnda verslun, hvar ég keypti rúmið góða fyrir einhverjum fjórum árum af Matta Matt (þessi feiti í Pöpunum), og litum á rúmteppi.
Mér hefur alltaf þótt svona rúmteppi vera álíka lítið gáfulegt og að almennt búa um rúm. Verandi karlkyns veit ég að það er feykinóg að loka svefnherbergishurðinni. En þessar konur eru jú alltaf með einhverjar sérþarfir, taka til og raða í skúffur og eitthvað, svo maður spilar með.
Er í þessa stórgóðu verslun var komið tók á móti okkur afar viðkunnanleg kona sem virtist hafa þann kost að vera ekki að reyna að selja okkur neitt dýrara en við vorum að biðja um. Svo sá ég þetta líka bráðhuggulega rúmteppi með timburtölum og útsaum og alles. Ég leit á kerlu mína og sagði "Ég vil fá svona. Núna." Yfirleitt læt ég nú bara eftir henni það sem hún vill strax, enda konur vanar að fá sínu fram, en þarna varð ég að standa á mínu og vera töffari. Þetta rúmteppi skyldi keypt og ekkert múður.
Svo leit ég á miðann... þrjátíu og fullt af þúsundum! En það var flott og ég varð að fá þetta.
Ég, karlkys, loðinn á bringunni og almennt um allann skrokkinn, fíla Iron Maiden, er með þétta og karlmannlega skeggrót, spila á rafmagnsgítar, drekk íslenskt brennivín dræ... ég var að kaupa mér rúmteppi á þrjátíuþúsundfokkingskall!!! Og ekki nóg með það, ég er hæstánægður!!!
Ég er semsagt bara kerling og fokkiði ykkur...

10 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hihihi .....einhvern tímann er allt fyrst.....flestar karlkyns verur verða meirari með aldrinum og meiri fyrir vikið, sættu þig bara við það Ingvar krúttnabbi þú ert ekki lengur sextán (og þú skalt sjá mig í bíó)
...congratulera! með nýja, fína, veraldlega rúmteppið.

Kv.Bryn

3:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þú ert útsaumað rúmtyppi með timburmenn og tölur.
Þú ert líka hálfviti. Þetta er kassi af góðu víni og ekki nóg með það. Kassi af góðu brennivíni líka. idiot.
Arnmundur sem keypti rúmtyppi í Ikea á þrjúþúsundkall og notaði afganginn í bjór... held ég.

5:34 PM  
Blogger Ingolfur said...

Hey - Bíðum aldeilis ljónhægir!
Hvernig er eiginlega með þig og þína fjölskyldu?
Þegar svona ætem vantar á heimilið á að sjálfsögðu að grípa til hannyrða og sauma, hekla eða vefa svona græju. Minni konu fellur aldrei spor úr verki - alltaf situr hún við hannyrðir, hvernig sem stendur á.
Ert þú að breytast í sunnanpakk sem liðir hvert á öðru í stað þess að stunda heiðarlega vinnu og framleiða eitthvað eins og sveitamanna er siður?
Þetta bruðl tekur öllum fram sem ég hef heyrt að sunnan.
Et tu Brutus?

10:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

...Ingvar! Þetta er ekki kellingarháttur eða linkennd, þetta er heimska.

Trausti kall.

11:10 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

O, nei, konan mín á ekki að þurfa að sitja og sauma, eigi hún frístund skal hún fara í barnauppeldi eða í að vera góð við mig. Hún kann alveg að sauma, bara á ekki að þurfa þess!
Varðandi það að þetta sé kassi af víni, ég kaupi bara líka bjór og brennivín, ég á nebblega svo mikla peninga.
Varðandi það að þetta sé dómadagsheimska, þá var ég í þessum pistli sem hér er verið að svara einmitt að viðurkenna það, ég get verið vitleysingur stundum. Það er gaman og ég á langflottasta rúmteppið af okkur öllum og hananú!!!

10:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

....ég skil ekki af hverju allir hérna eru að sjá á eftir peningunum hans Ingvars???? Er það ekki einmitt þannig að peningarnir hans Ingvars eru í hans eigin ráðstöfun og hann má gera hvað við þá er honum sýnist?
.....og síðan hvenær var göfugra að kaupa brennivín og bjór en önnur veraldleg þægindi?
Ekki hefur neitt af öllu Því brennivíni sem ég hef drukkið um dagana skilað sér í hamingju, það hefur yfirleitt skilað sér meira í gubbi, þynku, pissi og renniskytu!
Ja! Dæmi hver fyrir sig en ég mundi þá heldur kjósa rómansteppið á þrjátíuúnst en renniskytu og rautt nef.

Sé stuð! Brynhildur.

10:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

það er nú ekki mikið stuð, edrú undir rúmteppi. Vóta fyrir bjórkaupum og stuði í rúmteppslausu rúmi.

1:28 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Best ég verði bara ofurölvi í rúminu, gubbandi og pissandi í nýja rúmteppið, þá verða allir glaðir... nema ég... og gamla.

6:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

....og þá rennuskitu og rautt nef.....?

Trausti smausti....

10:11 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Til hamingju með VSOP (vertu sáttur og pungur) rúmteppið.

Ég var að kaupa mér asskoti fínt rúmteppi í Rúmfatalagernum sem einnig má nota sem stóra sæng og það kostaði 690.- og annað fyrir skottu með belju og fuglum á og það kostaði líka 690.-

Kveðja
Olga námsbókaormur

12:12 AM  

Post a Comment

<< Home