Friday, September 10, 2004

Smá útskýring

Ætla svona rétt að segja nokkur orð, því minn ástkæri bróðir setti inn komment við greinina hér að neðan. Ekki hef ég neitt sérstaklega mikið á móti því að ríkið og sveitarfélög reyni eftir megni að aðstoða þá sem ekki geta unnið fyrir sér með e.k. fyrirgreiðslu, félagslegum íbúðum, styrkjum o.þ.h.
Hins vegar er það dæmi sem ég tók hér að neðan illu heilli ekki í þeirri kategóríu. Maður nokkur fær félagslega íbúð og borgar ekki leigu, ekki í á þriðja ár eins og ég taldi, heldur í FIMMTÁN ÁR! Það sér hver maður að það er óviðunandi með öllu. Eins sögðu nágrannar í viðtali við DV (sem er reyndar sorprit sem er ekki alltaf mark á takandi) að sonur hans, sjómaður byggi hjá honum þegar hann væri í landi og þá hefði ekki grunað að leigjandinn væri öryrki því hann væri svo glaðvær og hefði gaman af að skemmta sér! Maðurinn hefur efni á því en getur ekki borgað leigu í 15 fokkings ár, sem er jú tæpar fimmtán þúsund á mánuði, en hefur gaman af að skemmta sér! Þegar DV vildi að hann segði nokkur orð (gardínustöng, sultukrukka, blómapottur) kvað hann Ögmund ætla að hafa orð fyrir sig, vildi síður segja neitt sjálfur og sagði Ögmund hafa beðið sig að steinþegja, það væri betra fyrir hann.
Það þarf jú að draga einhvern til ábyrgðar fyrir þetta, en ekki fyrir að henda honum út, heldur fyrir að hafa ekki gert það fyrir vel rúmum áratug!
Athæfi sem þetta á að vera refsivert, sem og öll misnotkun á almannatryggingakerfinu. Mætti vel gera gangskör í því. Skemmtilegt til dæmis að sjá allar splunkunýju Toyoturnar fyrir farman öryrkjablokkirnar...

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ hæ .. langaði bara að segja að ég bloggaði smá sjálfur.. hehe.. www.stefan.lt.. kíkið við!!
-Stefán Örn

11:48 AM  
Anonymous Anonymous said...

This comment has been removed by a blog administrator.

1:36 PM  
Blogger Jon Kjartan said...

hmm - merkileg þráhyggja hjá þér analnymus...
Ef þú ætlar að vera með kjaft eða dónaskap, gerðu það undir nafni - annað er bleyðuháttur.

11:30 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Æi, þurfa nú einhverjir athyuglissjúkir einstaklingar að koma með einhverjar væntingar um endaþarmsmök inn á bloggið mitt. Analnymus, vanti þig lim í bossann, farðu þá á samtokin78.is og vertu þar. Takk.

3:26 PM  

Post a Comment

<< Home