Sunday, September 19, 2004

Íslandsmet í málvillum innanhúss án atrennu

Ahahahaha! Múhahahaha! Ég hlæ dátt í dag, eftir aldeilis skemmtilega málvillu hjá (vonandi bráðum fyrrum) útvarpsmanni á Bylgjunni (Síbyljunni). Þannig er að ég og heila familían fórum í dag að sjá Ingó Má mág hoppa og skoppa á reiðhjóli yfir hindranir og stökkpalla, dettandi eins og vitleysing og drulla sig út í Öskjuhlíðinni. Þar voru sumsé einhverjir BMX-vitleysingar að leika sér og við kíktum á. Ingó var annaðhvort stökkvandi upp í himingeiminn eða dettandi í moldarflag og var oft gaman af. Hinsvegar var svo mikið Rammstein og Papa Roach í gríðarstórum hátölurum á alltof miklum styrk á svæðinu að þegar ég yfirgaf svæðið var ég kominn með rokkóþol á byrjunarstigi. Familíunni var skutlað heim og ég þurfti aðeins að stússast og var stillt á Bylgjuna (loftnetið á Fordinum er brotið og því er það eina stöðin sem næst). Þá kom það - útvarpsmaðurinn færði mér fréttir af því að Cameron Diaz og Justin Timberlake (bara í Vatnaskógi) væru fokkings SKIPT AÐ SKILUM og ég hló af mér anusinn.
Takk og lifið Heil - Hitler!!!

5 Comments:

Blogger Olga Bj� said...

Fyndið....eða kannski frekar hlægilegt.
Margur fávitinn sem fær vinnu í útvarpi.

Þó eru mismæli oftast mannleg, sem betur fer.
Mér er alltaf minnistætt þegar Karl Garðarsson sagði einu sinni: "Flasa Voladóttir bætti met sitt......"

Fyndnasta í textanum hjá þér var "bara í Vatnaskógi"

Kv
ðilegrO
(manstu...strákurinn í Hemma Gunn sem gat talað afturábak...hvar ætli hann vinni núna?)

12:12 AM  
Anonymous Anonymous said...

Koddu nú allldeilis svakakalega alsælll.

þessi kall á þessum link er nú eggert að misssssmæla sig á höndunum.
voða voða fín kveðja
Geir Glæsimenni


http://www.albinoblacksheep.com/video/guitar.php

3:17 AM  
Blogger heida said...

strákurinn í Hemma Gunn sem gat talað afturábak heitir Böðvar, man ekki hvers son, líka nefndur Böddi Brútal, hann var með mér í heimspeki, og líka í hljómsv. Big Band Brútal. Svo getur Flosi Fellibylur sem er í Hljómsveitunum Drep og Innvortis (var í Ham), líka talað alveg svakalega mikið afturábak

1:52 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, takk fyrir það. Má líka kannski benda á að Matti Feiti í Pöpunum (sem ég sá og heyrði á laugasdagskvöldið, svakastuð á balli) var hér í eina tíð altalandi afturábak við allar aðstæður (einkum íslenskar) jafnt ölvaður sem edrú.

10:00 AM  
Anonymous Anonymous said...

hihihi skemmtilegt, ég man eftir þegar Matti var að þessu og ég man líka eftir Bödda brútal úr Hemma Gunn, magnað hvað sumir geta afturábak og maður sjálfur varla talandi áfram...................

Bryn....

12:55 PM  

Post a Comment

<< Home