Friday, September 24, 2004

Spila í kvöld!!!

Vil benda á að ég, sem slíkur, er að leika og syngja fyrir almennri ofdrykkju í kvöld í Templarahöllinni Dubliner sem er við einhverja götu niðrí bæ. Ég er í fíling og verð því skemmtilegur, en þess má geta að ég er að leysa hann Þór Fitzgerald af, en hann ætlaði einmitt að leysa af Garðar Garðars, sem átti að leysa af Bjarna Tryggvason. Skemmtilegt.
Annars hef ég ei neitt af viti að segja, nema mér finnst báðir forsetaframbjóðendurnir í BNA vera hálfvitar. Blóðug bylting og Bill Clinton aftur! Eða Chelsea Clinton sem forseta...

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fyllikall fær Skrúðgarð, Skrúðgarður fær Fiskkerald, Fiskkerald fær geðþekkan trúbba að norðan........og svei mér ef það er ekki bara besti kosturinn, fyrir utan Kays listann að sjálfsögðu.....en Kays er kosturinn........góða helgi.

Kv,Brynhula Skagarasskálfur með bóndasótt.

10:08 AM  
Anonymous Anonymous said...

HEY!! Á ekkert að skrifa dööögum saman??? Á ekkert að hugsa um aðra en sjálfan sig??? Heldu þú að líf fólks sé fullt af slemmtilegum uppákomum?? HA?

Trausti óþreyjufulli.

9:59 PM  

Post a Comment

<< Home