Thursday, September 02, 2004

Sör Vævor

Nú er hann Sir Vivor (hvenær var hann aðlaður) að byrja aftur á Skjá Einum. Enn eina ferðina er helv... útlendingum hent út á einhverri kyrrahafseyjunni þar sem þau týna banana og veiða geddur í matinn og lifa í vellystingum. Eins og Jay Leno benti á er engin furða að kaninn sé oft óvinsæll utan síns heimalands þar sem þeir fara til staða þar sem annað fólk þarf að búa og kalla það "Survivor" eins og það sé lífshættulegt að vera þar.
Hvað um það, ég er með hugmynd: Survivor Austfirðir. Látum nokkra hamborgararassa út á hálendinu með ekkert nema vasahníf og hlaðinn riffil svo þeir geti veitt sér til matar, hreindýr eða rjúpu. Fylgjumst svo með bévuðum ameríkönunum verslast upp í vosbúð og kulda og frjósa svo í hel. Þá er gaman!
Annars hef ég í hyggju að yfirtaka einhver kvöld á Skjá einum alveg fyrir mig. Hér er dagskráin:

20.00: Fólk með sérrí. Ingvar og félagar fá sér neðan í því.
21.00: Maður er kenndur. Stebbi Stuð í viðtali hjá Ingvari.
22.00: Maður er skemmdur. Ingvar í viðtali hjá Stebba Stuð.
23.00: Maður er uppnefndur. Ingvar og félagar fara yfir strikið.
00.00: Nú er gaman. Ingvar og félagar fara á ball.
01.00: Þá var gaman. Endurtekið efni. Ingvar og félagar fóru á ball.

Reikna ég með mikilli gleði við þessa dagskrárgerð og ekki orð um það meir!

5 Comments:

Blogger brynhula said...

Híhíhí það er svo gaman hvað þú missir þig upp í spól :oD

2:31 PM  
Anonymous Anonymous said...

ðe tvælæt sjó og ðe nætlæf són myndu standa fyrir sínu.
The nightlife zone með Ingvari, Stebba stuð og Brynhulu væri bannað innan nítján.
King of Queer´s með ingvarivalgeirs myndi væntanlega ekki slá í gegn.
queer þýðir m.a. í ensk-íslenskri skólaorðabók; klikkaður, lasinn, kynhverfur. Ingvar, það fer ekki á milli mála að þetta er þinn þáttur.
Var ekki annars verið að auglýsa þig um helgina á Jóni Forseta?

3:12 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Jú, ég verð þar, sem og þú. Ítreka enn og aftur að undirrita komment með nafni, þar sem enginn anonimus er til í þjóðskrá.

3:15 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Vil einnig benda á að mig langar að halda úti útvarpsþættinum Survivor. Hann verður án efa spennandi.

6:11 PM  
Blogger Sigurdór said...

Sir..? Wife..? Or..?

7:25 PM  

Post a Comment

<< Home