Friday, September 03, 2004

Vei!

Scooter er að koma aftur. Aaarrrgh! Það er alltaf verið að flytja inn eitthvað einskisnýtt drasl, þótt gullmolar hafi verið inni á milli. Fór t.d. á báða Purple, missti þó af Metallicu, sem ég hefði alveg viljað sjá og sleppti James Brown vegna vinnu. Hafði lítinn áhuga á
Sugababes (krakkapopp)
Korn (leiðindanúmetal)
Pink (æi)
Lou Reed (hundleiðinlegur alltaf)
50 cent (mannapinn er hreinasta form viðurstyggðar sem ég veit af)
Placebo (hommalegt væl) og
Pixies (ekkert slæmt, bara nennti ekki).

Mig langar að fá;
Tom Waits, Radiohead, Lenny Kravitz, Paul McCartney, Maroon 5, Steve Vai eins og bandið hans er núna og goðin mín í Rush. Myndi heldur ekkert slá höndinni á móti Eric Clapton eins og bandið hans er í dag.
Vil gjarnan fá AFTUR;
Metallica, Purple, Iron Maiden og Foo Fighters.
Annars í andartakinu langar mig mest að sjá Mínus, hef ekki séð þá læv í 4 ár eða eitthvað.

Er að fara, ásamt hljómsveitinni Swiss, til Akureyris (Skaupið ´84) að spila á Vélsmiðjunni. Lofum svo miklu stuði að gestir fari örvhentir heim. Allir að koma og fá sér í allar tærnar.
Ekki orð um það meir.


7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

úllala maður. Þessi síða er bara að verða skemmtilegasta lesning enda greinilega bæði heitir og kaldir aðdáendur að vafra hér um. Gaman, gaman.
Annars þyrftum við að taka okkur til og flytja inn Numan, minnir að hann sé fæddur 8. mars ´58 þannig að það má fara að undirbúa afmælið fyrir kallinn.
Spurning með Egilshöll. Karatesalurinn þar myndi kannski duga en ég held þó að það séu lumskt margir fanar. Verst að hafa misst af Kraftwerk, þeir voru víst kúl. Ég sá Korn og Purple og það var bara fínt í bili.
Vona að margir ætli í fótabað niðri við Pollinn fyrir norðan svo þið fáið einhvern péning.
Kveðja, Arnmundur big brother.

2:42 PM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Þakka þér, stóribró. Njúman á klakann væri málið, hann hefur jú verið að túra einhverja 2,000 manna staði um Evrópu alla, þannig að tvö kvöld á Graut á Stöng gæti verið málið. Helst að hann hefði Dramatis með í för, verst að Paul Gardiner bassaleikari stútaði sér með ofneyslu á ólyfjan, hefði verið gaman að hafa hann með. Fáum bara Þórhall (Hórdall) miðil til að leika á bassann með dyggri aðstoð Paul að handan. Málið neglt.

4:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það verður mjög gaman að sjá Skooter aftur. Hann er samt ekki eins góður og Lof Gúrú.

5:42 PM  
Blogger Olga Bj� said...

Mig langar að sjá George Michael....og ég er ekki að grínast.

10:40 AM  
Blogger Ingvar Valgeirsson said...

Hvern langar að sjá Skúter AFTUR?!?!?! Til þess að sjá þá aftur þarf að hafa séð þá áður. Engin furða að þessi skrifi ekki undir réttu nafni, hann sá Skúter á tónleikum! Drullaðu þér út af blogginu mínu strax!

12:49 PM  
Blogger Ingolfur said...

Hvað er þetta skúter eiginlega?
Ég bara spyr?

1:07 PM  
Blogger Pippi said...

Kátir voru karlar á Scooter Haraldi

5:45 PM  

Post a Comment

<< Home