Saturday, September 18, 2004

Trallalla og húllumhæ

Jæjajá. Mér finnst lífið frábært! Maður segir nokkur orð hér á blogginu um að maður hafi eytt ótæpilega í rúmteppi og milljón manns kommentera og hafa skoðanir misjafnar, en þegar maður stingur upp á að svipta hálfa þjóðina kosningarétti segir enginn orð. Mikið er gott að vita að þið verðið svona sammála mér þegar ég verð einræðisherra, múhahaha. Þá missa allir kosningaréttinn nema ég og ég kýs mig aftur og aftur og aftur og aftur og Ísland verður stórveldi í stjórnmálasambandi við mannætur.
Ég er annars í stuði hér klukkan níu á laugardagsmorgni, með annan sveppinn étandi brauðsneið við hlið mér og hinn steinsofandi. Sá fer nú sérdeilis allrosalega í Playstation þegar hann vaknar um morguninn.
Gott ef það er ekki kveikt á sjónvarpinu og Fúsi, minn frábæri vinnufélagi, er þarna á útopnu í músíkvídeói að hita upp fyrir James Brown ásamt hljómsveitinni Janúar.
Annars er ég í stuði, en eru ekki allir þunnir mjög?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mikið jammað á skaga en engin þynka, merkilegt nokk! Afrekaði meira að segja að fara á ÍA leikinn í gær í hávaða roki, alltaf gaman að vera íþróttafíbbl á Akranesi, því þá sker maður sig lítið úr fjöldanum.

Bryn skrin með hásin, þrátt fyrir íþróttameiðsl.

1:46 PM  

Post a Comment

<< Home